fimmtudagur, desember 30, 2004
föstudagur, desember 24, 2004
mánudagur, desember 20, 2004
Palli kemur heim í kvöld!! Við vissum það ekki fyrr en í gær, þ.e.a.s. fyrir víst. Ég var orðin drulluhrædd um að hann kæmi ekki fyrr en á Þorláksmessu, það stefndi allt í það, en nei, hann kemur í kvöld og verður heima alveg fram yfir áramót!
Við Solla fórum í verslunarleiðangur í gær og versluðum næstum því allar jólagjafirnar. Gústi var með öll börnin á meðan og það var æðislegt að geta verslað án þess að vera með vælandi börn með sér!
Svo fór ég í partýið á laugardagskvöldið. Það var bara fínt. Ég drakk alveg heila rauðvínsflösku! Alein! Ég fór reyndar ekkert út á eftir partýinu, það ætluðu einhverjar stelpur að fara en ég var löngu búin að ákveða að fara ekki.
Hinrik greyið er svo útsteyptur af hlaupabólu að ég hef varla séð annað eins. Marek fékk ekki líkt því eins margar bólur né svona stórar.
Heyðru... ég man það núna að mig dreymdi lax í nótt! Hvað ætli það þýði?
Við Solla fórum í verslunarleiðangur í gær og versluðum næstum því allar jólagjafirnar. Gústi var með öll börnin á meðan og það var æðislegt að geta verslað án þess að vera með vælandi börn með sér!
Svo fór ég í partýið á laugardagskvöldið. Það var bara fínt. Ég drakk alveg heila rauðvínsflösku! Alein! Ég fór reyndar ekkert út á eftir partýinu, það ætluðu einhverjar stelpur að fara en ég var löngu búin að ákveða að fara ekki.
Hinrik greyið er svo útsteyptur af hlaupabólu að ég hef varla séð annað eins. Marek fékk ekki líkt því eins margar bólur né svona stórar.
Heyðru... ég man það núna að mig dreymdi lax í nótt! Hvað ætli það þýði?
laugardagur, desember 18, 2004
Það er víst bekkjarpartý í kvöld, ég er ekki beint í stuði fyrir það akkúrat núna en ætla mér samt að fara. Ég fór í ríkið í gær og fékk mér rauðvínsflösku og er búin að redda barnapíu. Hún reyndar misskildi eitthvað og mætti í gærkveldi. Hehehe...
Hinrik er kominn með hlaupabólu svo við förum ekki mikið út á næstu dögum. Hann virðist ekki hafa nein óþægindi af þessu ennþá en er ansi útsteyptur sérstaklega í andlitinu. Við verðum bara að reyna að láta hann snúa hnakkanum að okkur á öllum jólamyndunum!!!
Ég ætlaði að vera svo dugleg að setja útiseriu á svalirnar, með greni og öllu en átti svo ekki til nógu mikið greni svo ég varð að hætta. Klára þetta á morgun en þá ætla ég að reyna að komast í búð.
Hvernig fannst ykkur Idolið í gær? Mér fannst Davíð vera langbestur, ég fékk alveg gæsahúð þegar hann söng! Mér fannst líka Lísa vera næstbest, og Einir var sætastur!
Hinrik er kominn með hlaupabólu svo við förum ekki mikið út á næstu dögum. Hann virðist ekki hafa nein óþægindi af þessu ennþá en er ansi útsteyptur sérstaklega í andlitinu. Við verðum bara að reyna að láta hann snúa hnakkanum að okkur á öllum jólamyndunum!!!
Ég ætlaði að vera svo dugleg að setja útiseriu á svalirnar, með greni og öllu en átti svo ekki til nógu mikið greni svo ég varð að hætta. Klára þetta á morgun en þá ætla ég að reyna að komast í búð.
Hvernig fannst ykkur Idolið í gær? Mér fannst Davíð vera langbestur, ég fékk alveg gæsahúð þegar hann söng! Mér fannst líka Lísa vera næstbest, og Einir var sætastur!
miðvikudagur, desember 15, 2004
Skólinn er búinn!! Síðast dagurinn var í gær og svo er bara eftir að klára eitt verkefni og skrifa eins létta dagbókardruslu og þá getur maður farið að stressa sig útaf jólunum! Eins og það sé eitthvað líkt mér að stressa mig útaf einhverju svoleiðis!
Það sem er framundan er þá að horf á Opruh Winfrey nú rétt á eftir (!!), lita og plokka andlit í kvöld, fundur með leiðsagnakennara á morgun, jólahlaðborð annaðkvöld og partý á laugardagskvöldið heima hjá Grétu (verða að muna eftir að kaupa rauðvín! Enga einstaklingsflösku sko!). Er ég ekki að gleyma einhverju? Nei, ég held engu sem máli skiptir. Ég var að spá í að skreppa út á Glerártorg á eftir Opruh og kaupa jólagardínur og dúk á eldhúsborðið. Hver veit nema ég taki til og þrífi eldhúsið aðeins! Aldrei að vita, ég get alveg komið á óvart! Víst!!!
