Það er alveg greinilegt að sumarið er að koma hér á Akureyri. Sólin skein í dag, snjórinn er farinn af götunum og grenitrén eru græn! Já, það er ekki spurning!
sunnudagur, janúar 30, 2005
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Enn er rúmlega hálfur mánuður eftir af skráningartíma fyrir Söngvarakeppni Húnaþings vestra og aðeins eru komin 11 lög sem þýðir að enn er hægt að skrá 9 lög! Svona, koma svo... skráið ykkur! Sendið mér tölvupóst. Mundi, Silli, Eiríkur og Már, Brynja og Olga og fleiri.... ætliði ekkert að syngja???
Enga feimni hér... skráið ykkur sem fyrst!
Enga feimni hér... skráið ykkur sem fyrst!
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Enn hef ég ekkert nennt að blogga, ekki frekar en ég hef nennt að taka til, vaska upp, æfa á fiðluna eða nokkuð annað en að vinna í verkefnum!
Fékk þetta sent um daginn og fannst það sætt:
RITGERÐ 8. ára drengs:
Amma er kona sem á engin börn sjálf, svo henni þykir vænt um litla drengi og stúlkur sem aðrir eiga.
Afi er karlkyns amma. Hann fer í gönguferðir með litla drengi og þeir tala um traktora og veiðiferðir.
Ömmur hafa ekkert að gera annað en að vera til. Þær eru gamlar og þær ættu ekki að leika sér eða hlaupa hratt. Þær segja aldrei "flýttu þér".
Þær eru oftast feitar en ekki of feitar til að hnýta skóreimar hjá krökkum.
Þær eru með gleraugu og klæðast skrítnum nærfötum og þær geta tekið úr sér tennurnar og gómana.
Ömmur þurfa ekki að vera neitt gáfaðar, bara svara spurningum um hvers vegna hundar eiga ekki ketti og af hverju Guð sé ekki giftur.
Þær tala ekki smábarnamál við mann eins og gestir gera. Þegar þær lesa þá hlaupa þær ekki yfir og þeim er alveg sama þó þær lesi sömu söguna aftur og aftur.
Allir ættu að eiga ömmu, sérstaklega ef maður á ekki sjónvarp því þær eru þær einu sem hafa tíma.
Fékk þetta sent um daginn og fannst það sætt:
RITGERÐ 8. ára drengs:
Amma er kona sem á engin börn sjálf, svo henni þykir vænt um litla drengi og stúlkur sem aðrir eiga.
Afi er karlkyns amma. Hann fer í gönguferðir með litla drengi og þeir tala um traktora og veiðiferðir.
Ömmur hafa ekkert að gera annað en að vera til. Þær eru gamlar og þær ættu ekki að leika sér eða hlaupa hratt. Þær segja aldrei "flýttu þér".
Þær eru oftast feitar en ekki of feitar til að hnýta skóreimar hjá krökkum.
Þær eru með gleraugu og klæðast skrítnum nærfötum og þær geta tekið úr sér tennurnar og gómana.
Ömmur þurfa ekki að vera neitt gáfaðar, bara svara spurningum um hvers vegna hundar eiga ekki ketti og af hverju Guð sé ekki giftur.
Þær tala ekki smábarnamál við mann eins og gestir gera. Þegar þær lesa þá hlaupa þær ekki yfir og þeim er alveg sama þó þær lesi sömu söguna aftur og aftur.
Allir ættu að eiga ömmu, sérstaklega ef maður á ekki sjónvarp því þær eru þær einu sem hafa tíma.
sunnudagur, janúar 16, 2005
Æi, ég hef varla nennt að blogga undanfarið!!
Guðfinna er búin að vera hér í heimsókn um helgina og við erum búnar að gera alveg heilan helling; fara í bíó, á Kaffi Amor, á skauta með strákana og í Vín að borða rááánndýran ís! Sjitt hvað það er dýrt þarna.
Annars var hún Ingunn mágkona að sigra í alþjóðlegri Líkami fyrir Lífið keppni og verður viðtal við hana í helgarsportinu í kvöld. Húrra fyrir Ingunni!
Það er frekar mikið að gera í skólanum. Við erum byrjaðar á fullu í lokaritgerðinni og svo þarf ég að skila tveimur verkefnum í þessari viku! Og flytja fyrirlestur í heimspeki menntunar, með Asiu á föstudaginn! Jájá... best að leggja sig bara.
Guðfinna er búin að vera hér í heimsókn um helgina og við erum búnar að gera alveg heilan helling; fara í bíó, á Kaffi Amor, á skauta með strákana og í Vín að borða rááánndýran ís! Sjitt hvað það er dýrt þarna.
Annars var hún Ingunn mágkona að sigra í alþjóðlegri Líkami fyrir Lífið keppni og verður viðtal við hana í helgarsportinu í kvöld. Húrra fyrir Ingunni!
