fimmtudagur, janúar 29, 2004
Sigga pigga er að selja klósettpappír og nauðaði í mér að auglýsa hann hér á þessum miðli. Nú ef einhverjir hafa áhuga á, er hún að selja 64 rúllur á rúmlega 2000 kr. Þetta eru hin mestu kjarakaup! Allur gróði verður notaður til að senda yngri krakkann af landi... til Vestmannaeyja.
Skautaferðinni er frestað!!!! Vegna eftirtektarleysis og ómælds kæruleysis hefur skautaferðarnefndin (sem er ansi fámenn) ákveðið að fresta skautaferðinni margumræddu um óákveðinn tíma... jah... kannski um tvær vikur eða svo. Ákveðið hefur verið að finna betri tíma, svo yngribarnasviðið komist nú líka, en virðuleg áðurnefnd skautaferðarnefnd hafði ekki vitneskju um þessa miklu skólasetu yngribarnasviðs.
Það er skautaferð á morgun, föstudag, kl. 13!!! Gaman væri ef allir á 2. ári myndu mæta. Takið endilega börnin með. Þeir sem ekki eiga börn mega fá lánuð hjá mér, ég á svo mörg! Sjáumst :-)
sunnudagur, janúar 25, 2004
Loksins tókst að gera heimasíðu fyrir Grunnskólafræðina. Það stefndi allt í að ég yrði þunnhærð útaf þessu FrontPage forriti sem ég bara skil alls ekki svo ég endaði á að skrifa allt html-ið sjálf. Það skil ég!
Það er nú alltaf sama sagan með mig og vefsíður, ég er aldrei nógu ánægð með hvernig þær líta út. En þetta dugar í bili.
Hér er svo síðan.
Athugið svo með skautaferð á föstudagskvöldið
Það er nú alltaf sama sagan með mig og vefsíður, ég er aldrei nógu ánægð með hvernig þær líta út. En þetta dugar í bili.
Hér er svo síðan.
Athugið svo með skautaferð á föstudagskvöldið
laugardagur, janúar 24, 2004
Það er svo brjálað að gera hjá mér! Ég er á fullu... nei ókei... á hálfu að pakka niður því við erum að fara að flytja í Skarðshlíðina eftir viku. Þetta verður þá í... hmmm... 16. skiptið sem ég flyt svo ég muni eftir. Og þar af er þetta 7. skiptið síðan 1999 sem ég flyt. Ég var nú líka orðin frekar þreytt á því að búa hérna svona lengi sko (1 1/2 ár).
Við Sigga pigga höfum komið okkur saman um að hóa í alla bekkjarfélaga á skauta næsta föstudagskvöld, þ.e. þann 30. janúar. Hvernig væri það nú? Ha? Að hittast einu sinni án þess að það sé eitthvað partý? Nú og ef það eru einhverjir sem geta ekki farið á skauta þá er örugglega fínt að hafa einhvern til að taka myndir.
Við Sigga pigga höfum komið okkur saman um að hóa í alla bekkjarfélaga á skauta næsta föstudagskvöld, þ.e. þann 30. janúar. Hvernig væri það nú? Ha? Að hittast einu sinni án þess að það sé eitthvað partý? Nú og ef það eru einhverjir sem geta ekki farið á skauta þá er örugglega fínt að hafa einhvern til að taka myndir.
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Það er þetta með bílastæðin. Þegar við Brynja vorum samferða heim úr skólanum í gærmorgun fór bílaplanið (á Þingvallastræti) eitthvað svo geðveikt mikið í taugarnar á mér, aldrei þessu vant - NOT! Ég bara ræð ekkert við það að þola alls ekki hvernig SUMIR leggja á planinu (nefni nú engin nöfn, en æskilegt er að eigendur bílanna LX336 og LN817 myndu vanda sig betur framvegis!). Ef öllum bílunum væri þjappað saman með eðlilegt bil á milli þeirra yrðu til bílastæði fyrir allavega 7 bíla í viðbót. En það sem toppar alltsaman er þegar fólk leggur bílnum sínum þannig að það lokar inni alla hina bílana sem eru í stæðunum fyrir ofan háskólann! Það er bara eins og sumt fólk bara hugsi ekki.
Allavega þegar við Brynja vorum á heimleið, urra ég eitthvað og segi sisona að það þyrfti að útbúa skipurit, bara kort með áteiknað hvar og hvernig æskilegt sé að fólk leggji bílunum sínum! Brynja springur úr hlátri og segir að nú hafi ég fundið draumastarfið. Það væri nú alveg eftir mér að gera eitthvað svona. Við hlógum lengi að þessu, ég yrði einskonar Parking Police, og ef fólk færi ekki eftir fyrirmælum um bílleggingar myndi ég ýta bílnum fram og til baka og þannig jugga honum þar til ég yrði nægilega ánægð! Og ég er ekki með þráhyggju ef einhverjum skyldi detta það í hug sisvona!
Ég er nýkomin heim úr afmælisboði hjá Asiu. Við stelpurnar komum henni svolítið á óvart með því að fá hann Þorra sem er í Nútímafræðinni til að banka upp á hjá henni, með ferðatöskurnar sínar og ætla sér að leigja af henni herbergi. Hann mætti s.s. á staðinn á tilsettum tíma, óð nánast inn og fullyrti að hann væri búinn að borga fyrir herbergið fyrirfram. Hann hefði tekið rútuna frá Húsavík og gæti ekki komist heim aftur svo hann yrði að gista hjá þeim. Asiu grunaði nú að við hefðum eitthvað haft með þetta að gera og trúði honum ekki alveg. Hann stóð sig eins og hetja og fékk dýrindis veitingar að launum. Maður fer nú aldrei svangur frá henni Asiu.
