Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




miðvikudagur, október 25, 2006

Komin með nýtt blogg: http://helgaogpalli.blogspot.com

sunnudagur, desember 04, 2005

Æi, best að blogga. Ég er nú reyndar að uppgötva að ég nenni ekki að blogga lengur svo þetta verður sennilega það síðasta... jah... allavega þartil ég skipti um skoðun.
Við Guðrún Jóhanna Axelsdóttir brugðum okkur til Boston í viku. Komum aftur heim í gærmorgun. Það var bara snilld! Við eyddum ca. 7-8 klukkutímum í búðarráp á HVERJUM DEGI. Alveg hreint dásamlegt. Ég var alveg að drepast í fótunum fyrsta daginn, aðeins betri næsta dag og undir lokin fann maður bara varla fyrir þessu! Við gistum hjá íslenskum hjónum sem heita Haukur og Inga. Við gistum þar í svítunni, risastóru herbergi með stóru baðherbergi. Innifalið í gistingunni er akstur til og frá flugvelli og morgunmatur. Að auki skutlar Haukur fólki í verslanir og sækir aftur gegn mjög vægu gjaldi. Þetta var alger snilld og ég mæli sko hiklaust með þeim.
Flugferðin heim var mjög leiðinleg, ég sofnaði bara örstutt, ég sem var búin að hlakka svo til að sofa alla leiðina. Til að toppa svo allt vorum við stoppaðar í tollinum og látnar borga toll vegna þess að við versluðum svo mikið! Bömmer, en ferðin var samt vel þess virði.

Jæja, nú er ég hætt.... í bili allavega.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

PINK FLOYD TRIBUTE TÓNLEIKARNIR VORU ALGER SNILLD!!

Þeir heppnuðust í alla staði alveg frábærlega vel. Enda ekkert nema snillingar þarna á ferð (sérstaklega hljómborðsleikarinn, enda er hann líka myndarlegur með eindæmum!).

Ég hef annars lítið að segja, er drulluþreytt og hlakka til að fara til BOSTON á laugardaginn.

- þar til öðruhvorumegin við jól....

mánudagur, nóvember 14, 2005

Heil og sæl öll sömul!
Fyrst ætla ég aðeins að tala um Pink Flojd Tribbjút tónleikana sem verða næsta laugardagskvöld og ENGINN ætti að missa af sjálfviljugur! Þetta verða ekki bara glæsilegir tónleikar með frábærri tónlist heldur einnig með dýrindis ljósa- og myndasjói! Tónleikarnir byrja kl. 21:00, húsið opnar hálftíma fyrr og það er svo ódýrt á tónleikana að fólk næstum tapar því að fara ekki! Og hananú!

Næst er að taka þessari líka ágætis áskorun frá henni Gunnu móðu (þ.e. móðursystur):
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
Læra arabísku, læra pólsku og ítölsku betur, ferðast til Indlands og Afríku, prófa að búa í útlöndum, læra forritun, finna mér vinnu sem mér finnst bæði skemmtileg og ég verð rík af, lifa lífinu til fullnustu.
7 hlutir sem ég get:
Nú, ég er kona; ég get allt sem ég vil! Ég allavega trúi því staðfastlega.
7 hlutir sem ég get ekki!
Eitthvað sem ég vil ekki.... hmm... hvað gæti það verið... jú, drukkið ógeðsdrykk sérstaklega ef það er lýsi í honum, keyrt með bundið fyrir augum... og eitthvað fleira örugglega.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
Tónlistarhæfileikar, nokkrir sentimetrar hærri en ég, húmor, bjartsýni og húmor aftur - hann er mikilvægastur! Æi, þetta eru bara 5 hlutir. Palli heillar mig og hann er gangandi dæmi um hvað heillar mig!
7 frægir sem heilla mig:
Julia Roberts, Ronan Keating, Chris Martin (döh!), Oprah Winfrey... úff, spring hér, ég man ekki eftir fleirum.
7 orð eða setningar sem ég segi oft:
Æi, það veit ég ekki! Þið verðið að spyrja Palla. Jú, eitt: "ég er með betri hugmynd"
7 hlutir sem ég sé einmitt núna:
Gemmsinn minn, drasl (eiginlega ætti það að teljast sem 10.863 hlutir), fjölskyldumyndir, skór, vefmyndavél, digital myndavél videospóla.

