Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




sunnudagur, júlí 31, 2005

Og þá er Verslunarmannahelgin næstum liðin. Við strákarnir vorum bara hér heima. Ég átti nú von á henni Sigríði frænku minni Klingenberg og fjölsk en þau hafa greinilega hætt við að koma norður. Ólöf Birna kom hins vegar norður í fjörið. Hún kom með okkur strákunum niður í bæ á laugardaginn. Ég var alveg viss um að Hinrik myndi týnast med det samme en það varð nú ekki. Hann reyndi reyndar að laumast í burtu þegar Ólöf var með hann á meðan ég fór og keypti ís handa liðinu. Þá reyndi hann að þoka sér í burtu með örsmáum skrefum og gaut augunum á hana til að athuga hvort hún tæki nokkuð eftir því að hann hreyfðist. Þó hún sé ljóshærð, sko!

Hápunkturinn hjá Marek var myndataka fyrir framan tvo lögregluþjóna! Hann fékk húfu á hausinn og fékk að halda á talstöðinni! Ekkert smá stoltur af þessu.
Solla, Gústi og börn voru líka niðri í bæ og saman ætluðum við að fara í Tívolíið en þvílíkt RIP OFF!! Ekkert smá sem það var allt dýrt þarna! Það lá við að maður þyrfti að borga fyrir að anda þarna á svæðinu. "Sem betur fer" var hriiiikalega löng biðröð eftir að kaupa miðana svo við hættum við að fara og ákváðum að fara daginn eftir.

Í dag bauð ég svo Sollu, Gústa og co í hádegismat, dýrindis fiskisúpu á la Birgitta. Solla fékk þessa líka snilldarhugmynd að við myndum skreppa öll á rúntinn og fara á Siglufjörð. Það varð úr og við brunuðum af stað rétt fyrir kl. 2. Fórum yfir Lágheiðina en það er í fyrsta skipið sem ég fer þá leið. Ég verð alltaf jafn hissa yfir því að fólk skuli vilja búa á Siglufirði. Mér líður alltaf eins og ég sé komin á hjara veraldar þegar ég kem þangað. Svolíðið eins og að koma á Bolungarvík! Við byrjuðum á því að fá okkur að borða og svo var farið í Tívolíið sem var þar. Miklu ódýrara þar en við vorum bara rétt komin þegar fór að hellirigna! Þvílík og önnur eins demba! Það má næstum segja að það hefði ringt eldi og brennisteini. Við urðum gegnblaut á augabragði svo það var ákveðið að fara heim. Fórum nú lengri leiðina og stoppuðum í Vörmuhlíð til að borða kvöldmat! Ætli við verðum ekki bara heima á morgun!

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Við fórum sem sagt vestur um helgina. Fórum reyndar á fimmtudaginn því Palli þurfti að æfa þá um kvöldið. Ástæðan fyrir ferðinni vestur var brúðkaup Ingunnar Helgu og Toms en það var á laugardagskvöldið. Það lukkaðist vel, þau létu skíra Kára Þór í leiðinni, flestum að óvörum. Veðrið var alveg frábært og gengu gestir frá kirkjunni niður að félagsheimili. Þar var veisla með góðum mat og skemmtilegum skemmtiatriðum. Á eftir var ball og var dansað til kl. 4.
Ég sofnaði ekki fyrr en kl. að verða hálf sex þennan morgun og var vöknuð aftur um hálf 9 því ég ætlaði að fara út í Saurbæ til Olgu vinkonu. Mig vantaði nefnilega rekavið til að smíða bollahillu. Þegar ég var þar, vorum við að tala um kettina hennar og þá datt mér í hug, bara sisvona að taka einn kettlinginn hjá Tönju og Kalla. Hringdi í snarhasti í Kalla og pantaði kettling. Hann varð mjög feginn því hann þarf að láta lóga þeim sem eftir er ef enginn vill taka hann. Þessi sem ég tók slapp allavega við svæfingu. Þetta er s.s. læða, teljum við og hefur hún fengið nafnið Skotta. Er hún hið ljúfasta grey. Hún svaf upp í rúmi hjá okkur fyrstu nóttina sína hér. Strákarnir sváfu sko líka uppi í mínu rúmi og Skotta lá ofan á sænginni hans Mareks. Honum þótti það sko ekki leiðinlegt og var alltaf að rísa upp til að athuga hvernig hún hefði það.

