Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




þriðjudagur, maí 31, 2005

Þá er síðasta prófið búið! Ég sem ætlaði svoleiðis að brillera á þessu prófi, en ég byrjaði ekki að lesa fyrir það fyrr en á föstudaginn! Meiri letinginn ég! Ég brillaði sem sagt ekki en er nokkuð örugg um að hafa náð. Nokkuð örugg!
Ég er að passa Kára Hrafn út þessa viku svo tekur bara við mjög alvarlegar vettvangsathuganir á helstu kaffihúsum bæjarins svo og helstu söfnum. Verður mikið athugað og skráð og til þess að vel eigi að vera, neyðist ég til þess að kanna hvert kaffihús a.m.k. tvisvar vegna þess að eins og hvert mannsbarn veit þá getur kaffi verið mismunandi frá degi til dags. Ekki er hægt að alhæfa út frá einu skipti.
Annar sá ég auglýst í Sjónaukanum um daginn að Þinghúsið hefur á boðstólnum "góð köff og meððí". Nokkuð vel orðað. Það tók mig dágóða stund að fatta hvað stóð þarna, en það var líka áður en ég fór að lesa fyrir íslenskuprófið.

Það var vorhátíð í leikskólanum í gær. Ég fór auðvitað með Kára í kerru. Þvílíkt og annað eins! Ekki hátíðin sko! Nei. Heldur bara það að vera ein með þrjá stráka! Hinrik fór strax að væla þegar hann sá mig og hékk alveg í mér. Við settumst í grasið og sátum þar dágóða stund eða þar til við ákváðum að fara að nálgast pylsurnar á grillinu. Þar var löng biðröð og hann Hinrik Elvar hafði sko ekki þolinmæði til að bíða eftir því að röðin kæmi að okkur. Hann hljóp því grátandi í burtu og ætlaði að reyna að ná sér í svala einhverstaðar. Ég kallaði þá á starfsmann á hans deild og bað hana um að taka hann á meðan ég græjaði pylsurnar. Hún gerði það. Þegar pylsurnar voru tilbúnar fór Hinrik aftur að gráta og borðaði pylsubrauðið grátandi. Hann var sko orðinn geðveikt þreyttur og er þessi tími (rétt fyrir hádegi) alveg skelfilegur fyrir hann. En eftir að hafa borðað nóg fór ég bara með hann inn í leiksóla og hann fór að sofa. Þá sagði ég Marek að ég gæti fljótlega farið að sinna honum, ég þyrfti bara að gefa Kára að borða fyrst. Kári fékk karamellusúrmjólk, var voða duglegur að borða og ég sá fram á ánægulegan tíma með Marek þar sem ég málaði hann í framan eins og star wars kall! En nei! Haldiði ekki að hann Kári greyið hafi ekki ælt allri súrmjólkinni yfir sig, á setuna á kerrunni og yfir fótlegginn á mér! Ógeð! Mér varð allri lokið og sagði Marek að því miður yrði ég að fara heim! Og þannig var það nú!

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ætli það sé ekki kominn tími til að blogga aðeins. Það er nú svosem ekki frá mörgu að segja fyrst Eurovision er búið! Það sem er framundan er
  • vaska upp og taka til
  • fara suður um helgina í útskriftarveislu Ólafar Birnu
  • fara í próf á þriðjudag
  • taka meira til og eflaust vaska 10.000 sinnum upp
  • fara vestur til Þórunnar í skírnarveislu næstu helgi
  • helda áfram að taka til, jafnvel þvo einhverja veggi
  • undirbúa útskrifarveislu = bakstur og tiltekt!

Þannig lítur það út! Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að vaska upp oft á dag? Sjáið til, ég er með smá fráhvarfseinkenni eftir brotthvarf mömmu the au-pair, en hún sá algerlega um uppvaskið.