Palli kemur heim annaðhvort á föstudag eða mánudag og hann verður heima framyfir áramót!!! Sko, miðað við að þetta plan breytist ekki en það myndi samt ekki koma á óvart! Við erum svo að pæla í að skreppa til Danmerkur eina helgi í febrúar til að skoða okkur um. Gaman, gaman!
Nú ég var ekki búin að segja frá því að Galantinn er kominn, ég sótti hann í gærmorgun. Oh, hann er svo yndislegur! Það er svo gott að keyra hann.
Þórunn, Gunni, Ingibjörg Anja og Stebba koma öll í með sömu vél frá Kaupmannahöfn á föstudaginn. Fyrir þá sem vita það ekki er Stebba systir mín sem býr þar úti á meðan hún er í námi.
Jæja, held þetta sé bara komið í bili.
Það sem er framundan er þá að horf á Opruh Winfrey nú rétt á eftir (!!), lita og plokka andlit í kvöld, fundur með leiðsagnakennara á morgun, jólahlaðborð annaðkvöld og partý á laugardagskvöldið heima hjá Grétu (verða að muna eftir að kaupa rauðvín! Enga einstaklingsflösku sko!). Er ég ekki að gleyma einhverju? Nei, ég held engu sem máli skiptir. Ég var að spá í að skreppa út á Glerártorg á eftir Opruh og kaupa jólagardínur og dúk á eldhúsborðið. Hver veit nema ég taki til og þrífi eldhúsið aðeins! Aldrei að vita, ég get alveg komið á óvart! Víst!!!
Palli kemur heim annaðhvort á föstudag eða mánudag og hann verður heima framyfir áramót!!! Sko, miðað við að þetta plan breytist ekki en það myndi samt ekki koma á óvart! Við erum svo að pæla í að skreppa til Danmerkur eina helgi í febrúar til að skoða okkur um. Gaman, gaman!
Nú ég var ekki búin að segja frá því að Galantinn er kominn, ég sótti hann í gærmorgun. Oh, hann er svo yndislegur! Það er svo gott að keyra hann.
Þórunn, Gunni, Ingibjörg Anja og Stebba koma öll í með sömu vél frá Kaupmannahöfn á föstudaginn. Fyrir þá sem vita það ekki er Stebba systir mín sem býr þar úti á meðan hún er í námi.
Jæja, held þetta sé bara komið í bili.
þriðjudagur, desember 14, 2004
mánudagur, desember 13, 2004
Ég held að það séu flest allir bloggarar dauðir. Eða í dvala. Nema að þeir séu svo uppteknir við að baka, það gæti líka verið. En ég ákvað allavega að taka aðeins til í tölvunni og hef því hent út óvirku fólki af linkalistanum. Nú, ef þú sem lest þetta átt blogg eða heimasíðu en ert ekki á listanum þá er alltaf hægt að sækja um það skriflega til mín með vel ígrunduðum og djúphugsuðum rökum fyrir því afhverju þú átt það skilið að vera á listanum. Nú, eða bara að segja mér að bæta við listann. Annað hvort!
Ég tek það fram að það er engöngu vegna þess að ég er meyja sem ég setti nöfnin á listanum í stærðarröð!!
The Block er að byrja... over and out!
Ég tek það fram að það er engöngu vegna þess að ég er meyja sem ég setti nöfnin á listanum í stærðarröð!!
The Block er að byrja... over and out!
sunnudagur, desember 12, 2004
Marek fékk kartöflu í skóinn í morgun vegna þess að hann var óþekkur að fara að sofa í gærkveldi. Hann var nú bara nokkuð ánægður með það. Ég spurði hann hvort hann ætlaði nú ekki að reyna að vera þægari í kvöld og fara strax að sofa svo hann fengi eitthvað annað í skóinn. Þá sagði hann: Bara ég fæ margar kartblöttur þá verð ég RÍKUR!!! Og hljómaði bara spenntur yfir því! Ég held að jólasveinarnir þurfi aðeins að hugsa þetta mál aðeins betur.
laugardagur, desember 11, 2004

Marek flottur ì sparifötum, stìgvèlum og med Batmanhùfu à leið à jólaball ì morgun.
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia
föstudagur, desember 10, 2004
Hann Marek kom með gullkorn áðan eftir að hafa séð hamborgaraauglýsingu í sjónvarpinu:
Vá! Þessi haRborgari kostar MIKLU meira en mikið!!!
Snillingur? Læt hann sjá um bókhaldið framvegis :)
Vá! Þessi haRborgari kostar MIKLU meira en mikið!!!
Snillingur? Læt hann sjá um bókhaldið framvegis :)

Kvöldmatur okkar Eyþòrs; salat med kjùklingi, eggjum og ristudum fræjum! Namm!