Það er allt of mikið að hafa 7 af öllu! Það þyrfti að breyta þessu. En jæja, gaman að þessu. Best að finna einhverja til að skora á.
Sjáumst á laugardagskvöld.

föstudagur, október 28, 2005

Vá! það er næstum því mánuður liðinn frá síðasta bloggi. Ég get nú ekki látið það viðgangast.
Við Paul erum í Reykjavík. Við fengum náðarsamlegast að sofa í rúminu hennar Ólafar Birnu frænku Palla. Geðveikt gott rúm! Ég mæli sko með því. En hún s.s. kvartaði sáran yfir því að ég væri hætt að blogga svo ég ákvað að redda því. Við fórum suður til þess að vera við jarðaför frænda Palla. Það er reyndar svolítið útlit fyrir að við þurfum að vera hér aðra nótt útaf veðri. Verðum þá veðurteppt í Reykjavík, ekki slæmt það. Ekki síst vegna þess að við erum í svo geðveikt góðu rúmi!
Jæja, best að fara að hafa sig til.

föstudagur, september 30, 2005

Jæja, ég hef víst verið klukkuð eins og svo margir bloggarar.
Þetta þýðir þá að ég þarf að skrifa 5 staðreindir um mig.

Hér koma þær:

1. Ég hef farið til 9 landa: Spánar, Ítalíu, Lúxemborgar, Póllands, Danmerkur, Þýskalands, Englands, Bandaríkjanna og Mexíkó.

2. Einu sinni ætlaði ég að verða sjóræningi þegar ég yrði stór. Það hefur sennilega verið þegar ég var 6 ára. Ég hætti við þessi áform þegar ég drakk af rommdropunum hennar mömmu - því allir vita að sjóræningjar drekka mikið romm - og ákvað í staðinn að verða indíáni þegar ég yrði stór.

3. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég fattaði einn dag að ég gæti aldrei orðið indíáni því maður yrði að fæðast sem slíkur. Nú varð ég að upphugsa nýtt framtíðarstarf!

4. Ég pissaði einu sinni í mig á unglingsaldri; ég var að fara yfir skurð, stökk yfir en lenti í miðjunni og þar sem ég sat í drullunni, hló ég svo mikið að ég pissaði á mig!

5. Ég hef dansað við prins. Reyndar var hann frá Kamerún og mér skildist að það væru margir prinsar og prinsessur þar en prins var hann engu að síður.


Og þar hafiði það. Ég held að ég klukki engan annan til baka. Svei mér þá.

sunnudagur, september 25, 2005

Nú jæja, þá sýnist mér veturinn vera kominn með öllum sínum snjó. Það voru fullt af krökkum fyrir utan næstu blokk að búa til snjókalla. Ferlega gaman að horfa á þá. Marek rauk auðvitað út að leika sér og Eyþór fór með honum. Þegar þeir komu inn aftur fengum við okkur heitt kakó með rjóma og rúllutertu! Ekki amalegt!

Palli og Hinrik eru rétt ókomnir heim, þeir áttu bara eftir að skutla einhverjum kettlingi eitthvert niður á Eyri.

Þá er bara ða fara að huga að jólakortaföndri og svoleiðis nokkru. Já, í gærmorgun spurði ég Marek hvort við ættum ekki að baka eitthvað, var þá sjálf með súkkulaðiköku eða skúffuköku í huga. Jú, hann var sko alveg til í að baka - piparkökur! Svo söng hann piparkökusönginn sem sannaði að hann kynni alveg að baka þær. Þannig að við gæddum okkur á piparkökum hér í kaffinu í gær!

Spurning vikunnar er þessi: Hvernig lykt er af haustinu?