Allavega þegar við Brynja vorum á heimleið, urra ég eitthvað og segi sisona að það þyrfti að útbúa skipurit, bara kort með áteiknað hvar og hvernig æskilegt sé að fólk leggji bílunum sínum! Brynja springur úr hlátri og segir að nú hafi ég fundið draumastarfið. Það væri nú alveg eftir mér að gera eitthvað svona. Við hlógum lengi að þessu, ég yrði einskonar Parking Police, og ef fólk færi ekki eftir fyrirmælum um bílleggingar myndi ég ýta bílnum fram og til baka og þannig jugga honum þar til ég yrði nægilega ánægð! Og ég er ekki með þráhyggju ef einhverjum skyldi detta það í hug sisvona!
Ég er nýkomin heim úr afmælisboði hjá Asiu. Við stelpurnar komum henni svolítið á óvart með því að fá hann Þorra sem er í Nútímafræðinni til að banka upp á hjá henni, með ferðatöskurnar sínar og ætla sér að leigja af henni herbergi. Hann mætti s.s. á staðinn á tilsettum tíma, óð nánast inn og fullyrti að hann væri búinn að borga fyrir herbergið fyrirfram. Hann hefði tekið rútuna frá Húsavík og gæti ekki komist heim aftur svo hann yrði að gista hjá þeim. Asiu grunaði nú að við hefðum eitthvað haft með þetta að gera og trúði honum ekki alveg. Hann stóð sig eins og hetja og fékk dýrindis veitingar að launum. Maður fer nú aldrei svangur frá henni Asiu.
sunnudagur, janúar 18, 2004
Núna var ég að reyna að setja inn link á gömlu skrifin... þ.e.a.s. þegar þessi skrif verða orðin gömul... eða þannig! Ég held að það hafi tekist, eða ég vona það allavega.
Bæði Sigga og Ástríður eru komnar með nýtt útlit á sín blogg! Gott hjá þeim, þær eru greinilega tölvusnillingar.
Og nú verð ég að fara að reikna dæmablaðið fyrir morgundaginn. Þetta hangs gengur ekki!
Bæði Sigga og Ástríður eru komnar með nýtt útlit á sín blogg! Gott hjá þeim, þær eru greinilega tölvusnillingar.
Og nú verð ég að fara að reikna dæmablaðið fyrir morgundaginn. Þetta hangs gengur ekki!
laugardagur, janúar 17, 2004
Kommentakerfið er búið að vera með vesen, því það hefur ekki verið hægt að velja neina broskarla. Nú, ég eyddi því bara út og setti nýtt up. Og bætti inn fleiri broskörlum sem maður fær hér.
Ég er búin að sitja hér í allan dag og breyta útlitinu á þessari síðu. Málið er að ég vildi hafa appelsínugulan ramma á svörtum grunni (eins og er núna), svona svipað og Palli er með, en samt með linkakassa við hliðina svipað og hún Gulla vinkona er með. Það er nú hægara sagt en gert að pússla þessu tvennu saman og á endanum gafst ég upp og fann þetta útlit á blogskins.com. Svo breytti ég bara litunum og svoleiðis eins og ég vildi hafa það og er nú bara orðin nokkuð ánægð. Ég skil samt ekki alveg þenna "archive" (greinar) möguleika. Jæja, ég verð bara að liggja aðeins yfir því.
Nóg í bili.
Nóg í bili.
föstudagur, janúar 16, 2004
Idolið búið, Kalli vann og það þýðir að Brynja lætur mig fá rauðvínsflösku fljótlega. Hefði Anna Katrín unnið, sem ég hélt nú reyndar með, hefði ég þurft að láta Brynju fá flösku. En svona er þetta nú! Mikið hlakka ég til, og við erum sko ekkert að tala um einhverja einstaklingsflösku!
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Úff, ég er á fullu að búa til heimasíðu í Frontpage forriti, þetta er annað verkefni í skólanum. Þetta gengur ágætlega en er mjög tímafrekt þar sem ég kann ekkert á þetta forrit.
Fyrir ykkur sem eru að spökulera í Söngvarakeppni Húnaþings-vestra, þá er ég búin að setja inn fleiri síður með 80's lögum inn á síðuna um söngvarakeppnina. Nú er bara um að gera að fara að velja rétta lagið og skrá ykkur annaðhvort hjá mér eða hjá Palla.
Best að bæta inn fleiri tenglum...
Fyrir ykkur sem eru að spökulera í Söngvarakeppni Húnaþings-vestra, þá er ég búin að setja inn fleiri síður með 80's lögum inn á síðuna um söngvarakeppnina. Nú er bara um að gera að fara að velja rétta lagið og skrá ykkur annaðhvort hjá mér eða hjá Palla.
Best að bæta inn fleiri tenglum...
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Næstum því allt hér fyrir neðan er á einhverju bull tungumáli og ég nenni bara ekki að leiðrétta það í kvöld. Ég er orðin svo þreytt eftir allt þetta blogg í dag!
Húrra!!! Fiðlan mín sem ég var að kaupa mér á ebay verður póstlögð í dag. Þá er bara að fara að finna hentugan dag fyrir tónleika!!