Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




mánudagur, nóvember 29, 2004

Eldsnemma í fyrramálið leggja þau Þórunn systir og Gunni maður hennar af stað í ferð til Kína. Þau eru að fara að sækja dóttur þeirra hana Ingibjörgu Önju BaiXue. Þeir sem hafa áhuga, geta skoðað síðu hópsins (smellið hér!) sem er að fara. Þar er hægt að lesa ferðasöguna og upplýsingar um börnin sem er verið að sækja en þau eru fimm talsins. Þau koma ekki heim aftur fyrr en 17. desember. Ekkert smá spennandi!

Annars er það helst að frétta að ég var nær dauða en lífi af þreytu í kvöld því að mánudagarnir eru alltaf svo þéttsetnir. Ég var að kenna 6 tíma í dag, hentist svo til að sækja Marek í leikskólann. Brunaði heim og fékk mér að borða enda orðin ansi svöng. Svo æfði ég mig örlítið á fiðluna því það er til skammar hvað ég hef æft mig lítið undanfarnar tvær vikur. Svo var rokið í fiðlutíma, eftir hann var eldað Mexíkanskt Taco og eftir að strákarnir voru komnir upp í rúm.... Jú, þá horfði ég á Survivor og endurnærðist algerlega!

Palli kemur heim á fimmtudaginn... kannski... eða ekki. Hann ætlar víst sennilega að fljúga til RVK, reyna að sækja elsku Galantinn okkar sem er ENNÞÁ BILAÐUR He!$%!$, *#%&"$!, ?#&$%&# og #&&!$#%!!! Og hafið það! Palli fer svo bara til Hvammstanga frá RVK því hann er sennilega að fara að spila á laugardagskvöldið. Ég er því að hugsa, og hugsa, um hvort ég ætti að nenna vestur um helgina. Ég nenni því reyndar eiginleg ekki en kannski breytist það þegar nær dregur að helgi. En ef ég fer þá get ég hitt Palla kannski örstutt um helgina, annars hitti ég hann ekki fyrr en á sunnudagskvöld. Hmm... hann fór líka á Hvammstanga síðast þegar hann kom í frí!!
Hvað er eiginlega þarna fyrir vestan???

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Þetta er nú aldeilis búin að vera viðburðarríkur dagur! Not! Ég bakaði lummur í kaffinu, tók aðeins til, setti aðventuljós út í glugga, horfði á bæði Extreme Makeover og Amazing Race (Guði sé lof fyrir endursýningar!), er búin að hanga í tölvunni og er núna að bíða eftir að lambakjötið í ofninum verði tilbúið.

Sigga Harpa er komin með blogg!

laugardagur, nóvember 27, 2004

Ja, við erum ekki lengur á Bingói...! Ég var að koma heim með Hinrik og Marek en við fórum til Gullu og Daníels eftir hádegið í dag. Fengum þar dýrindis veitingar eins og alltaf og dásamlegt kaffi til að skola kökunum niður. Um fjögur leytið var rölt inn í miðbæ. Reyndar þurfti ég að bruna heim og skipta á Hinrik svo við hittum þau hin bara á Ráðhústorginu. Það var nefnilega verið að kveikja á jólatrénu. Mér finnst reyndar flest allar samkomur í miðbænum vera hálfgert prump, því oftar en ekki sér maður ekki vel á sviðið og svo heyrir maður ekki hálfa sjón ef einhver er að tala. Það reyndar kom ekki að sök í dag, því ég hef hvort sem er engan áhuga á að heyra hvað bæjarstjórinn er að blaðra.
Þrír jólasveinar mættu, sungu nokkur lög uppi á sviði og svo dönsuðu þeir með fólkinu í kringum jólatréð... sirka 3 lög. Því næst gáfu þeir karamellur eða eitthvað og ruku svo í burtu. Örugglega að frjósa úr kulda greyin!
Ég hafði í nógu að snúast við að elta Hinrik út um allt en hann var mjög ánægður með að fá að rjúka út um allar trissur. Sem betur fór sá Gulla alfarið um Marek á meðan því ég er hrædd um að ég hefði tínt honum og skilið hann eftir eða eitthvað!
Allavega, stórgóður dagur eftir allt saman. Er búin að skrifa dagbókina, reyndar fyrir löngu, og er að fara að skila henni. Sko mig bara!

laugardagur, nóvember 20, 2004


Vid Eythòr erum ad spila Bingo í Brekkuskòla. Okkur gengur frekar illa sko!
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Ég ætlaði nú að finna á hvaða dögum The Bachelorette verður, já og hvaða dag þættirnir byrja. Mér finnst samt einhvernveginn að þeir verði annaðhvort á miðvikudagskvöldum eða fimmtudagskvöldum. Er einhver stemming fyrir svona stelpu-kvöldum og horfa saman á þessa þætti? Ekkert rauðvín sko! Það er nóg að ég drekki einu sinni í mánuði - reglulega - þegar rauðvínssöturkvöldin eru.