Myndirnar úr brúðkaupi Esterar og Skúla eru komnar á netið og eru þær HÉR. Ég veit ekki hvenær ég set inn mydnirnar af brúðkaupi Ingunnar og Toms, en hver veit nema það verði bara mjög fljótlega.

Svo er verslunarmannahelgin um næstu helgi, þá er stefnt að því að fara á ball með Pöpunum á föstudagskvöldið. Á samt eftir að redda pössun. Það hlýtur að reddast einhvernveginn. Helst myndi ég vilja keyra strákana vestur og skilja þá eftir í pössun. Sé til með þetta.

Og svo er bara að fara að byrja að vinna næsta þriðjudag. Það verður skrítið! Og já, Guðrún Axels var að freista mín með utanlandsferð, til New York í haust. Ég er ferlega heit fyrir því. Hver vill ekki fara til útlanda??

mánudagur, júlí 25, 2005

Myndablogg


Vid fengum nýjan fjölskyldumedlim ì gær. Hùn heitir Skotta og er af gòdu kyni sem verdur ekki nefnt à nafn hèr. Blogga annars meira à eftir.
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

mánudagur, júlí 18, 2005

Myndablogg


Langt sìdan èg hef verid med myndagàtu, en hèr kemus semsagt ein. Hvad er à myndinni?
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

Tilkynning:

Óska eftir söngvurum og/eða hljóðfæraleikurum til þess að flytja tónlist Pink Floyd á Þematónleikum sem gætu orðið seint í haust (á Hvammstanga - auðvitað). Áhugasamir hafi tafarlaust samband við mig, Palla eða Munda!

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Það er orðið ansi langt síðan síðasta blogg. Þó ekki eins langt síðan og síðasta blogg Gullu!
Ég fór s.s. suður síðasta laugardag með Þórunni, Stebbu og Ingibjörgu Önju en við fórum á frænkumót. Það var mjög skemmtilegt þar enda hef ég ekki séð sumar frænkur mínar í háa herrans tíð! Ekki var stoppað lengi þar því við þurftum að bruna norður aftur á fjölskyldumót sem var haldið á Sólbakka. Þar var líka mjög skemmtilegt. Við hverju öðru er að búast!
myndir frá báðum mótunum
Nú! Á sunnudag fórum við strákarnir heim og tókum með okkur tvær frænkur sem eru næstum 11 og 12 ára eða á fínum pössunaraldri. En það var ekki allt heldur kom hann Magnús Björn með ömmu sinni á mánudagsmorgun og varð eftir en hún var á leiðinni austur á Neskaupsstað. Ég hef því verið með fullt hús af börnum alla vikuna. Við höfum líka farið tvisvar upp í Kjarnaskóg, í Jólagarðinn, á Glerártorg og svo fóru stelpurnar og Magnús í sundlaugargarðinn. Geðveikt skemmtilegt.
Í Kjarnaskógi
Það hefur verið fínt af hafa þau öll en ég er ansi þreytt á kvöldin - aðalega eftir alla þessa útivist!
Við förum svo öll vestur á morgun, mamma kemur í kvöld og gistir (já, það er ennþá pláss) og einhver fer með henni vestur og restin kemur með mér. Ástæðan fyrir þessari vesturferð er brúðkaup Esterar og Skúla Guðbjörns. Það verður alveg pottþétt mjög gaman, allavega ef maður hugsar um hvernig afmælið hans Skúla var í haust. Mjög skemmtilegt.

föstudagur, júlí 08, 2005

Óla frænka mín er komin með blogg og er að velta því fyrir sér hvort það borgi sig að vera heimsforeldri eða styrktaraðili. Við tvær erum s.s. ekki alveg sammála um þetta. En endilega lesið hvað hún hefur að segja og kannski getið þið líka kommentað.

Við erum annars farin vestur. Jah, fyrst vestur í dag, svo suður í Kóp í fyrramálið á mini-ættarmót, svo norður aftur á stærra ættarmót á Sólbakka. Svo austur á Aey aftur á sunnudag! Geðveikt að gera!

