Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




föstudagur, september 30, 2005

Jæja, ég hef víst verið klukkuð eins og svo margir bloggarar.
Þetta þýðir þá að ég þarf að skrifa 5 staðreindir um mig.

Hér koma þær:

1. Ég hef farið til 9 landa: Spánar, Ítalíu, Lúxemborgar, Póllands, Danmerkur, Þýskalands, Englands, Bandaríkjanna og Mexíkó.

2. Einu sinni ætlaði ég að verða sjóræningi þegar ég yrði stór. Það hefur sennilega verið þegar ég var 6 ára. Ég hætti við þessi áform þegar ég drakk af rommdropunum hennar mömmu - því allir vita að sjóræningjar drekka mikið romm - og ákvað í staðinn að verða indíáni þegar ég yrði stór.

3. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég fattaði einn dag að ég gæti aldrei orðið indíáni því maður yrði að fæðast sem slíkur. Nú varð ég að upphugsa nýtt framtíðarstarf!

4. Ég pissaði einu sinni í mig á unglingsaldri; ég var að fara yfir skurð, stökk yfir en lenti í miðjunni og þar sem ég sat í drullunni, hló ég svo mikið að ég pissaði á mig!

5. Ég hef dansað við prins. Reyndar var hann frá Kamerún og mér skildist að það væru margir prinsar og prinsessur þar en prins var hann engu að síður.


Og þar hafiði það. Ég held að ég klukki engan annan til baka. Svei mér þá.

sunnudagur, september 25, 2005

Nú jæja, þá sýnist mér veturinn vera kominn með öllum sínum snjó. Það voru fullt af krökkum fyrir utan næstu blokk að búa til snjókalla. Ferlega gaman að horfa á þá. Marek rauk auðvitað út að leika sér og Eyþór fór með honum. Þegar þeir komu inn aftur fengum við okkur heitt kakó með rjóma og rúllutertu! Ekki amalegt!

Palli og Hinrik eru rétt ókomnir heim, þeir áttu bara eftir að skutla einhverjum kettlingi eitthvert niður á Eyri.

Þá er bara ða fara að huga að jólakortaföndri og svoleiðis nokkru. Já, í gærmorgun spurði ég Marek hvort við ættum ekki að baka eitthvað, var þá sjálf með súkkulaðiköku eða skúffuköku í huga. Jú, hann var sko alveg til í að baka - piparkökur! Svo söng hann piparkökusönginn sem sannaði að hann kynni alveg að baka þær. Þannig að við gæddum okkur á piparkökum hér í kaffinu í gær!

Spurning vikunnar er þessi: Hvernig lykt er af haustinu?

fimmtudagur, september 22, 2005

Vá, hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast. Enda svo mikið að gera í vinnu og skemmtanalífi að ég hef nú bara engan tíma til þess að blogga. (Undir skemmtanalíf falla bíóferðir, réttarferðir, haustferð með Félagi Leikskólakennara, rauðvínssötur, litun- og plokkkvöld og eitthvað fleira sem ég man nú ekki eftir í augnablikinu.)

Um síðustu helgi var ég heima með Marek og Hinrik á meðan Palli og Eyþór fóru báðir vestur. Við fórum í heimsókn til Gullu í húsið á Hauganesi. Þar fórum við í fjöruferð, fengum kökur í kaffinu og svo fór karlpeningurinn í húsinu í heitapottinn. Mínum drengjum þótti það sko ekki leiðinlegt! Hér er hægt að skoða myndir.

Fyrr í september fórum við í Víðidalstungurétt, þar fengu strákarnir að fara á hestbak og draga kindur sem var sko ekki leiðinlegt. Marek vildi nú samt frekar draga hyrnt lömb en kollótt því það var svo ógeðslegt að koma við ullina! Hehehehe... Og hér eru líka myndir úr réttunum.

Marek er búinn að vera veikur þessa vikuna. Hann fékk hita og hausverk á mánudagskvöld og ég var með honum heima á þriðjudaginn. Þá var hann svo hress að ég var viss um að þetta yrði bara svona eins-dags-pest en Palli ákvað að vera heima með honum á miðvikudag. Hann var líka hress þann dag og bara með örfáar kommur. En svo í gærkveldi mældist hann með rúmlega 38° hita. Ég var samt viss um að það væri bara smá hitatoppur svona seint um kvöld en nei, ekki aldeilis. Nú í morgun var hann með rúmlega 38° og eftir hádegi 39,7°!! Hitinn er nú að lækka aftur en hann verður bara heima með pabba sínum á morgun. Reyndar finnst honum ekkert leiðinlegt að vera svona heima og fá að sleppa við leikskólann.

Palli fer vestur með Hinrik á morgun svo ég verð bara með þá tvo eldri um helgina. Það verður öðruvísi!

Jæja, nóg í bili. Bless

mánudagur, september 05, 2005

Takk kærlega fyrir uppástungur að nafni handa kettinum (sem sveik okkur um kyn). Nafnið Hákon hefur verið valið. Það er reyndar spurning um að velja seinna nafn fyrir hann.

Hinrik er svolítið illa farinn eftir Hákon, allur klóraður á handleggnum. Kattarræksnið var nefnilega eitthvað tregur til að sleppa takinu af honum þegar hann ætlaði að henda honum fram af svölunum. Hinrik hafði samt betur á endanum og kötturinn fékk að fjúka!

fimmtudagur, september 01, 2005

Já, komið nú öll margblessuð og sæl enn á ný!
Ég átti afmæli í gær, sem er svosem ekkert í frásögu færandi - þetta gerist á hverju ári, en það sem er fréttnæmt er að minn ástkæri sambýlismaður sendi mér rósir í vinnuna! Jáh! Hann á líka svo frábæra frænku sem Lára Kristín heitir en hún kom með rósirnar upp í leikskóla og afhenti mér. Alveg hreint dásamlegt surpræs!

Nú og kötturinn okkar er sem sagt högni og ekki er enn búið að finna gott nafn á hann þar sem Skotti er frekar asnalegt - finnst okkur fullorðna fólkinu allavega. Ég stakk upp á að hann fengi nafnið Kjartan en Marek fannst það ekki flott og vill að hann heiti Hákon - kallaður Konni. Ég sjálf er sko ekkert fyrir einhver svona "kattarleg" nöfn eins og Skotti, Púki, Brandur og eitthvað svoleiðis. Ekki má gleyma að kötturinn er Peysustroff og þar sem það er fín aðalsætt verður hann að fá fínt nafn sem hæfir vel! Komið endilega með fleiri hugmyndir - eða stuðning við annað hvort Kjartan eða Hákon.

Jah, er þetta ekki bara orðið nóg í bili?