Hinrik Elvar er annars byrjaður á leikskóla og ég er að passa Kára Hrafn Ágústsson á daginn. Þetta er svolítið pússl að fara með Hinrik og Marek í leikskólann á morgnana og vera samt komin heim í tíma fyrir Kára. Fara svo með hann í leikskólann til að sækja strákana og Solla kemur þangað upp eftir til að sækja Kára! En þetta hefst. Ég passa hann alla næstu viku og svo er ég bara komin í þokkalegt sumarfrí þar sem ég verð að reyna að dunda mér við kaffihúsaferðir og búðarráp. Stöku heimsóknir hér og þar ef einhver annar er í sumarfríi á sama tíma. Ömurlegt líf framundan, ekki satt! :) NEI!

sunnudagur, maí 22, 2005

Mér fannst áhugavert að heyra hversu margir söngvararnir áttu ættir að rekja til annarra landa. Ekki það að það væri eitthvað óeðlilegt en ég ákvað samt að taka þetta saman og athuga hvort þetta hefur áhrif á stigagjöfina:

Marie-An Van De Wal sem söng fyrir Andorra er frá Hollandi en býr í Andorra og rekur þar hótel. 7 stig frá Hollandi
Nuno sem söng fyrir Belgíu er Portúgali en fluttist, 12 ára gamall, með fjölskyldu sinni til Belgíu. 12 stig frá Portúgal
Geir Rønnig sem söng fyrir Finnland er Norðmaður en bý nú í Finnlandi. 10 stig frá Noregi
Ortal sem söng fyrir Frakkland er Ísraelsk en hún hefur búið á Spáni í einhver ár og býr núna í París í Frakklandi. 5 stig frá Ísrael
Helena sem vann fyrir Grikkland er fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún er nú með annan fótinn í Grikklandi og hefur áður sungið fyrir landið í Eurovision. 12 stig frá Svíþjóð
Natalia Podolskaya sem söng fyrir Rússland er frá Hvíta-Rússlandi. 12 stig frá Hvíta-Rússlandi Hljómsveitin Vanilla Ninja sem söng fyrir Sviss er frá Eistlandi. Höfundur lagsins er frá Þýskalandi. 12 stig frá Eistlandi. Hin tyrkneska Gülseren sem söng fyrir Tyrkland flutti til Frakklands aðseins 7 ára gömul og hefur búið það síðan. 12 stig frá Frakklandi.
Höfundur þýska lagsins samdi einnig lagið fyrir Sviss. Engin sýnileg áhrif
Höfundar litháenska lagsins eru sænskir. Engin sýnileg áhrif

Ég veit ekki hvort þetta sést vel en þetta er Hinrik Elvar ad hlusta à Ungverska lagid.
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

Nú jæja, Grikkir unnu þá bara eftir allt saman. Það var svosem ágætt, allavega betra en að Lettar myndu vinna en það stefndi í það á tímabili. Grikkir hafa heldur ekki unnið áður. Mér fannst líka gott að Malta skyldi vera í öðru sæti vegna þess að Chiara hafði ekki líkama eins og allar hinar glennurnar, hún var hvorki með glennudansara né trommur heldur með stórkostlega rödd! Gott hjá henni. Ég var samt frekar svekkt yfir að Ungverjar skyldu ekki ná lengra en það er víst bara svona. Ungverska hljómsveitin NOX er búin að gefa út disk sem ég þarf endilega að eignast.

Það var annars óvenju fjölmennt hér í gærkveldi. Gulla og Daníel komu auðvitað, með strákana með sér, Eyþóri til mikillar ánægju. Hann meira að segja sleppti því að horfa á Eurovision til þess að geta leikið við þá. Solla og Gústi komu líka og þeirra börn plús eitt aukabarn þannig að þá voru börnin í íbúðinni orðin 9 talsins! Og að auki kom hún Guðrún Lára með þeim Sollu og Gústa. Úr varð hin skemmtilegasta veisla með heimagerum pizzum, ostum, rauðvíni, hvítvíni, nammi, snakki og gosi!

laugardagur, maí 21, 2005

Það er búið að birta stigagjöfina fyrir undanúrslitin í Eurovision. Samkvæmt henni lenti Ísland í gamla góða 16. sæti. Ég fékk þessa stigatöflu reyndar bara senda í tölvupósti svo ég veit ekki hvort hún sé 100% örugg. Ég held það samt.