En jæja, það eru margir búnir að eiga afmæli í vikunni og þar með orðnir ári eldri en í síðustu viku. Ína Björk og Monika fósturdóttir mín í Króatíu áttu afmæli á mánudaginn. Monika varð 18 ára!!! Sjitt, hvað þessi börn stækka! Bráðum verð ég fósturamma!! Pæliði í því! Ína varð eitthvað örlítið eldri. Palli átti svo afmæli á þriðjudaginn, hann varð jafngammall mér. Af því tilefni héldum við uppá alla þessa afmælisdaga með kakó og rjómatertuveislu hér í Skarðshlíðinni og buðum Sollu, Gústa og börnunum í heimsókn. Ó, já, svo átti Birgitta Sievert afmæli um daginn, en þá var hún 50 ára. Sama dag átti Sveinbjörg afmæli, hún varð ekki jafngömul Birgittu. Lísa Gests átti líka afmæli í mánuðinum, Kiddý og Silli og svo fullt fullt af fólki. Alveg merkilegt hversu margir eiga afmæli í nóvember!! Og mánuðurinn er bara rétt rúmlega hálfnaður.
Ég óska öllum afmælisbörnum innilega til hamingju með afmælin.
Aðeins meira um raunveruleikaþætti, ég horfði á endursýningu á The American Idol, úrslitaþættinum og grét mikið því ég var svo óskaplega glöð yfir að hún Fantasia skyldi vinna (aftur glöð, því ég grét líka þegar ég sá það fyrst). Svo í gærkveldi var America's next Top Model og þar var mikið grátið en ég var nú ekkert að gráta mikið með þeim. Ó, ég verð að muna eftir að horfa á My Big Fat Obnoxious Fiancé á morgun, það er lokaþáttur!!
Er ég að gleyma einhverjum þættinum hérna ef ég tel upp alla raunveruleikaþætti sem eru til/hafa verið til: Idol, America's next Top Model, My Big Fat Obnoxious Fiancé, Survivor, Next action Hero, Amazing Race, The apprentice, The Bachelor, The Bachelorette, Joe Millionare, Joe Schmoe og Paradise Hotel. 12 þættir! Á að telja Extreme Makeover með?

mánudagur, nóvember 15, 2004

Dagurinn í dag er nú aldeilis búinn að vera viðburðarríkur - eins og allir aðrir dagar! Reyndar aðeins öðruvísi. Eyþór Logi viðbeinsbrotnaði í skólanum í morgun! Svo við fórum upp á slysó í röntgen myndatöku. Hann á að taka því bara rólega næstu daga, en annars var ekkert gert við hann.
Er búin að vera að reyna að halda mér að verki við þetta fargans verkefni en það gengur illa. Svei mér þá ef þetta er ekki það langleiðinlegasta sem ég hef séð!
Nú, svo sá ég í dag að það á að fara að byrja að sýna nýja þáttaröð af The Bachelorette! ÉG ELSKA VERULEIKAÞÆTTI!!!! Það verður bara að segjast eins og er!

laugardagur, nóvember 13, 2004

Eru allir búnir að gera **** verkefnið hjá Bensa, þetta um sjálfsmat skóla? Er það? Shitt! Ég bara kem mér alls ekki að því að byrja á því! Ég finn allt til að fresta þessu, er meira að segja farin að taka til og þrífa á hverjum degi! Þá er þetta orðið alvarlegt! Ætli ég geti frestað þessu fram að jólum? Já, nei, nei, ég rumpa þessu af á morgun eða hinn!
Annars kemur Palli minn heim á morgun. Hann fór í frí á fimmtudaginn en flaug til RVK og fór svo á Hvammstanga. Það voru nefnilega tónleikar til styrktar sundfélaginu og hann var að spila þar með einhverum. Hann ætlar að leggja af stað snemma í fyrramálið og taka Eyþór með sér en hann var hjá ömmu sinni og afa í sveitinni. Svo var Solla búin að bjóða okkur í kaffi til þeirra á morgun. Hún ætlar víst að útbúa eitthvað girnilegt eplapæ handa okkur. Nammi namm! Hmm... sennilega skrifa ég ekki mikið í fjandans verkefninu á morgun! Nú jæja þá!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Var að enda við að setja inn myndir frá sumarbústaðaferð gamla-Prjónó og Dónó. Smellið á myndina til að skoða.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

