Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>
föstudagur, október 28, 2005

Vá! það er næstum því mánuður liðinn frá síðasta bloggi. Ég get nú ekki látið það viðgangast.
Við Paul erum í Reykjavík. Við fengum náðarsamlegast að sofa í rúminu hennar Ólafar Birnu frænku Palla. Geðveikt gott rúm! Ég mæli sko með því. En hún s.s. kvartaði sáran yfir því að ég væri hætt að blogga svo ég ákvað að redda því. Við fórum suður til þess að vera við jarðaför frænda Palla. Það er reyndar svolítið útlit fyrir að við þurfum að vera hér aðra nótt útaf veðri. Verðum þá veðurteppt í Reykjavík, ekki slæmt það. Ekki síst vegna þess að við erum í svo geðveikt góðu rúmi!
Jæja, best að fara að hafa sig til.