Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




sunnudagur, febrúar 27, 2005

Í gær fann ég síðu einhvers ljósmyndara sem hefur greinilega flakkað út um allan heim. Alveg FRÁBÆRAR myndir. Ég fann síðuna því ég er nýbúin að lesa bókina Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur og mæli eindregið með henni. Ég fór s.s. á google og var að leita að myndum frá Sanaa sem er höfuðborg Jemen. Geðveikt flott borg!
Ég er að hugsa um að verða eins og Jóhanna þegar ég verð komin á hennar aldur. Nema að ég ætla ekki að vera með svona stór gleraugu og ekki heldur að reykja. En ég ætla að ferðast!

laugardagur, febrúar 26, 2005


Skemmtilegt frost à loftnetsstönginni à Galantinum.
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ég sá mjög merkilegt orð áðan þar sem ég var á göngu niðri í miðbæ. Þetta orð var á skilti fyrir utan verslunina Centro - tók reyndar ekki eftir því hvort það tilheyrði versluninni eða ekki - og þar stóð stórum stöfum: ÚTSÖLUHRUN. Ekki VERÐ-hrun eða ÚTSÖLU-lok. Nei, nei, skellum þessum tveimur orðum bara saman til að nýta plássið betur: Útsöluhrun!
Skemmtilegt það.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Já, jæja... reyndar ekki liðnir 10 dagar en það er allt í lagi. Við Elín komum heim í gærkveldi en ekki í dag eins og planið var. Ástæðan var auðvitað veðurspáin. Það var svo gaman að komast suður og vera BARNLAUS! Ég fór fyrst í Sandgerði og gisti hjá Guðrúnu og Gústa, geðveikt gaman að hitta þau, eins og alltaf. Svo hitti ég líka Guðfinnu á mánudaginn, líka geðveikt gaman! Nú og svo fórum við Guðfinna til spákonu! Hún spáði okkur einu barni til viðbótar! Veit ekki alveg á hvaða lyfjum hún var, en svona er þetta. Nú, og svo var bara gaman.
Jæja, verð að snúa mér að verkefni í íslensku sem ég er eða ætti að vera að vinna við!

laugardagur, febrúar 12, 2005

Vá! 10 dagar síðan ég bloggaði síðast! Við Elín Sveins ætlum að skreppa til Reykjavíkur annaðkvöld og koma heim aftur á miðvikudagsmorgun. Gaman, gaman! Ég fer svo til Guðfinnu á mánudagskvöld og saman ætlum við til SPÁKONU! Skemmtilegra, skemmtilegra! Palli kemur svo á fimmtudaginn! Skemmtilegast, skemmtilegast! Og sennilega förum við vestur næstu helgi í afmælisveislu og spilirerísæfingar.

Það er allt orðið fullt í söngvarakeppnina, svo það þýðir ekkert að skrá sig lengur. Nema auðvitað ef einhver myndi hætta við - sem ég vona ekki - fyrir 15. febrúar. En það verður ekkert.

Jæja, læt þessa skýrslu duga þar til eftir 10 daga!

föstudagur, febrúar 04, 2005

Hann Palli er svo yndislegur! Hann gaf mér gjöf á mánudaginn, bara sisvona! Og það var handfrjáls búnaður fyrir símann (sem hann gaf mér í sumar). Búnaðurinn er sko líka þráðlaus, þ.e. svona blútúúð dæmi. Mjög skemmtilegt! O, ég elska svona tæki. Og Palla náttúrlega líka! Þó hann myndi aldrei gefa mér svona síma græjur.

Rauðvínssöturkvöld í kvöld, og svo náttúrlega ædolið. Hver haldiði að vinni þetta? Minnir mig á það að í eina skiptið sem ég hef unnið rauðvínsflösku í veðmáli var útaf ædolinu í fyrra og ég á eftir að fá flöskuna! Ha?