En spurning dagsins er þessi: Ættum við að taka að okkur annan kettlinginn frá Brittu? Það er högni, gulur og hvítur og minnir mig mikið á fyrsta köttinn sem ég átti sjálf, hann Sigurljón Guðbrand Peysustroff. Blessuð sé minning hans! Hann var yndislegur alveg eins og þessi hjá Brittu.
mánudagur, maí 31, 2004
Við strákarnir (Marek og Hinrik) fórum í sveitina til hennar Brittu, vinkonu Sollu. Solla og hennar fjölskylda kom líka. Tilgangurinn var auðvitað að sýna börnunum dýrin í sveitinni. Það var verið að láta kindurnar út svo við sáum þær og lömbin, svo voru hestar þarna líka en það sem heillaði Marek minn mest voru kettlingarnir tveir á bænum. Þeir voru nefnilega svo barnvænir að hann gat gengið út um allt með annan þeirra í fanginu. Hann var alveg heillaður af þeim. Hinrik fannst skemmtilegast að skríða um og skoða allt og alveg fyrsta klukkutímann sem við vorum þarna heyrðist bara "Ha?" frá honum! Ég held ég hafi ekki séð skítugra barn en hann þegar við vorum að fara heim! En þeir skemmtu sér vel og ég auðvitað líka. Svo er bara að fara þarna aftur í þessari viku eða þeirri næstu að setja niður kartöflur. Ég veit, maður ætti að vera búinn að því, en svona verður þetta bara!
En spurning dagsins er þessi: Ættum við að taka að okkur annan kettlinginn frá Brittu? Það er högni, gulur og hvítur og minnir mig mikið á fyrsta köttinn sem ég átti sjálf, hann Sigurljón Guðbrand Peysustroff. Blessuð sé minning hans! Hann var yndislegur alveg eins og þessi hjá Brittu.
En spurning dagsins er þessi: Ættum við að taka að okkur annan kettlinginn frá Brittu? Það er högni, gulur og hvítur og minnir mig mikið á fyrsta köttinn sem ég átti sjálf, hann Sigurljón Guðbrand Peysustroff. Blessuð sé minning hans! Hann var yndislegur alveg eins og þessi hjá Brittu.
sunnudagur, maí 30, 2004
Í fréttum er þetta helst: Palli er farinn upp á Kárahnjúka. Mamma er að pakka niður til að flytja á Laugarbakka. Ég er að LÆRA! Ja-há, sko mig! Er þetta ekki bara spurning um að brillera í báðum prófunum á miðvikudaginn?!
laugardagur, maí 29, 2004
Í dag verður haldin afmælisveisla fyrir Hinrik Elvar, svo nú stendur yfir tiltekt (eina hel@%!$* ferðina enn og bakstur. Ég ætlaði sko að baka í gær en Asia kom og hvatti mig til að fara á prófsýningu í siðfræði svo ég skellti mér. Ég ætlaði bara rétt að skjótast og bað hana um að passa strákana úti í bíl á meðan. Ég fór í röðina sem var fyrir utan skrifstofuna, beið þar í ca. 5 mínútur og ákvað þá að hendast til að sækja Marek í leikskólann. Asia ákvað að taka strákana heim til sín á meðan ég skryppi á prófsýninguna sem var eins gott því að ég var í tvo og hálfan tíma þarna. Beið sko í rúmlega 2 tíma og svo tók það tæplega hálftíma að fara yfir prófið. Þetta borgaði sig því ég var hækkuð um 2 punkta og svo sagði hann að sennilega yrðu allir hækkaðir um 5 punkta og ef það verður hef ég náð prófinu! Rétt skriðið semsagt!
En aftur að bakstrinum! Annar botninn er bakaður og þá er að skella hinum í ofninn. Ferlegt að vera ekki með blástursofn.
En aftur að bakstrinum! Annar botninn er bakaður og þá er að skella hinum í ofninn. Ferlegt að vera ekki með blástursofn.
fimmtudagur, maí 27, 2004
Hinrik Elvar á afmæli í dag, hann er orðinn eins árs!
