mánudagur, júní 27, 2005
Eyþór Logi er kominn með blogg! Og netfang og MSN og allt! Hann vildi líka vera með myndagátu eins og við Palli og fyrsta myndin er komin inn.
sunnudagur, júní 26, 2005
Myndablogg

Hér er ný myndagàta: hvad er þetta? Ég er sko ekki bùin ad àkved verdlaunin og þid megid alveg koma med uppàstungur
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia
föstudagur, júní 24, 2005
Það er búið að vera brjálað að gera! Við Gulla erum loksins farnar að "ferðast um landið" og skoða okkur um. Í gær fórum við í Safnasafnið, aðalega til þess að skoða/lesa bækur. Því miður höfðum við ekki nema um 2 tíma til þess að skoða allt þarna og minnst af þeim tíma fór í að skoða bækur þannig að við neyðumst til þess að fara þangað aftur í næstu viku. Hér eru myndir.
Í dag fórum við sko á Grenivík og er það í fyrsta skipið sem ég fer þangað. Mjög áhugavert og gaman að leika sér á nýju myndavélina mína sem er auðvitað geðveikt flott og góð enda var góður maður sem valdi hana!
Ég er svo búin að setja inn myndirnar frá gæsa og steggja partýinu um síðustu helgi og frá útskrift Háskólans á Akureyri þann 11. júní. Kannski koma fleiri myndir inn fljótlega.
En nú þarf ég endilega að fara að finna eitthvað til þess að taka mynd af fyrir myndagátuna geysivinsælu!
Í dag fórum við sko á Grenivík og er það í fyrsta skipið sem ég fer þangað. Mjög áhugavert og gaman að leika sér á nýju myndavélina mína sem er auðvitað geðveikt flott og góð enda var góður maður sem valdi hana!
Ég er svo búin að setja inn myndirnar frá gæsa og steggja partýinu um síðustu helgi og frá útskrift Háskólans á Akureyri þann 11. júní. Kannski koma fleiri myndir inn fljótlega.
En nú þarf ég endilega að fara að finna eitthvað til þess að taka mynd af fyrir myndagátuna geysivinsælu!
þriðjudagur, júní 21, 2005
Myndablogg

Òla Maja vann sèr inn 30 cm langan rennilàs med þvì ad svara sìdustu myndagàtu rètt. Vinningurinn vid næstu gàtu er ekki af verri endanum; ristud braudsneid med banönum. Hvad er à myndinni?
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia
mánudagur, júní 20, 2005
Myndablogg

Hùn Gudný svaradi sìdustu spurningu rètt og vann þar med vikuferd til Kabùl. Hèr kemur þvì næsta mynd og sem fyrr er spurt: hvad er þetta?
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia
sunnudagur, júní 19, 2005
Ég var á Suðurnesjum um helgina! Við hittumst í Prjónó og Dónó til þess að gæsa og steggja Ester og Skúla. Það var mjög skemmtilegt nema hvað það vantaði marga. Við vorum bara 7 en hefðum átt að vera 14 ef allir hefðu komið. 50% mæting! Ég var auðvitað svo æst í að gera eitthvað skemmtilegt að ég mætti á föstudagskvöldið enda var plaið að byrja laugardaginn snemma. Ekki gekk það nú eftir heldur var ekki byrjað fyrr en kl. 16 en þá voru Solla og Gústi komin. Þá var brunað í golf en við sem búum hér norðan heiða höfðum aldrei farið í golf fyrr. Eftir tvo tíma þar, gleyptum við í okkur grilluðum pylsum og fórum svo í Gokart í Reykjanesbæ. Ekkert smá sem það var skemmtilegt! Ég var svo ánægð með mig í fyrsta hring að geta tekið frammúr Ester og var á góðri leið með að ná Sollu líka þegar Guðrún brunaði frammúr mér og við það breyttist ég í villidýr!!! Ekkert smá sem maður æsist við þetta! Hafi verið míkrafónn í hjálminum hjá mér hefði heyrst: "helv..., djö... hvar í andsk... er hún! Djö... hvað hún keyrir hratt! Ég SKAL ná henni!!!
En það tókst ekki!
Eftir gokartið var farið heim og grillað heill helvítis hellingur af kjöti. Geðveikt gott. Eftir það voru tilvonandi brúðhjón látin fara í Eyetoy og svo var farið í Singstar! Alltaf jafn skemmtilegt. Ekki voru allir jafnfullir, því sumir voru fyllri en aðrir og þurftu jafnvel sumir að selja upp, þegar vel var liðið á morgun.
Myndir frá skemmtuninni verða settar inn síðar... þegar ég nenni... allt draslið mitt og þ.á.m. myndavélin er enn úti í bíl.
En það tókst ekki!
Eftir gokartið var farið heim og grillað heill helvítis hellingur af kjöti. Geðveikt gott. Eftir það voru tilvonandi brúðhjón látin fara í Eyetoy og svo var farið í Singstar! Alltaf jafn skemmtilegt. Ekki voru allir jafnfullir, því sumir voru fyllri en aðrir og þurftu jafnvel sumir að selja upp, þegar vel var liðið á morgun.
Myndir frá skemmtuninni verða settar inn síðar... þegar ég nenni... allt draslið mitt og þ.á.m. myndavélin er enn úti í bíl.
miðvikudagur, júní 15, 2005
þriðjudagur, júní 14, 2005
Bloggerinn er búinn að vera með eitthvað vesen upp á síðkastið!
En jæja, útskriftin er búin og fór alveg ljómandi vel fram, nema að það voru auðvitað einhverjar skutlur sem gátu alls ekki þagað á meðan á athöfninni stóð. Þær sátu fyrir aftan mig og blöðruðu næstum því stöðugt og flissuðu. Flissuðu meira að segja þegar Kaldo Kiis var að spila. Allt í lagi að finnast það fyndið en algerlega óviðeigandi og mjög barnalegt að flissa yfir því þannig að allir heyrðu!
En þetta var allt saman mjög ágætt. Nú er maður loksins kominn með tilfinningu fyrir því að skólinn sé búinn og þá er bara að fara að finna sér eitthvað annað til að læra svo ég verði nú eitthvað þegar ég verð stór!
Ég hélt kaffiveislu hér heima eftir hátíðina og mætti hér heill her af ættingjum og vinum. Hefði ekki getað verið fleiri því stofan bauð ekki upp á það!
Úr varð hinn besti dagur en ég var orðin dauðuppgefin um kvöldið. Þess má geta, eftir undanfarin skrif, að Palli gaf mér stafræna myndavél í útskriftargjöf! :)
Ég byrja svo að vinna 1. ágúst á Kiðagili. Úff... mér finnst sumarið vera að renna mér úr greipum!
En jæja, útskriftin er búin og fór alveg ljómandi vel fram, nema að það voru auðvitað einhverjar skutlur sem gátu alls ekki þagað á meðan á athöfninni stóð. Þær sátu fyrir aftan mig og blöðruðu næstum því stöðugt og flissuðu. Flissuðu meira að segja þegar Kaldo Kiis var að spila. Allt í lagi að finnast það fyndið en algerlega óviðeigandi og mjög barnalegt að flissa yfir því þannig að allir heyrðu!
En þetta var allt saman mjög ágætt. Nú er maður loksins kominn með tilfinningu fyrir því að skólinn sé búinn og þá er bara að fara að finna sér eitthvað annað til að læra svo ég verði nú eitthvað þegar ég verð stór!
Ég hélt kaffiveislu hér heima eftir hátíðina og mætti hér heill her af ættingjum og vinum. Hefði ekki getað verið fleiri því stofan bauð ekki upp á það!
Úr varð hinn besti dagur en ég var orðin dauðuppgefin um kvöldið. Þess má geta, eftir undanfarin skrif, að Palli gaf mér stafræna myndavél í útskriftargjöf! :)
Ég byrja svo að vinna 1. ágúst á Kiðagili. Úff... mér finnst sumarið vera að renna mér úr greipum!
sunnudagur, júní 12, 2005
föstudagur, júní 10, 2005
Myndablogg