~~Áfram Ungverjaland~~

föstudagur, maí 20, 2005

Jæja, fyrsti hluti Eurovision búinn og ég bara mjög ánægð því mín uppáhaldslög komust áfram. Ég var búin að spá 10 lögum áfram og hafði rétt fyrir mér með 7 þeirra. Ég verð samt að segja að ég varð hissa yfir því að Ísland skyldi ekki komast áfram því ég var alveg viss um að það kæmist í úrslitakeppnina. En eins og ég sagði, mín uppáhaldslög komust áfram svo ég er ánægð. Nú vona ég bara að Ungverjaland vinni. Eða Rúmenía, eða Danmörk. Eða Albanía.
Það var annars geðveikt mikið að gera hjá mér á meðan keppninni stóð svo og rétt á eftir því fullt af fólki hefur svo mikla þörf fyrir að tjá sig um lögin í sms-um, sem gerir þetta allt saman svo miklu skemmtilegra. Betra væri ef allt þetta fólk væri bara hér inni í stofu en það er víst svolítið erfitt fyrir þá sem búa fyrir sunnan og í útlöndum. Ég hringdi svo til Óman en þar býr hann Gerard Eurovision aðdáandi og pennavinur og hann hringdi svo líka í mig eftir keppnina. Fullt að gera. Elín og Sigga voru hérna, við borðuðum sænska fiskisúpu à la Birgitta og í eftirrétt var frönsk súkkulaðikaka! Með þessu drukkum við íslenskt appelsín og franskt rauðvín.

miðvikudagur, maí 18, 2005

laugardagur, maí 14, 2005

Langar ekki einhvern til þess að skiptast á póstkortum við fólk úti í heimi?

Ég er í klúbbi sem heitir PiTiWee og það vantar svo fleira fólk frá öðrum löndum en USA í klúbbinn. Ég er t.d. sú eina frá Íslandi. Ég safna alls ekki póstkortum en það er bara svo gaman að fá send póstkort frá einhverjum úti í heimi.
Klúbburinn virkar þannig að eftir að hafa skráð sig færð þú senda tilkynningu um póstkortaskipti, sem eru einu sinni í mánuði. Þú svarar tilkynningunni með upplýsingum um hvort þú ætlir að taka þátt í næstu skiptum og hversu mörg póstkort þú vilt senda (1-10). Í byrjun mánaðarins færðu svo lista yfir það fólk sem þú átt að senda póstkort til. Einhverjir aðrir senda þér svo póstkort. Þannig gætir þú sent eitt póstkort til USA og annað til Líbanon en færð kort frá Tékklandi og Egyptalandi í staðinn. Það er engin skuldbinding önnur en að standa við að send þau kort sem maður samþykkti. Ef einhver stendur sig ekki er hann skráður úr klúbbnum.
En þetta er geðveikt gaman!
Hér er síða klúbbsins.
Við Sigga Hreins fórum til Elínar í gærkveldi í rauðvínssötur. Það var reyndar ekkert rauðvín heldur blush sem er líka gott. Síðan fórum við á Kaffi Amor en þar var próflokadjamm og því reiknuðum við með að hitta einhverja sem við þekktum. Það gerðum við en þó var enginn úr okkar bekk þarna. Þetta var þrælskemmtilegt en alveg passlegt að fara heim klukkan hálf 2.