Það er frekar mikið að gera í skólanum. Við erum byrjaðar á fullu í lokaritgerðinni og svo þarf ég að skila tveimur verkefnum í þessari viku! Og flytja fyrirlestur í heimspeki menntunar, með Asiu á föstudaginn! Jájá... best að leggja sig bara.
laugardagur, janúar 08, 2005
Jæja, þá eru jólin búin í þetta sinn og koma ekki aftur fyrr en eftir 350 daga.
Hún móðir mín fullkomin og góð átti afmæli í gær, hún varð 55 ára. David Bowie á afmæli í dag.
Ég fékk kort og myndir af fósturdóttur minni (Palli sver hana af sér) henni Moniku sem býr í Króatíu, í gær. Hún er víst orðin 18 ára, ég varð að fletta því upp. Hvurslags móðir er ég eiginlega. Ég reyndar mundi ekki um daginn hvað Eyþór er gamall, ég sagði einhverjum að hann væri 9 ára en hann er bara 8. Svona getur maður orðið ruglaður. Eins gott að ég á ekki fleiri börn!
Solla, Gústi og öll börnin komu hingað í heimsókn í gær og það endaði með því að við borðuðum öll saman. Það var gaman!
Svo fór ég í verslunarleiðangur í gær. Keypti heilan helling af fötum. Keypti reyndar á alla nema Eyþór því ég þarf að láta hann máta fötin. Við verðum því að fara saman í leiðangur fljótlega.
Palli stakk upp á því að við færum bara tvö út á mánudagskvöldið. Góð hugmynd það! Ætli við förum ekki út að borða og svo í bíó á eftir.
Hef ekkert skrifað Gerard í Oman í háa herrans tíð. Jah, ekki síðan fyrir jól. Og hjá okkur Gerard er það há herrans tíð. Mér datt hann í hug í morgun þegar ég var að lesa bókina hennar Jóhönnu Kristjóns, Arabíukonur. Góð bók. Hefur annars einhver lesið Belladonnu skjalið? Er hún góð?
Hún móðir mín fullkomin og góð átti afmæli í gær, hún varð 55 ára. David Bowie á afmæli í dag.
Ég fékk kort og myndir af fósturdóttur minni (Palli sver hana af sér) henni Moniku sem býr í Króatíu, í gær. Hún er víst orðin 18 ára, ég varð að fletta því upp. Hvurslags móðir er ég eiginlega. Ég reyndar mundi ekki um daginn hvað Eyþór er gamall, ég sagði einhverjum að hann væri 9 ára en hann er bara 8. Svona getur maður orðið ruglaður. Eins gott að ég á ekki fleiri börn!
Solla, Gústi og öll börnin komu hingað í heimsókn í gær og það endaði með því að við borðuðum öll saman. Það var gaman!
Svo fór ég í verslunarleiðangur í gær. Keypti heilan helling af fötum. Keypti reyndar á alla nema Eyþór því ég þarf að láta hann máta fötin. Við verðum því að fara saman í leiðangur fljótlega.
Palli stakk upp á því að við færum bara tvö út á mánudagskvöldið. Góð hugmynd það! Ætli við förum ekki út að borða og svo í bíó á eftir.
Hef ekkert skrifað Gerard í Oman í háa herrans tíð. Jah, ekki síðan fyrir jól. Og hjá okkur Gerard er það há herrans tíð. Mér datt hann í hug í morgun þegar ég var að lesa bókina hennar Jóhönnu Kristjóns, Arabíukonur. Góð bók. Hefur annars einhver lesið Belladonnu skjalið? Er hún góð?
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Við Marek vorum að kúra upp í rúmi nú rétt áðan og ég spurði hann hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Án þess að hugsa sig um sagði hann ákveðinn: 6 ára! Eða 8 ára, já eða 12 ára. Já ég ætla að verða það, 12 ára!
Ég sagði ég er ekki að meina svoleiðs, ég er að meina hvað ætlar þú að vinna við þegar þú verður stór.
-Ekki neitt, sagði hann.
-Já en þá færðu enga peninga. Maður verður að vinna ef maður ætlar að fá peninga.
-Nú? Okey. Þá ætla ég að vinna.
-Og hvar ætlarðu að vinna?
-Á Kára.... fjalli.
-Kárahnjúkum eins og pabbi?
-Já. svo hugsaði hann sig smá um og sagði En ég kann ekki að keyra þangað, pabbi verður að kenna mér það.
Stuttu áður hafði hann beðið mig um að bleyta á sér hárið því það væri búið að standa upp í loftið í tvo daga og hann vildi að þessi broddgöltur myndi hverfa.
Ég bleytti það og klessti niður en ekki vildu öll hár láta undan og stóðu upp í loft. Marek varð hæstánægður og sagði, Yes, nú er kominn refur með skottið upp í loft. Ég hélt áfram að reyna að klessa hárunum niður en þau ýfðust aftur. Hann kallaði; Nei, ekki broddgöltinn, ég vil refinn aftur!!!
Ég sagði ég er ekki að meina svoleiðs, ég er að meina hvað ætlar þú að vinna við þegar þú verður stór.
-Ekki neitt, sagði hann.
