|
Um mig
Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt,
vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu! |
|
Mah BlogRings
<$Blogrings$> |
|
Mah Calendar
<$Calendar$> |
|
Ég er nú búin að eyða þessum líka dásemdardegi innilokuð á bókasafni HA við vinnu á lokaritgerð! Til að bæta mér það upp ætla ég að kaupa kjöt á leiðinni heim og grilla í kvöld. Hmm... ég á rauðvín með matnum! Var bara alveg búin að gleyma því. Annars er allt fínt að frétta. Palli kemur heim á fimmtudaginn. Hann er annars farinn að semja spakmæli eins og fyrir tveimur árum síðan. Hvet ykkur til að kíkja á þessa snilld hans. Mér finnst þetta allavega mjög fyndið en ég er kannski of hlutdræg. Svo var Sigga hennar Lokaritgerðar-söngvakeppnis-Elínar að setja linka inn á ferðalagið þeirra á bloggið hennar en þær eru að fara til Asíu í sumar! Það verður örugglega mjög leiðinlegt. Svo er Ingunn mágkona að fara til USA ef einhver skyldi ekki vita af því! Híhíhí...
Jæja, ég er loksins búin að komast að þessu með Idolið. Ætlaði að fara að æsa mig yfir að stöð 2 skyldi bara sleppa að sýna úrslitin í kvöld út af heimkomu samlanda míns. En nei, nei. Það varð sko rugl í símakosningunni þarna úti, það voru vitlaus númer hjá Mikalah, Anwar og Jessicu þannig að þegar fólk ætlaði að kjósa einhver þeirra, fór stigið til Anthony, Carrie eða Scotts. Þannig að það átti að kjósa aftur og við fáum að sjá úrslitin annað kvöld, kl. 21:45. Og hananú.
Já, nýi, heimsfrægi Íslendingurinn, Bobby Fischer er nú ekki eins heimsfrægur og sumir vilja vera láta! Ég gerði sjálf smá gal-könnun og hringdi í Birgittu eina Sievert í Malmö í Svíþjóð. Sagði henni að von væri á nýja Íslendinginum honum Bobby Fischer til landsins og hún sagði bara 'ha? hver?'. Ég æsti mig auðvitað enda sármóðguð yfir að konan þekkti ekki Íslendingin heimsfræga. 'Veistu ekki hver Bobby Fischer er?' sagði ég steinhissa, 'Hann er fyrrum heimsmeistari í skák!' 'nei' sagði Birgitta. 'Hann vann Spasky árið 1970!!! Veistu ekki hver hann er? Og hann er ÍSLENDINGUR núna og er á leiðinni HEIM og það á að sýna það beint í sjónvarpinu!' En nei Birgitta vissi ekki hver Íslendingurinn Bobby Fischer er, ekki hver Spasky er en hún talar ágæta íslensku, enda kenndi ég henni á sínum tíma. Eitt af uppáhalds orðunum hennar er 'Nei, Guð andskotans!'. Mikið var annars gaman að heyra í henni! Og hún bað að heilsa öllum sem hún þekkir á Hvammstanga. Við ætlum að hitta hana þegar við förum út þann 23. apríl, hvort sem við förum yfir til Malmö eða hún til Kaupmannahafnar. Verð að fara að fylgjast með samlanda mínum koma heim. Þetta er nú meira bullið!
Kommentakerfið mitt datt út í dag! Óþolandi þegar það gerist. Svo ég fékk mér bara annað. Kannski kemur hitt inn aftur, ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós og þá verð ég bara með tvö kerfi. Mig vantar ennþá uppástungur fyrir eitt af bestu lögum síðasta árs eða þessa.
Heil og sæl enn og aftur! Já Eurovision undirbúningur er í fullum gangi. Segi ég eins og ég sé að fara þarna út! Reyndar finnst mér að ég ætti að fá að fara út þó ekki væri nema bara sem borgarratari. Ha? Allavega. Ég var búin að setja inn tengil á síðu þar sem hægt er að sækja lögin. Henni hefur nú verið breytt þannig að allir verða að hafa aðgangsorð. Og ég hef komist að því að það þýðir lítið að biðja um aðgang. Önnur síða er til sem er hoteyes.net, en síðast þegar ég ætlaði á hana þá kom bara "Bandwidth limit exceeded"! Svo ég veit ekki hvort hún virki ennþá. En eníveis. Nú er komið að World Song Festival og eitt af mínu hlutverkum sem dómara frá Íslandi er að tilnefna gott íslenskt lag til að taka þátt. Lagið verður að vera sungið á íslensku, verður að vera frá árinu 2004 eða 2005 og má ekki vera endurútgáfa. Og nú bið ég ykkur um að stinga upp á góðum lögum sem gætu komið til greina. Í fyrra var það lagið Ást sem Ragnheiður Gröndal söng og lenti hún í 13. sæti minnir mig. Koma svo... stingið upp á einhverju.