Guðfinna vinkona mín kom í heimsókn í gær og við erum nú aldeilis búnar að gera margt. Fyrst ber að nefna að í gær grilluðum við geðveikt góðan mat, kjöt (bæði nautakjöt og kjúkling) á pinnum og grænmeti og eina svínalærissneið. Með þessu var borið fram kartöflusalat (heimagert!) heimabakaðar ólífubollur, og kaldar sósur. Nammm! Seinna um kvöldið horfðum við á Love Actually. Frábær mynd!
Nú, í dag fórum við niður í bæ, röltum þar um þar til Hinrik Elvar sofnaði í vagninum, þá fórum við í listasafnið að skoða verk eftir Goya. Mjög áhugavert. Eftir safnferðina hittum við Sollu og fengum okkur kaffibolla með henni á Bláu Könnunni. Því næst fórum við öll sömul á Safnasafnið og það var auðvitað mjög skemmtilegt. Mæli með því að fólk kíki þangað við tækifæri. Því næst fórum við Guðfinna með Hinrik í Lystigarðinn og eftir að hafa sótt Marek og Eyþór fórum við með alla strolluna upp í Kjarnaskóg og grilluðum pylsur! Mjög góður dagur.
Við ætlum að enda daginn með videoglápi - og kannski smá lærdómi því ég er ein af 21 sem féllu í siðfræðinni! Ótrúlegt, eins og ég leit vel út!
Guðfinna vinkona mín kom í heimsókn í gær og við erum nú aldeilis búnar að gera margt. Fyrst ber að nefna að í gær grilluðum við geðveikt góðan mat, kjöt (bæði nautakjöt og kjúkling) á pinnum og grænmeti og eina svínalærissneið. Með þessu var borið fram kartöflusalat (heimagert!) heimabakaðar ólífubollur, og kaldar sósur. Nammm! Seinna um kvöldið horfðum við á Love Actually. Frábær mynd!
Nú, í dag fórum við niður í bæ, röltum þar um þar til Hinrik Elvar sofnaði í vagninum, þá fórum við í listasafnið að skoða verk eftir Goya. Mjög áhugavert. Eftir safnferðina hittum við Sollu og fengum okkur kaffibolla með henni á Bláu Könnunni. Því næst fórum við öll sömul á Safnasafnið og það var auðvitað mjög skemmtilegt. Mæli með því að fólk kíki þangað við tækifæri. Því næst fórum við Guðfinna með Hinrik í Lystigarðinn og eftir að hafa sótt Marek og Eyþór fórum við með alla strolluna upp í Kjarnaskóg og grilluðum pylsur! Mjög góður dagur.
Við ætlum að enda daginn með videoglápi - og kannski smá lærdómi því ég er ein af 21 sem féllu í siðfræðinni! Ótrúlegt, eins og ég leit vel út!
þriðjudagur, maí 25, 2004
Já, komiði sæl, enn og aftur. Hér er lítið að gerast... mætti alveg takast til eða skúrast en ekkert gerist í þeim efnum! Skrítið!
Ég hef nú val um að gera eitthvað af eftirtöldu:
1. Taka til og skúra.
2. Horfa á sjónvarpið.
3. Hoppa upp og niður!
4. Þvo þvott.
5. Lesa bók.
6. Læra stærðfræði (því ég þarf í upptökupr.)
Hmmm... ég held ég velji.... númer 2 og 4!!
Ohh, það er svo gott að hafa svona mikið val í lífinu!
Góðar stundir!
Ég hef nú val um að gera eitthvað af eftirtöldu:
1. Taka til og skúra.
2. Horfa á sjónvarpið.
3. Hoppa upp og niður!
4. Þvo þvott.
5. Lesa bók.
6. Læra stærðfræði (því ég þarf í upptökupr.)
Hmmm... ég held ég velji.... númer 2 og 4!!
Ohh, það er svo gott að hafa svona mikið val í lífinu!
Góðar stundir!
sunnudagur, maí 23, 2004
Jamm... helgin er búin og við erum komin heim eftir langt ferðalag. Við fórum í Hrútafjörðinn á föstudaginn. Guðný, systir Palla varð 35 ára þann dag. Gistum þar eina nótt. Ég skrapp á Hvammstanga, undir því yfirskini að ég þyrfti að skila námsbókum, sem ég og gerði en var snögg að því svo ég gæti farið til Bobbu að horfa á Idolið.