Hef annars voða lítið að segja. Læt þetta því duga.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Jæja, þá er maður loksins í Séð og Heyrt! Það getur borgað sig að vera Eurovision aðdáandi. Það eru myndir af okkur öllum; mér, strákunum, mömmu-au-pair en ekki Palla því hann var uppi á Kárahnjúkum eins og venjulega.

En það er nú að breytast því hann kemur heim á morgun og fer að vinna hjá SBA!!!
Kannski verður hann oftar heima, þó að ég efist nú um að sjá hann meira allavega í sumar. S.s. hann gæti komið oftar heim en verið styttra í einu heima, kannski bara rétt yfir nótt. Það kemur í ljós.

En kaupið allavega Séð og Heyrt!

mánudagur, maí 09, 2005

Hér er Eurovision útvarp á netinu! Nú getur maður hlustað á Eurovision lög allan daginn án þess að þurfa að hugsa um að skipta um disk eða eitthvað!

laugardagur, maí 07, 2005

Alltaf er maður að gera eitthvað nýtt! Í dag fór ég á Ólafsfjörð í fyrsta skipti á ævinni! Hún Sigríður frænka mín Klingenberg verður veislustjóri þar í kvöld og bað mig um að keyra sig frá Akureyri. Ég greip tækifærið fegins hendi, bæði vegna þess að ég hef aldrei farið þangað og líka vegna þess að ég hef ekki hitt hana Siggu síðan um verslunarmannahelgina í fyrra. Gaman, gaman!
Það er samt verst að vera ein heima með strákana því Sigga bauð mér að vera þarna á skemmtuninni og gista með henni á hóteli í nótt sem hefði verið geðveikt gaman. Þó að það hefur sannast að strákarnir sofi af sér hávaða frá helvíti, vildi ég ekki taka sénsinn á að fara með þá þarna. Hehehehe.

föstudagur, maí 06, 2005

Það er nú aldeilis kominn tími til að blogga smá! Ég fór í próf í íslensku á miðvikudaginn og ákvað að skrifa bara nafnið mitt því ég hafði ekki haft neinn tíma til að lesa fyrir það. Þá er bara að fara í upptökupróf þann 31. maí. Gott mál.
Sama dag fórum við flest í bekknum út að borða á Greifann þar sem ég fékk mér saltfiskgratín! Guð, hvað það var gott!
Eftir matinn fór öll strollan hingað heim til mín þar sem var partý fram á nótt. Ég veit ekki með ykkur hin (nema Elínu og Siggu) en ég skemmti mér konunglega!!! Ástríður reddaði okkur Sing Star sem er geðveikt skemmtilegt! Mæli með því. Nú svo má auðvitað ekki gleyma hinum skemmtilega leik "frá hvaða landi er lagið" sem við Dúna sáum um og sló svo rækilega í gegn! Þarf endilega að redda nokkrum myndum frá þessu kvöldi til að setja hér inn.

Að öðru: Ég hef komið mér saman um að bjóða öllum þeim sem á því hafa áhuga að koma hingað og horfa á Eurovision þann 21. maí. Aldrei að vita nema Dúna komi líka og við sjáum um hinn geysivinsæla leik "frá hvaða landi er lagið". Endilega kommentið um þetta á kommentakerfinu.

Hafið það annars gott þar til næst.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Tölfræðiprófið er búið, gekk vel enda lúkkið með betra móti. hehehe

sunnudagur, maí 01, 2005

Hvernig stendur á því að sum börn, t.d. eins og Hinrik Elvar, vakna fyrr um helgar en á virkum dögum? Hann sefur oft til kl. 8 á virkum dögum en bæði í gær og í dag vaknaði hann fyrir kl. 7! Ég ætti þá eiginlega að nýta tækifærið og reyna að læra eitthvað fyrir annað hvort prófið sem ég fer í í næstu viku! Æi, ég nenni því eiginlega ekki, stefni bara að því að taka þetta með lúkkinu! Hehehehe... nei, nei... nennið hlýtur að koma aftur fljótlega!