Palli er med skemmtilegan myndaleik à blogginu sìnu og mig langar til ad apa eftir honum. En af þvì ad èg get ekki ferdast um eins og hann verda bara myndir af þvì sem hægt er ad finna inna veggja heimilisins ì mìnum myndaleik.
Þvì er spurt: af hverju er myndin?
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia
fimmtudagur, júní 09, 2005
Jahérnahér! Það er bara komin vika síðan ég bloggaði síðast! Já, svona líður tíminn hratt þegar maður er í sumarfríi. Útskrifin er á næsta leiti og ég hef bara legið í leti í kvöld að horfa á sjónvarpið í staðinn fyrir að vera að baka eða gera allavega eitthvað annað uppbyggilegt!
Ég sá þáttinn Sjáumst með Silvíu Nótt í kvöld. Reyndar sá ég bara smá af honum en hann er hrikalega fyndinn. Hún er hrikalega fyndin. Er eiginlega ekkert hægt að lýsa því neitt frekar.
Svo er lokaþáttur af The Bachelor í næstu viku. Gott, gott.
Heyrðu, svo er ég orðin alveg húkkt á þáttunum LOST sem eru á Rúv á mánudögum, þvílík snilld sem þeir eru! Ég var svo afskaplega heppin að Þórunn systir bað mig um að ná í þættina á netinu og láta hana fá. Það gengur hægt að ná í þá, hægt en örugglega og er ég nú að bíða eftir að þáttur 13 halist niður svo ég geti horft á hann hið snarasta.
Skemmtilegt það!
Ég sá þáttinn Sjáumst með Silvíu Nótt í kvöld. Reyndar sá ég bara smá af honum en hann er hrikalega fyndinn. Hún er hrikalega fyndin. Er eiginlega ekkert hægt að lýsa því neitt frekar.
Svo er lokaþáttur af The Bachelor í næstu viku. Gott, gott.
Heyrðu, svo er ég orðin alveg húkkt á þáttunum LOST sem eru á Rúv á mánudögum, þvílík snilld sem þeir eru! Ég var svo afskaplega heppin að Þórunn systir bað mig um að ná í þættina á netinu og láta hana fá. Það gengur hægt að ná í þá, hægt en örugglega og er ég nú að bíða eftir að þáttur 13 halist niður svo ég geti horft á hann hið snarasta.
Skemmtilegt það!
fimmtudagur, júní 02, 2005
Ég fann digital myndavélina okkar!! Hún er sem sagt búin að vera týnd síðan hún sást síðast! Yfirleitt eru það karlmennirnir sem týna hlutum hér á heimilinu en í þetta skiptið var þetta algerlega mér að kenna. Ég hafði sett hana í plastpoka, sennilega var hún úti í bíl, þó man ég það ekki en pokinn var svo bara settur á góðan stað þegar inn kom og þar með týndist myndavélin! Alveg hreint merkilegt, ekki satt? Og við vorum farin að hugsa um að kaupa nýja vél. Palli var nú ekkert sérstaklega ánægður yfir því að ég skyldi finna vélina því hann hefði alveg viljað kaupa nýja. Já, og ég reyndar líka. Kominn tími til að uppfæra, skiljið þið!




