Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




þriðjudagur, nóvember 22, 2005

PINK FLOYD TRIBUTE TÓNLEIKARNIR VORU ALGER SNILLD!!

Þeir heppnuðust í alla staði alveg frábærlega vel. Enda ekkert nema snillingar þarna á ferð (sérstaklega hljómborðsleikarinn, enda er hann líka myndarlegur með eindæmum!).

Ég hef annars lítið að segja, er drulluþreytt og hlakka til að fara til BOSTON á laugardaginn.

- þar til öðruhvorumegin við jól....

mánudagur, nóvember 14, 2005

Heil og sæl öll sömul!
Fyrst ætla ég aðeins að tala um Pink Flojd Tribbjút tónleikana sem verða næsta laugardagskvöld og ENGINN ætti að missa af sjálfviljugur! Þetta verða ekki bara glæsilegir tónleikar með frábærri tónlist heldur einnig með dýrindis ljósa- og myndasjói! Tónleikarnir byrja kl. 21:00, húsið opnar hálftíma fyrr og það er svo ódýrt á tónleikana að fólk næstum tapar því að fara ekki! Og hananú!

Næst er að taka þessari líka ágætis áskorun frá henni Gunnu móðu (þ.e. móðursystur):
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
Læra arabísku, læra pólsku og ítölsku betur, ferðast til Indlands og Afríku, prófa að búa í útlöndum, læra forritun, finna mér vinnu sem mér finnst bæði skemmtileg og ég verð rík af, lifa lífinu til fullnustu.
7 hlutir sem ég get:
Nú, ég er kona; ég get allt sem ég vil! Ég allavega trúi því staðfastlega.
7 hlutir sem ég get ekki!
Eitthvað sem ég vil ekki.... hmm... hvað gæti það verið... jú, drukkið ógeðsdrykk sérstaklega ef það er lýsi í honum, keyrt með bundið fyrir augum... og eitthvað fleira örugglega.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
Tónlistarhæfileikar, nokkrir sentimetrar hærri en ég, húmor, bjartsýni og húmor aftur - hann er mikilvægastur! Æi, þetta eru bara 5 hlutir. Palli heillar mig og hann er gangandi dæmi um hvað heillar mig!
7 frægir sem heilla mig:
Julia Roberts, Ronan Keating, Chris Martin (döh!), Oprah Winfrey... úff, spring hér, ég man ekki eftir fleirum.
7 orð eða setningar sem ég segi oft:
Æi, það veit ég ekki! Þið verðið að spyrja Palla. Jú, eitt: "ég er með betri hugmynd"
7 hlutir sem ég sé einmitt núna:
Gemmsinn minn, drasl (eiginlega ætti það að teljast sem 10.863 hlutir), fjölskyldumyndir, skór, vefmyndavél, digital myndavél videospóla.

Það er allt of mikið að hafa 7 af öllu! Það þyrfti að breyta þessu. En jæja, gaman að þessu. Best að finna einhverja til að skora á.
Sjáumst á laugardagskvöld.