Á laugardagsmorgun var öllu pakkað niður og lagt af stað vestur í Dali (eða eitthvað) til Þórunnar systur. Strákurinn hennar hélt upp á 10 ára afmælið sitt þann dag. Gistum þar eina nótt. Svo í morgun var aftur langt af stað í Víðidalinn til að fara í tvöfalda útskriftarveislu hjá mæðgunum Ólu og Hrafnhildi! Og ég sem er nýbyrjuð á svokölluðu blóðflokkamataræði! Það var nú ekki alveg farið eftir því þessa helgi í öllum þessum veislum. Það eru náttúrulega alltaf veislur þar sem ég kem. Ég þyrfti endilega að fara að heimsækja Sigrúnu og Ara og athuga hvernig veislu ég fengi þar!
Ragnhildur, mér líst ekkert á þetta raðpisserí uppi á K.hnjúkum! Veistu hvar maður getur fengið svona stálplötu?
Á laugardagsmorgun var öllu pakkað niður og lagt af stað vestur í Dali (eða eitthvað) til Þórunnar systur. Strákurinn hennar hélt upp á 10 ára afmælið sitt þann dag. Gistum þar eina nótt. Svo í morgun var aftur langt af stað í Víðidalinn til að fara í tvöfalda útskriftarveislu hjá mæðgunum Ólu og Hrafnhildi! Og ég sem er nýbyrjuð á svokölluðu blóðflokkamataræði! Það var nú ekki alveg farið eftir því þessa helgi í öllum þessum veislum. Það eru náttúrulega alltaf veislur þar sem ég kem. Ég þyrfti endilega að fara að heimsækja Sigrúnu og Ara og athuga hvernig veislu ég fengi þar!
Ragnhildur, mér líst ekkert á þetta raðpisserí uppi á K.hnjúkum! Veistu hvar maður getur fengið svona stálplötu?
fimmtudagur, maí 20, 2004
Jæja, letin er smámsaman að renna af mér. Mikil tiltekt var gerð á heimilinu í gær og í dag og gott ef sjálfur forsetinn gæti ekki bara farið að koma í heimsókn. Hann yrði samt að drífa sig því ef ég þekki sjálfa mig og mitt heimilisfólk vel, þá endist þetta ekki lengi!
Palli kom heim í gærkveldi, hann var að koma með eitthvað tæki fyrir Borgarverk í Borgarnesi en þetta tæki á að fara út í Grímsey á föstudaginn. En í dag fór hann upp á Kárahnjúka að athuga með vinnu þar. Ég vona að hann fái vinnuna og fari þangað því mér líst betur á þá vinnu í alla staði heldur en þessa í Borgarnesi. Besta við Kárahnjúka er að við vitum allavega hvenær hann ætti að fá frí en í malbikuninni er ekkert svoleiðis vitað.
Ingunn mágkona var að vinna Milljón-króna-áskorunina í Líkami fyrir lífið!!! Til hamingju með það Ingunn! Hér eru myndir af henni og þið getið rétt séð hvort hún hafi ekki átt þetta skilið.
Palli kom heim í gærkveldi, hann var að koma með eitthvað tæki fyrir Borgarverk í Borgarnesi en þetta tæki á að fara út í Grímsey á föstudaginn. En í dag fór hann upp á Kárahnjúka að athuga með vinnu þar. Ég vona að hann fái vinnuna og fari þangað því mér líst betur á þá vinnu í alla staði heldur en þessa í Borgarnesi. Besta við Kárahnjúka er að við vitum allavega hvenær hann ætti að fá frí en í malbikuninni er ekkert svoleiðis vitað.
Ingunn mágkona var að vinna Milljón-króna-áskorunina í Líkami fyrir lífið!!! Til hamingju með það Ingunn! Hér eru myndir af henni og þið getið rétt séð hvort hún hafi ekki átt þetta skilið.
