Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




miðvikudagur, júní 30, 2004

Ég var svo ljónheppin að ein ung stúlka sem býr í nágrenninu bankaði upp á og bað um að fá að fara út að labba með Hinrik Elvar. Ég sem var nýbúin að hugsa um hvað það yrði gott að vera með einhverja stelpu tiltæka sem nennti þessu!

Solla, sem er ekki búin að eiga, bauð okkur strákunum að koma í Húnverskt rabbabarapæ um kaffileytið. Við ætlum að þyggja það. Svo ætlar Unnur Sigrún að fara með mér í dag að kaupa mósaik gler, við ætlum sem sagt að fara að föndra saman. Guði sé lof fyrir að ég er ekki í vinnu í sumar, ég yrði alltaf að taka mér frí til að föndra og fara í kaffiheimsóknir og svoleiðis.

Ég lauk loksins við að taka til í herberginu hans Mareks, það er búið að taka marga daga, en það er líka vegna þess að ég var að sortéra leikföngin og henda úr þeim.

þriðjudagur, júní 29, 2004

sunnudagur, júní 27, 2004

Við drengirnir erum hér í sveitasælunni á Laugarbakka, rabbabarailminn leggur um húsið því það er verið að skera niður rabbabara til að taka með á Akureyri á morgun. Við fórum suður til Reykjavíkur á föstudag, og þegar ég var undir Hafnarfjalli hringdi Solla og sagði mér að hún væri nýkomin heim af fæðingardeildinni! Ég fékk fyrir hjartað og hrópaði "NEI!" en hún róaði mig með því að segja að ekkert barn væri komið. Ég fæ sko að vera viðstödd og þá er betra að vera á sama landshluta! Hún var sett í farbann því barnið gæti komið hvenær sem er og er hún þó ekki skráð fyrr en eftir mánuð. Ég er því að hugsa um að vera heima næstu helgi þó Palli fari eitthvað í heyskap, sérstaklega næsta laugardag því þá er fullt tungl! Betra að taka enga sénsa. Svo neitar Solla líka að eignast annað barn ef ég missi af þessari fæðingu!

Annars er bara allt gott að frétta, mig er farið að langa heim og kem því á morgun.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Við erum farin vestur... blogga síðar.

mánudagur, júní 21, 2004

Það er eitthvað samsæri í gangi; ég er eiginlega hætt að fá ruslpóst! Ég veit samt ekki hvort ég ætti að gera eitthvað í því eða ekki... njah, sennilega ekki!
Solla, Sigga og Gulla komu hingað í kvöld til að lita og plokka. Við hittumst sko allar saman og svo er litað, plokkað, kjaftað og etið fram á kvöld. Nú lít ég aftur vel út og get farið að láta sjá mig á meðal almennings (hef sko ekki látið lita síðan FYRIR PRÓF).

Annars er lítið að frétta, stefni að því að fara vestur á Hvammstanga á miðvikudaginn, suður til RVK á föstudag og til baka aftur á laugardag og svo heim á Akureyri á mánudagskvöld. Svo verður farið aftur vestur í Húnaþing vestra á föstudaginn á eftir því þá verður Palli kominn heim og hann langar til að komast í heyskap fyrir vestan. Sem er mjög gott mál.

laugardagur, júní 19, 2004

Þessi síða er algjör snilld og bráðnauðsynleg heimavinnandi húsmæðrum: Daily Jigsaw.

föstudagur, júní 18, 2004

Maður er bara alveg hættur að nenna að blogga! Hvurslags er þetta eiginlega? Það er nú ekki eins og maður sé á kafi í einhverju mikilvægu hér heimafyrir.
Ég er búin að vera að taka videóspólur undanfarið... enda EKKERT í sjónvarpinu! Við Ástríður horfðum á frábæra mynd um daginn, hún hét "The Reunion" og er sænsk og mjög fyndin! Svo horfði ég á danska mynd í gær sem heitir "Old men in new cars" og fannst hún mjög góð, samt ekki alveg eins fyndin og ég hélt hún væri. En hún er samt þrælgóð. Nú og svo horfði ég á "La vita è bella", hún er alltaf yndisleg. Hvað hef ég horft á fleira undanfarið? Já! "21 grams", hún var bara ekkert sérstök. Og "Duplex", hún var mjög skemmtileg. Og þar lýkur þessu videóhorni.

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég ætti að elda grjónagraut eða panta pizzu í kvöldmatinn. Ákvað svo að það yrði pizza þar sem það er mjööööög langt síðan ég pantaði pizzu síðast en var með grjónara í síðustu viku.