Marek Ingvi á afmæli á morgun en við héldum upp á það með heljarveislu í dag. Gestir komu víða að eða allt frá Mosfellsbæ, en Einar, Svava og dætur komu hingað í skíðaferðalag um helgina. Við bökuðum spidermanköku, piparkökur, marengstertu og fleira! Sem betur fer komu Jón Ingi og Ásta með myndavél en það var eina myndavélin í afmælinu. Myndir dagsins eru hér. Afmælisveislan gekk annars eins og í sögu og Marek var mjög ánægður með daginn. Fyrir utan þetta er það helst að frétta að það er búið að frumsýna lagið hennar Selmu sem fer í Eurovision. Þrusugott lag bara! Líbanon er búið að draga sig úr keppni. Leiðinlegt því þeir voru með svo flott lag. Viljiði vita ástæðuna? Jú, ég get sagt ykkur hana. Hún er sú að í Líbanon eru lög sem banna athygli á allt Ísraelskt. T.d. var listi yfir keppendur Eurovision á Líbönsku Eurovision síðunni og þar var Ísrael ekki á listanum. Þegar EBU bað Líbana um að laga þetta ákváðu þeir að taka frekar listann út af síðunni til að valda ekki vandræðum. Þegar EBU bað Líbana svo um að fullvissa sig um að þeir myndu sýna alla keppnina beint og án nokkurrar truflunnar gátu Líbanar ekki lofað því og ákváðu í kjölfarið að hætta við keppni. Allt útaf því að þeir geta ekki sýnt Ísraelska framlagið í keppninni! Fari þeir þá bara í fýlu! Annars er hægt að lesa um þetta allt á esctoday.com
Ég vann, ég vann!!! Ehhh... ég meina sko... Hildur Vala vann, hún vann!!! . Á einhver vínrekka, sem tekur átta flöskur, til að lána mér?
Spennan er gífurleg! Úrslitakvöldið í Idolinu í kvöld, 8 rauðvínsflöskur eru í pottinum og alveg ómögulegt að segja til um hver vinnur þær allar! Nei, nei, það er bara lýgi því auðvitað hlýt ég að vinna þær! Skárra væri það nú! Ég sem er í rauðvínssöturklúbbi og alles! Mamma hefur ekkert að gera með þær. Svo er hún líka kannski með vínofnæmi! ÁFRAM HILDUR VALA!!!
Ég var að taka próf sem hún Gulla hafði tekið. Get alls ekki verið minni manneskja. Þetta próf sagði til um hvernig skór maður er!! Hvur semur öll þessi próf! Og hvaðan koma hugmyndirnar fyrir þeim? Ég er annars bara nokkuð sátt við niðurstöðuna:  | You scored as Quirky Shoes. You are Quirky Shoes! Combining style and an unflappable orginality, who cares if you'll never find a handbag to match? You're Fab-U-lous, dahling!
Quirky Shoes | | 67% | Flip-Flops | | 53% | Sensible Flats | | 43% | Sexy Heels | | 40% | Classic Pumps | | 36% |
What Kind of Shoes Are You? created with QuizFarm.com |
Svolítið ég, ekki satt? Nema kannski svolítið háir hælar.
Eins og alþjóð veit er Eurovision á næsta leyti... í maí sko. 20. maí... svona ef einhverjir útlendingar eru að lesa þetta því auðvitað eru allir Íslendingar með dagsetninguna á hreinu! Er það ekki? Ha? Inni á þessarri síðu er svo hægt að hlusta á lögin, þessi sem eru orðin opinber. Mér líst ansk... vel á breska lagið og það danska. Já, þau tvö eru best enn sem komið er. Nú fyrir alvöru Eurovision aðdáendur eru hér nokkrar upplýsingar:
- Chiara keppir fyrir Möltu í annað sinn, en hún tók fyrst þátt árið 1998 og lenti þá í 3. sæti.
- Constantinos keppir fyrir Kýpur og er hann að taka þátt í þriðja sinn... seigur... síðast tók hann þátt árið 2002 þegar hann söng lagið Gimme með einhverri hljómsveit.
- Fyrir árið 2002 höfðu Bretar ekki send frá sér söngvara með nafni sem byrjaði á stafnum 'J'. Og hvað með það? Jú, síðan þá hefur Bretland bara sent söngvara sem hafa upphafstafinn 'J': Jessica, Jemini, James and Javine!
Og þar hafiði það!
Nújá! Árshátíð háskólans var í gær. Kvöldið byrjaði ljómandi vel með partýi hjá Önnu Rósu. Að vísu vorum við Elín laaaaaaannnnngggg fyrstar, en fengum bara betri sæti fyrir vikið. Þar drakk ég næstum heila flösku af rauðvíni! Maturinn á árshátíðinni var GEÐVEIKT góður. Skemmtiatriðin voru bara la-la. Mér fannst Óskar Pétursson eiginlega bara skemmtilegastur. Nú, eftir mat voru sumir orðnir svo peðfullir að það snögg rann af mér. Sérstaklega eftir að ég horfði á stelpu sem var í síðkjól og hafði verið voðalega flott en var dauð þarna eftir matinn! Það þurfti 2-3 til að halda henni uppréttri. Ekki mjög kvennlegt. Eftir miðnætti spilaði HA-bandið og drap alla sem eftir voru uppistandi úr leiðindum. Eftir að ein ónefnd bekkjasystir hafði kallað mig frekju og helvítis fíbbl, fékk ég nóg af þessari vitleysu og fór heim. Var þá alveg komin með grænar fyrir HA-bandinu sem var búið að spila í heilan klukkutíma og ekkert útlit fyrir að Skítamórall væri að fara að koma upp á svið. Sumsé ágætiskvöld framan af. Maturinn vel þess virði að fara en gott að ég fór heim kl. 1. Annars var opnaður veðbanki fyrir tveimur vikum síðan útaf Idolinu. Nú er orðið ljóst að við mamma munum berjast um vinninginn! Ég vil biðja alla þá sem tóku þátt í veðbankanum að koma með sinn hlut fyrir næstu helgi, heim til mín. Leiðinlegt að þið eruð búin að tapa! Hehehehheheehe!
Ég er að fara í KLIPPINGU!!!  Maður verður líklega að reyna að líta sómasamlega út á árshátíð HA sem verður á laugardaginn!
|