þriðjudagur, maí 18, 2004
Ég bara nenni ekki neinu þessa dagana! Maður fór í hálfgert spennufall eftir prófin og nú bíður maður bara eftir einkunnum til að athuga hvað upptökuprófin þurfa að vera mörg. Ég nenni ekki einusinni að fara að læra fyrir tölfræðiupptökuprófið! Svona er þetta nú. Ég er náttúrlega með nennibrest á háu stigi, það er nú vitað. Nú, af heimavígstöðum er það helst að frétta að Hinrik Elvar slasaði sig í gær með því að detta og sennilega hefur hann bitið í vörina á sér, það allavega blæddi alveg heilan helling úr munninum á honum. Hann hefur samt ekki hlotið neina útlitsgalla eftir slysið og lítur vörin eðlilega út. Eyþór missti tönn sama kvöld, framtönn að ofan, og nú vantar í hann 3 tennur. Móðir hans gerir óspart grín að honum! Marek er viss um að hann eigi systur sem heitir Pálína sem er 12 ára og er mjög mikið í skóla því hún á svo mikið af "læriskjóðum" eins og hann kallaði það. Hann hringir reglulega í hana úr Pez-símanum sínum. Hann er líka mjög upptekinn af þessum norðlenska framburði, allt í einu, og er svo ýktur í því að hann talaði um paPPa í kvöld!
Palli er enn í Borgarnesi með fartölvuna
Palli er enn í Borgarnesi með fartölvuna
laugardagur, maí 15, 2004
Nújá. Eurovision er búið. Ég er nokkuð ánægð með úrslitin, ég kaus Tyrkland, Serbíu-Svartfjallaland og Kýpur og var orðin ansi spennt þegar Serbía var svo lengi í fyrsta sæti. Það að Serbía skyldi lenda í öðru sæti, finnst mér vera sönnun fyrir því að það skiptir ekki öllu máli á hvaða tungumáli sungið er. Ég er líka viss um að lagið frá Króatíu hefði verið mun flottara ef hann hefði sungið á Króatísku.
En þannig er það nú. Eurovison verður haldið, að öllum líkindum, í Úkraínu og útséð með að ég mun ekki vera þar. Frekar en fyrri daginn.
En þannig er það nú. Eurovison verður haldið, að öllum líkindum, í Úkraínu og útséð með að ég mun ekki vera þar. Frekar en fyrri daginn.
föstudagur, maí 14, 2004
Ég er búin að uppfæra Eurovision síðuna mína. Bara að láta ykkur vita, því ég er viss um að flestir sem lesa þetta hafa beðið spenntir eftir þessum áfanga.
Síðasta prófið í þessari prófatörn er búið. Mér gekk bara mjög vel enda uppfull af sjálfstrausti útaf Lancome-lúkkinu. Þá er bara að einbeita sér að Eurovision, það þarf að spá og spökulega, elda, ryksuga stofuna svo hún sé mönnum bjóðandi og svona ýmislegt annað. Svo strax eftir helgi fer maður að læra fyrir næstu prófatörn, s.s. upptökuprófin. Úff, það verður svo gaman þegar þetta verður allt búið!
miðvikudagur, maí 12, 2004
Jedúddamíaalmáttugur! Ég er svo hræðileg móðir að ég gleymdi að minnast á að hann Hinrik Elvar var að æfa sig í að labba í dag! Hann hefur stundum tekið eitt spor en aldrei fleiri í einu. Svo í dag kom Solla og við létum hann labba á milli okkar og hann var farinn að taka alveg 5-6 spor! Hann verður eins árs þann 27. maí.
Og, kannski óþarfi að minnast á það, en hann fílar Eurovision!
Og, kannski óþarfi að minnast á það, en hann fílar Eurovision!
Undankeppnin í Eurovision er búin, á síðunni minni setti ég inn spá okkar Daníels (sem er mikilvægari helmingurinn af "Gullu og Daníel" í kringum Eurovision!) fyrir þau lög sem gætu komist áfram. Við vorum sammála og sannspá um lögin frá Serbíu-Svartfjallalandi, Kýpur og Úkraínu. Að auki var ég sannspá um Grikkland og Daníel um Anbaníu. Þetta eru aðeins 5 lönd af 5!! Við ættum kannski ekkert að vera að reyna að spá. Jú, reyndar verðum við að spá fyrir um úrslitin á laugardaginn.
Allavega komust þau lög sem ég kaus í úrslitin; Grikkland, Kýpur og Serbía-Svartfjallaland.
Takið svo eftir Tyrkneska laginu. Það er mitt uppáhald og ég vona að það vinni, hver veit nema ég eigi eftir að vinna í lottói og komist á Eurovision næsta ár. Þá væri ekki verra að fara til Tyrklands!