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia
miðvikudagur, desember 08, 2004
Bíddu nú við! Hvað er nú í gangi? Ég ætlaði á bloggið mitt en þá bara opnaðist ekki neitt. Þ.e. skjárinn var bara hvítur.
FRÉTTIR: Elsku, hjartans Galantinn okkar er að verða tilbúinn. Og það eftir að ég hafði hringt í Neytendasamtökin. Þar var góð kona sem talaði við mig en ég s.s. þurfti ekki á því að halda að tala við hana eftir allt saman. Nema kannski til að tappa af því ég var orðin svo reið útaf bílnum. Hann hefur verið á verkstæði í næstum 5 mánuði!
FRÉTTIR: Elsku, hjartans Galantinn okkar er að verða tilbúinn. Og það eftir að ég hafði hringt í Neytendasamtökin. Þar var góð kona sem talaði við mig en ég s.s. þurfti ekki á því að halda að tala við hana eftir allt saman. Nema kannski til að tappa af því ég var orðin svo reið útaf bílnum. Hann hefur verið á verkstæði í næstum 5 mánuði!
þriðjudagur, desember 07, 2004
Ég var að horfa á Amazing Race og djöfull sem þátturinn var spennandi! Sjitt! Ég var orðin svo spennt að ég titraði. Nú sit ég á mér að tékka ekki á því hver vinnur kapphlaupið! Ég er með járnaga!
Heyrðu, og svo er bara The Bachelorette á fimmtudagskvöldið! Æ, æ, það er svo mikið að gera hjá manni.
Heyrðu, og svo er bara The Bachelorette á fimmtudagskvöldið! Æ, æ, það er svo mikið að gera hjá manni.
mánudagur, desember 06, 2004
Þórunn og Gunni eru búin að fá Ingibjörgu Önju í hendur. Og það eru komnar fullt af myndum af þeim með hana á netið og hún er svooooo mikil dúlla! Algjört æði! (Ekki það að myndirnar hreyfi nokkuð við eggjastokkunum hjá mér!) Endilega kíkið á litlu prinsessuna.
sunnudagur, desember 05, 2004
Jahérna! Annað hvort blogga ég á hverjum degi eða þá ekkert í heila viku!
Ég er að hugsa um að tileinka bloggið í dag Eurovision en nú er einmitt sú vertíð að hefjast. Nýjustu fréttir eru nefnilega svolítið krassandi, ef svo mætti kalla. Tékkland hefur hætt við þátttöku í keppninni næsta ár (2005) vegna þess að það eru tveir aðrir stórviðburðir sem eru á döfinni hjá þeim. Tékkland hefði annars verið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Moldóva og Líbanon eru líka að fara að taka þátt í fyrsta sinn.
Önnur stórfrétt er sú að Katrina Leskanich, frá "Katrina and the Waves" ætlar að taka þátt í undankeppninni (Melodifestivalen) í Svíþjóð! Sigri hún þar, keppir hún fyrir Svíþjóð í Eurovision. Hún söng og vann keppnina síðast árið 1997 fyrir Bretland með laginu "Love Shine A Light". Búið er að semja lag handa henni sem hún segir vera rokklag sem auðvelt er að fá á heilann. Það væri nú ágætt ef Svíar myndu vinna næst... kannski maður komist þá á keppnina! Ég meina þá bara að Tyrkland og Úkraína eru svolítið langt í burtu til að skreppa á Eurovision. Nú og svo var ég auðvitað í prófum! Fyrir utan það allt.
Þetta er þá orðið fínt um Eurovision í bili. Það kemur örugglega meira seinna!
Ég er að hugsa um að tileinka bloggið í dag Eurovision en nú er einmitt sú vertíð að hefjast. Nýjustu fréttir eru nefnilega svolítið krassandi, ef svo mætti kalla. Tékkland hefur hætt við þátttöku í keppninni næsta ár (2005) vegna þess að það eru tveir aðrir stórviðburðir sem eru á döfinni hjá þeim. Tékkland hefði annars verið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Moldóva og Líbanon eru líka að fara að taka þátt í fyrsta sinn.
Önnur stórfrétt er sú að Katrina Leskanich, frá "Katrina and the Waves" ætlar að taka þátt í undankeppninni (Melodifestivalen) í Svíþjóð! Sigri hún þar, keppir hún fyrir Svíþjóð í Eurovision. Hún söng og vann keppnina síðast árið 1997 fyrir Bretland með laginu "Love Shine A Light". Búið er að semja lag handa henni sem hún segir vera rokklag sem auðvelt er að fá á heilann. Það væri nú ágætt ef Svíar myndu vinna næst... kannski maður komist þá á keppnina! Ég meina þá bara að Tyrkland og Úkraína eru svolítið langt í burtu til að skreppa á Eurovision. Nú og svo var ég auðvitað í prófum! Fyrir utan það allt.
Þetta er þá orðið fínt um Eurovision í bili. Það kemur örugglega meira seinna!