-Já en þá færðu enga peninga. Maður verður að vinna ef maður ætlar að fá peninga.
-Nú? Okey. Þá ætla ég að vinna.
-Og hvar ætlarðu að vinna?
-Á Kára.... fjalli.
-Kárahnjúkum eins og pabbi?
-Já. svo hugsaði hann sig smá um og sagði En ég kann ekki að keyra þangað, pabbi verður að kenna mér það.
Stuttu áður hafði hann beðið mig um að bleyta á sér hárið því það væri búið að standa upp í loftið í tvo daga og hann vildi að þessi broddgöltur myndi hverfa.
Ég bleytti það og klessti niður en ekki vildu öll hár láta undan og stóðu upp í loft. Marek varð hæstánægður og sagði, Yes, nú er kominn refur með skottið upp í loft. Ég hélt áfram að reyna að klessa hárunum niður en þau ýfðust aftur. Hann kallaði; Nei, ekki broddgöltinn, ég vil refinn aftur!!!
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Já, góðan dag!
Við Sæa erum byrjaðar að skipuleggja söngvarakeppnina á fullu. Hún verður 9. apríl og það verður frjálst lagaval. Það má fara að skrá sig en síðasti skráningardagur er 15. febrúar.
Við Palli erum búin að panta okkur miða til Danmerkur í skreppiferð og við fljúgum út kl. 7:30 að morgni hins 10. Það þýðir að við þurfum að rjúka út úr félagsheimilinu upp úr kl. 3 eftir söngvarakeppnina og bruna suður! Ekkert stress, nei nei!
Þriðjudaginn 11. janúar, kl. 20, verður fyrsti þáttur af Amazing Race en sýndir verða tveir þættir það kvöld. Í þessum fyrsta áfanga fara pörin TIL ÍSLANDS! Af því tilefni verðum við Paul með opið hús og eru allir velkomnir að koma og horfa á þættina.
Gulla og Daníel, þið eruð velkomin hvenær sem er til að spila! Það er verra fyrir mig að komast til ykkar þessa dagana því au-peran mín er ekki komin.
bless í bili!
Við Sæa erum byrjaðar að skipuleggja söngvarakeppnina á fullu. Hún verður 9. apríl og það verður frjálst lagaval. Það má fara að skrá sig en síðasti skráningardagur er 15. febrúar.
Við Palli erum búin að panta okkur miða til Danmerkur í skreppiferð og við fljúgum út kl. 7:30 að morgni hins 10. Það þýðir að við þurfum að rjúka út úr félagsheimilinu upp úr kl. 3 eftir söngvarakeppnina og bruna suður! Ekkert stress, nei nei!
Þriðjudaginn 11. janúar, kl. 20, verður fyrsti þáttur af Amazing Race en sýndir verða tveir þættir það kvöld. Í þessum fyrsta áfanga fara pörin TIL ÍSLANDS! Af því tilefni verðum við Paul með opið hús og eru allir velkomnir að koma og horfa á þættina.
Gulla og Daníel, þið eruð velkomin hvenær sem er til að spila! Það er verra fyrir mig að komast til ykkar þessa dagana því au-peran mín er ekki komin.
bless í bili!
laugardagur, janúar 01, 2005
Gleðilegt nýtt ár!
Mikið óskaplega leiðast mér áramót! Áramótaskaupið var nú reyndar nokkuð gott en yfirleitt finnst mér þau það ekki. Ég horfi samt allaf á þau. En svo er alltaf svo ömurlegt í sjónvarpinu. Þessi áramót var nánast allt sjónvarpsefnið, eftir áramótaskaup, endursýnt (bæði á rúv og stöð 2).
Sem betur fer er ég komin með spilið CATAN í tölvuna. Það er geðveikt skemmtilegt spil sem meira að segja Marek spilar og fílar. Hann skilur nú ekki alveg út á hvað það gengur en spilar það samt grimmt!
Svo fékk ég bók í jólagjöf í gær (ég fékk sko pening til að kaupa mér bók). Það var bókin Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Ég byrjaði aðeins á henni í gær og mér líst mjög vel á hana.
Ég er farin að hlakka til að byrja í skólanum aftur!
Mikið óskaplega leiðast mér áramót! Áramótaskaupið var nú reyndar nokkuð gott en yfirleitt finnst mér þau það ekki. Ég horfi samt allaf á þau. En svo er alltaf svo ömurlegt í sjónvarpinu. Þessi áramót var nánast allt sjónvarpsefnið, eftir áramótaskaup, endursýnt (bæði á rúv og stöð 2).
Sem betur fer er ég komin með spilið CATAN í tölvuna. Það er geðveikt skemmtilegt spil sem meira að segja Marek spilar og fílar. Hann skilur nú ekki alveg út á hvað það gengur en spilar það samt grimmt!
Svo fékk ég bók í jólagjöf í gær (ég fékk sko pening til að kaupa mér bók). Það var bókin Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Ég byrjaði aðeins á henni í gær og mér líst mjög vel á hana.
Ég er farin að hlakka til að byrja í skólanum aftur!