Best að fara að sofa. Góða nótt.
Allavega komust þau lög sem ég kaus í úrslitin; Grikkland, Kýpur og Serbía-Svartfjallaland.
Takið svo eftir Tyrkneska laginu. Það er mitt uppáhald og ég vona að það vinni, hver veit nema ég eigi eftir að vinna í lottói og komist á Eurovision næsta ár. Þá væri ekki verra að fara til Tyrklands!
Best að fara að sofa. Góða nótt.
þriðjudagur, maí 11, 2004
Ég vona að það þurfi ekki að minna fólk á að horfa á undankeppnina í Eurovision sem verður annaðkvöld, kl. 19:05 nákvæmlega. Ég mun að sjálfsögðu horfa á herlegheitin - reyndar getur fátt fengið mig til að missa af þeim. Ég á von á mútter og Ólu frænku í heimsókn. Hmmm... hverjum fleirum hef ég nú boðið? Jú, Elínu og Siggu - veit ekki hvort þær koma, og svo Gullu og Daníel - en þau koma ekki, allavega ekki Daníel (sem er mikilvægari en Gulla þegar kemur að Eurovision, en aðeins þá. Alla aðra daga eru þau jafnmikilvæg). Annars getiði farið inn á Eurovision síðuna mína og lesið hvað okkur Daníel finnst um Eurovision lögin í ár. Það er ferlega skemmtilegt að sjá hvað við erum oft sammála og oft mjög ósammála.
Best að fara að læra annars... enskupróf á morgun!
Best að fara að læra annars... enskupróf á morgun!
Enn er verið að læra fyrir próf. Þetta virðist engan endi ætla að taka. Það er altsvo próf í ensku á morgun, bæði skriflegt og munnlegt.
Heyriði, hvaða lag finnst ykkur best í Eurovision? Þið hljótið öll að hafa horft spennt á kynningarþættina! Er það ekki annars?
Heyriði, hvaða lag finnst ykkur best í Eurovision? Þið hljótið öll að hafa horft spennt á kynningarþættina! Er það ekki annars?
sunnudagur, maí 09, 2004
Komið nýtt pláss fyrir fimm til að kommenta. Daníel, þegar ég sá að 5 höfðu tjáð sig varð ég svo upp með mér, hugsaði "Vá, ég var að setja þetta inn og bara strax komnir 5". Þessi spenningur var nú aldeilis fljótur að hverfa þegar ég sá þín komment... öll fjögur. En alltaf gaman að heyra frá þér svo kommentaðu eins oft og þú vilt. :)
Mér finnst svolítið leiðinlegt að það geti bara 5 kommentað hjá mér... sko með þessu kommenta kerfi frá blogextra. Það er nefnilega svo skítt að allir hinir 30 geti ekkert kommentað! Eruð þið ekki sammála?
Ég er annars mjög löt við að læra siðfræðina, nenni ekkert að lesa og hef talið mér trú um að ég geti tekið þetta á lúkkinu einu! Þvílíkt BULL! En akkúrat núna trúi ég því og nenni ekki að gera neitt annað í því! Og hananú
Ég er annars mjög löt við að læra siðfræðina, nenni ekkert að lesa og hef talið mér trú um að ég geti tekið þetta á lúkkinu einu! Þvílíkt BULL! En akkúrat núna trúi ég því og nenni ekki að gera neitt annað í því! Og hananú
laugardagur, maí 08, 2004
Prófið í landafræði og sögu gekk vel. Og þá er að vinda sér í að læra siðfræði 1,2, og 10!! Siðfræðiprófið er á mánudagsmorgun. Á miðvikudaginn er enska bæði skriflegt og munnlegt próf. Svo á föstudaginn er listasaga og við erum nýbúin að fá að vita að við eigum að læra utanað allar myndirnar sem við höfum lært um í vetur- 180 stykki - og 50 af þeim verða á prófinu. Við eigum að skrifa nafn myndar, listamanns og tímabil eða stefnu!! Eins gott að líta sérlega vel út þennan dag!
fimmtudagur, maí 06, 2004
Annað prófið búið og djöfull leit ég vel út!