World Song Festival 2004 er lokið, úrslitin voru kynnt í gær. Úkraína vann keppnina í ár en Ísland lenti í 29 sæti, af 89 með laginu Ást sem Ragnheiður Gröndal syngur. Það er bara ágætis árangur. Mér fannst Úkraínska lagið ekkert spes og Eyþór Logi var alveg sammála mér, við gáfum laginu bara 4 stig. Ég gaf laginu frá Bretlandi flest stigin en það var lagið Think I Better Leave Right Now með Will Young. Geðkt gott lag!

mánudagur, nóvember 08, 2004

Var að koma heim úr leikfimi. Mikið djöfull er þetta leiðinlegt. Nei, þá er nú skemmtilegra að horfa á baunagras vaxa.

laugardagur, nóvember 06, 2004


Sìmadagar ì Hùsafelli
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia


Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

föstudagur, nóvember 05, 2004


Komin ì bùstad, hèr er Gùsti Dan ad tala vid Sollu.
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Haldiði ekki að ég hafi verið svo heppin að vera boðin á vínkynningu í verslun einni hér í bæ. Grínlaust. Og nei, það er ekki vegna þess að ég hafi eitthvað orðspor tengt víndrykkju, heldur vegna þess að ég hafði skrifað nafnið mitt í bók í versluninni til þess að fá sendar tilkynningar um tilboð og útsölur! Heldur betur tilboð þetta. Fyrir utan svo vínkynninguna er afsláttur af fatnaði í versluninni. En hver hefur svosem áhuga á fötum?
Ég ætla samt ekki að fara. Drakk rauðvín í gær og svo verður drukkið um helgina! Hvernig endar þetta? Sennilega þarf ég að komast austur á land á námskeið í vínbruggun! Ha, Ragnhildur? Hvað segirðu um það?

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Ég skrópaði í leikfimi í dag, reyndar á mánudaginn líka en þá fór ég út að borða með Olgu vinkonu og Oddnýju Helgu, og svo kemmst ég ekki á laugardaginn en þá er sumarbústaðaferðin. Afsakanir mínar í dag eru svohljóðandi:
1. Ég er að fara á rauðvínssöturkvöld til Sollu og þarf á allri minni orku að halda.
2. Það hefur verið mikið að gera í póstkortaskiptum sem ég er komin með dellu fyrir.
3. Það hefur líka verið mikið að gera í að kjósa í World Song Festival, en ég er komin að lagi númer 53 af 89. Þarf að klára þetta fyrir föstudag!
4. Ég er í raun mjög grönn, fólk í kringum mig á bara erfitt með að koma auga á það.
5. Mér finnst alls ekki gaman í leikfimi! Oj.

Fimm afsakanir! Geri aðrir betur!

Á einhver Catan spilið til að lána mér um helgina?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004


Palli sendi mèr þessa mynd í dag. Hùn er af gosinu, tekin frà Kàrahnjùkum.
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

mánudagur, nóvember 01, 2004

Ég er með eina hugmynd til að leysa kennaradeiluna og jafnframt kennaradeilur framtíðarinnar. Þessi hugmynd tekur mörg ár en er líka lausn til frambúðar. Sko, kennarar samþykkja miðlunartillöguna núna, kennar svo með samanbitna jaxla og herptar varir. Málið er að nú kenna þeir öllum börnunum ILLA nema sínum eigin! Kannski þurfa þeir að kenna sínum eigin börnum heima fyrir en það verður að hafa það. Eftir nokkur ár fara svo kennarabörnin í framhaldsskóla og svo í háskóla en hin börnin verða svo fáfróð og vitlaus að þau mennta sig ekkert frekar. Kennarabörnin verða svo ráðherrar og forstjórar og ég veit ekki hvað og sjá hvað það er mikilvægt starf að vera kennari þannig að þau eiga frumkvæðið að því að hækka laun foreldra sinna! Ha! Snilldarhugmynd ekki satt.
Tek það fram að ég, kennaraneminn, er algerlega, gjörsamlega hætt við að verða kennari! Ætla samt að hafa varann á, og kenna mínum drengjum aukalega heima fyrir án þess að nokkur viti!