Í gær fann ég síðu einhvers ljósmyndara sem hefur greinilega flakkað út um allan heim. Alveg FRÁBÆRAR myndir. Ég fann síðuna því ég er nýbúin að lesa bókina Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur og mæli eindregið með henni. Ég fór s.s. á google og var að leita að myndum frá Sanaa sem er höfuðborg Jemen. Geðveikt flott borg!
Ég er að hugsa um að verða eins og Jóhanna þegar ég verð komin á hennar aldur. Nema að ég ætla ekki að vera með svona stór gleraugu og ekki heldur að reykja. En ég ætla að ferðast!
Ég er að hugsa um að verða eins og Jóhanna þegar ég verð komin á hennar aldur. Nema að ég ætla ekki að vera með svona stór gleraugu og ekki heldur að reykja. En ég ætla að ferðast!