Lærði að spila ABCD á fiðluna í gærkveldi - eins og ekkert væri!

mánudagur, júní 14, 2004

ÉG NÁÐI STÆRÐFRÆÐINNI!!!
Þá er ég líka búin með allt nema tölfræðina og fer í æfingakennslu næsta HAUST (skrifaði fyrst "næsta vor")!

laugardagur, júní 12, 2004

Jæja, loksins hafa hinir miklu tónlistarhæfileikar mínir verið uppgötvaðir. Í dag var ég beðin um að spila á fiðluna mína með hinni hálffrægu hljómsveit ðe Zetors á tónleikum sko! Ég auðvitað taldi upp öll þau lög sem ég kann; Góða mamma, Maja átti lítið lamb, Gamli Nói og að sjálfsögðu afmælissönginn. Violin
Ari, ef þig vantar hljóðfæraleikara til að spila undir á tónleikum þá get ég örugglega komið því inn í dagskrána mína. Svo kann ég líka svo mikið í ítölsku að ég gæti sagt þér til: Forte, piú forte, no questo è fortissimo, piú piano, bravo, canta bene... og svo framvegis! Sydney Opera House

föstudagur, júní 11, 2004

Palli minn er kominn heim! Gaman, gaman! Hann verður heima í heila viku. Ég var að hugsa um að ræða við Þuríði um að við færum í ferðalag þessa vikuna. Við höfum nefnilega oft rætt um að fara í skoðunarferð vestur í Húnaþing vestra og skoða kirkjur á leiðinni (aðalega Víðimýrakirkju og Þingeyrarkirkju), leiði Vatnsenda-Rósu í Miðfirði, Illugastaði og Katadal á Vatnsnesi og fleira skemmtilegt! Um að gera að framkvæma þetta á meðan Palli er heima til að hugsa um drengina.

Annars er af skólamálum það helst að frétta að ég er enn að bíða eftir síðustu einkunninni, þ.e. í stærðfræðinni. Alveg týpískt að þurfa að bíða svona eftir mikilvægustu einkunninni. Þessi einkunn segir nefnilega til um hvort mér seinki um ár eða ekki, þ.e. hvort ég kemst í æfingakennsluna í haust eða ekki. Ömurlegt! Ég get nú ekki sagt að ég sé neitt gríðalega bjartsýn!

Meira seinna...

miðvikudagur, júní 09, 2004

Mér leiðist!
I'm bored!
Ho noia!

Best að skrifa þetta á sem flestum tungumálum svo Palli skilji þetta örugglega, ekki það að hann eigi að gera eitthvað í þessu, heldur bara að hann er að verða svo margtyngdur! Hehehehe

fimmtudagur, júní 03, 2004

Ég fór í bíó í kvöld. Mamma gaf mér frímiða á myndina "The Day After Tomorrow". Ég verð nú að segja að hún kom svolítið á óvart. Ég nefnilega þoli ekki stórslysamyndir, en þessi var nú bara alveg ágæt. Svolítið mikið amerísk í endann en það var nú hægt að búast við því!
Annars, svona þegar leið að lokum myndarinnar, ætlaði ég að koma mér aðeins betur fyrir í sætinu í bíóinu. Því miður sat einhver fyrir framan mig og ég hætti að sjá textann á myndinni (þegar ég kom mér betur fyrir). Ég ákvað því að skutlast tveimur sætaröðum framar en það vildi nú ekki betur til en svo að ég hálf hrasaði í síðustu tröppunni við sætið sem ég ætlaði í og tognaði á fæti. Ekkert mjög alvarlega en nógu mikið til að finna andskoti til! Fyrir var ég að drepast í bakinu svo þetta var kærkomin tilbreyting og eingöngu til að draga athyglina frá bakinu á mér!
Hospital Bed
Ó ég er svo heppin alltaf. Best að fara að sofa. Góða nótt.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Æ, æ, æ! Þessi tvö blessuðu próf sem eftir voru eru nú úr sögunni, þar sem þau voru bæði í dag. Stærðfræðin var fyrst kl. 9 í morgun og get ég nú ekki hrópað húrra yfir frammistöðu minni þar. Það er meira að segja tvísýnt um hvort ég hreinlega nái henni! Andsk...! Svo var siðfræðin kl. 14 og jú, ég held ég hafi nú náð henni, en það er eins með hana að það er ekki hægt að vera með geðveik fagnaðarlæti yfir því hvernig mér gekk! Report Þetta er t.d. úr sögunni! Ég leit þó þókkalega út!!
En jæja, þetta kemur allt í ljós.