En svona í alvöru. Fyrsta prófið var s.s. tölfræðipróf sem ég var ekkert búin að læra í. Ég varð nefnilega að leggja aðaláherslu á að ná helv... stærðfræðinni sem var í morgun. Á tölfræðiprófinu var samt 48% krossar og eyðufyllingar sem ég fyllti samviskusamlega út. Mig hefur alltaf langað til að fara í krossapróf og láta slembilukku ráða ferðinni og fékk þarna kjörið tækifæri til að leika mér. Upptöluprófið verður svo í byrjun júní.
Stærðfræðin var s.s. í morgun og ég er þess fullviss að annaðhvort hafi ég náð eða fallið! Ekki flókið það. Ef ég hef náð þá hef ég rétt skriðið yfir mörkin. Ég er einfaldlega ekki góð í stærðfræði. Ég gæti kannski orðið það ef ég nennti en það er einmitt málið; ég er haldin nennibrest á háu stigi og nenni ekki að læra þetta. Hmmm... kannski ég geti fengið lengri próftíma útá þessa fötlun og fengið mér hækjur til að ganga við!
Næst er það landafræðipróf í fyrramálið - muna að mála sig!!
En svona í alvöru. Fyrsta prófið var s.s. tölfræðipróf sem ég var ekkert búin að læra í. Ég varð nefnilega að leggja aðaláherslu á að ná helv... stærðfræðinni sem var í morgun. Á tölfræðiprófinu var samt 48% krossar og eyðufyllingar sem ég fyllti samviskusamlega út. Mig hefur alltaf langað til að fara í krossapróf og láta slembilukku ráða ferðinni og fékk þarna kjörið tækifæri til að leika mér. Upptöluprófið verður svo í byrjun júní.
Stærðfræðin var s.s. í morgun og ég er þess fullviss að annaðhvort hafi ég náð eða fallið! Ekki flókið það. Ef ég hef náð þá hef ég rétt skriðið yfir mörkin. Ég er einfaldlega ekki góð í stærðfræði. Ég gæti kannski orðið það ef ég nennti en það er einmitt málið; ég er haldin nennibrest á háu stigi og nenni ekki að læra þetta. Hmmm... kannski ég geti fengið lengri próftíma útá þessa fötlun og fengið mér hækjur til að ganga við!
Næst er það landafræðipróf í fyrramálið - muna að mála sig!!
þriðjudagur, maí 04, 2004
mánudagur, maí 03, 2004
~:Lancome-lúkkið:~
Þá er búið að lita og plokka og ég fer að verða tilbúin fyrir próf. Því eins og alþjóð veit, þá er gífurlega mikilvægt að líta vel út í prófi, fara nýplokkuð og lituð, skella á sig meiki og örlitlum augnskugga (þ.e. Lancome-lúkkið) nú og ögn af varalit eða glossi. Þetta gerir það að verkum að manni líður vel og þetta lúkk grefur undan sjálfstrausti hinna sem ekki höfðu sig til og þá er sjens að þeim gangi verr í prófinu. Ef svo illa fer í prófi (því maður eyddi jú mikilvægri kvöldstund sem hefði annars farið í próflestur) og einhver spyr mann hvernig hafi nú gengið í prófinu getur maður alltaf sagt: Það gekk ekki vel, en mikið fjári leit ég vel út!!! Þetta er því svona "win-win situation" eins og útlendingar segja.
Þá er búið að lita og plokka og ég fer að verða tilbúin fyrir próf. Því eins og alþjóð veit, þá er gífurlega mikilvægt að líta vel út í prófi, fara nýplokkuð og lituð, skella á sig meiki og örlitlum augnskugga (þ.e. Lancome-lúkkið) nú og ögn af varalit eða glossi. Þetta gerir það að verkum að manni líður vel og þetta lúkk grefur undan sjálfstrausti hinna sem ekki höfðu sig til og þá er sjens að þeim gangi verr í prófinu. Ef svo illa fer í prófi (því maður eyddi jú mikilvægri kvöldstund sem hefði annars farið í próflestur) og einhver spyr mann hvernig hafi nú gengið í prófinu getur maður alltaf sagt: Það gekk ekki vel, en mikið fjári leit ég vel út!!! Þetta er því svona "win-win situation" eins og útlendingar segja.