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Marek og Hinrik eru búnir að vera í sumarfríi í tvo daga, búnir að vera heima í 4 heila daga samfellt og nú þegar er ég farin að taka eftir hárlosi á móðurinni - mér! Hvernig fer fólk að þessu, að vera heimavinnandi húsmæður (eða húsfeður ef einhverjir eru, þ.e. heimavinnandi)? Ég bara gæti þetta ekki. Ekki ógrátandi allavega. Eða kannski er maður bara orðinn svo góðu vanur eftir skólann. Maður skreppur ekki rassgat. Allt þarf að vera nokkuð sæmilega planað því maður fer ekkert í búð nema strákarnir séu sæmilega vel stemmdir. Í dag löbbuðum við niður í bæ - og já, nú er allt farið fótgangandi svo þeir fái einhverja hreyfingu. Bæjarferðin tók heila 3 klukkutíma því það var ýmislegt sem þurfti að skoða. Þegar við lögðum af stað var rok (þetta kallast reyndar "andvari" á Hvammstanga) og skýjað s.s. fínt gönguveður. á miðri Glerárgötu varð allt í einu blankalogn og sólskin svo öllum funhitnaði og föt fengu að fjúka. Svo varð skýjað aftur og þegar við héldum heim á leið fór að rigna. Heima í Skarðshlíðinni var samt ennþá rok. Já, það er sko allt til alls hér á Akureyrinni!
Hinrik er farinn að tala svo mikið... eða réttara sagt er maður farinn að skilja meira en áður, hann hefur alltaf talað mikið. Nú er nýjasta nýtt að biðja mann um að syngja og þegar hann biður þá kemur eitthvað svona: Aaa... Higga... banna felamala oggu banna? Og þá er hann s.s. að biðja mig um að syngja um Apann sem át banana! Svo er líka vinsælt að segja: Aaa... Higga... Dittí a Bissí, en þá er hann að biðja um Stubbalagið en Dittí og Bissí eru sko Tinky Winky og Dipsy. Já, hann kann sko að tala hann Hinrik!

laugardagur, júlí 02, 2005

Nú, loksins blogga ég! Er búin að vera ansi löt undanfarið, allavega þegar kemur að bloggi. Á þriðjudaginn fórum við Gulla loksins í kirkjuskoðunar/smámunasafns ferðina okkar. Að sjálfsögðu var mjög gaman, nema þegar rafhlöðuljósið á myndavélinni minni fór að blikka! Á Munkaþverá kláruðust rafhlöðurnar svo en ég hef svosem farið þangað áður og hef tekið þar myndir. Verst að ég man ekki alveg hvar þær eru! Æi, þær hljóta að vera á einhverjum góðum stað! Ég fann disk með myndum á, skrifaðan í nóvember í fyrra þegar það var verið að taka til í einhverri tölvunni hér á heimilinu. Ekkert smá gaman að skoða þessar myndir. Afhverju í ósköpunum lætur maður ekki prenta þær út fyrir sig? Alveg merkilegt að koma því aldrei í framkvæmd! En skoðið endilega myndirnar:
kirkjumyndir smámunasafnið blómamyndir og fleira

Þessar síðustu eru aðalega blóm og eitthvað svoleiðis. Úff... eins og sést er ég búin að taka hressilega törn á myndavélina nýju!

Strákarnir eru komnir í sumarfrí frá leikskólanum svo ég verð að hætta á safnaferðum í bili. Legg það sko ekki á mig eða annað fólk að fara með Hinrik á söfn, hann sem leggst bara niður og grenjar ef hann fær ekki að gera það sem hann vill. Síðustu helgi fórum við upp að Hömrum þar sem skátarnir voru með fjáröflun. Hægt var að fara í hoppikastala, báta, allskonar skotbakka og fleira en Hinrik þoldi þetta alls ekki og grét í næstum því hálftíma. Þá ákvað Gulla, sem var á staðnum, að taka hann með sér heim. Guði sé lof fyrir það! Eftir það gat ég sinnt hinum tveimur betur, plús að Birkir vinur Eyþórs var með okkur. Skemmtu þeir sér allir vel eftir að Hinrik var farinn.

Annars er það helst að frétta að ég er farin að kenna útlendingum; strák og stelpu og mamma þeirra situr oftast hjá okkur líka. Þau eru ný flutt frá Englandi og tala enga íslensku þó pabbinn sé íslenskur. Strákurinn er jafngamall Eyþóri og fékk að vera eftir í gær til að leika við hann í Star Wars. Ég hef aldrei heyrt Eyþór tala ensku - hélt reyndar að hann kynni ekkert í henni en það var nú ekki aldeilis! Hann gat alveg talað við strákinn, svona svolítið allavega.

Jæja það er búið að taka mig óratíma að blogga í þetta skiptið því ég þurfti algerlega að rifja upp hvernig maður setur inn svona myndir ef þær eru teknar af netinu!