Ég var að lesa á blogginu hans Daníels um miðlunartillöguna handa kennurum. Ef eitthvað er þá hefur þetta verkfall og öll sú umræða sem hefur verið í kringum það, aðeins styrkt mig í þeirri ákvörðun að vinna ekki sem kennari. Allavega ekki lengi!!
laugardagur, október 30, 2004
Þórunn systir og Gunni maðurinn hennar eru að fara til Kína eftir mánuð að sækja litla dóttur sem á að heita Ingibjörg Anja Baixue. Hún er á svipuðum aldri og Hinrik Elvar eða fædd 15 júlí '03. Þetta er allt svo spennandi! Ég hlakka ekkert smá til þegar þau koma heim með hana rétt fyrir jólin.
Ég var að lesa á blogginu hans Daníels um miðlunartillöguna handa kennurum. Ef eitthvað er þá hefur þetta verkfall og öll sú umræða sem hefur verið í kringum það, aðeins styrkt mig í þeirri ákvörðun að vinna ekki sem kennari. Allavega ekki lengi!!
Ég var að lesa á blogginu hans Daníels um miðlunartillöguna handa kennurum. Ef eitthvað er þá hefur þetta verkfall og öll sú umræða sem hefur verið í kringum það, aðeins styrkt mig í þeirri ákvörðun að vinna ekki sem kennari. Allavega ekki lengi!!
Ég var að reyna að setja inn favicon, en það er svona shortcut mynd eins og kemur stundum á link barinn. Leit.is er með svoleiðis, Blogger, Google og fleiri. Og svo vonandi ég! Hehehehehe... sjáum til hvort þetta hafi virkað.
þriðjudagur, október 26, 2004
Það er nú ekki mikið að frétta síðan síðast. Við Sigrún og Unnur ætluðum að föndra í kvöld en það frestast. Það sem er á döfinni næstu daga er stelpu-rauðvínssöturkvöld heima hjá Sollu í næstu viku og svo helgina þar á eftir verður Gamla-Prjónó og Dónó helgi í sumarbústað í Húsafelli sem Guðrún Axels skipuleggur. Það verður eflaust geðveikt gaman. Verst að Palli kemst ekki en hann þarf að vera í fríi helgina þar á eftir því hann er að spila á einhverjum sundlaugartónleikum. En Gamli-Prjónó er s.s. prjónaklúbbur sem ég var í allt frá stofnun. Var þetta virðulegur prjónaklúbbur með 5 eða 6 konum sem varla þekktu hvor aðra í byrjun. Tókum við nafnið ákaflega hátíðlega og var mikið prjónað á þessum árum. Klúbburinn var fyrst stofnaður... hmmm... á seinni hluta síðustu aldar... jú! um vorið 1994... eða var það 1995. Æ, ég man það ekki alveg. Nú erum við þrjár í Prjónó sem búum á Akureyri; ég, Solla og Gulla. Það er svona Títu-Prjónó.
Dónó er svo félag sem makar Prjónómeðlima eru í, og er nú víst orðið skiptar skoðanir um hvernig inngöngureglurnar eru svo ég ætla ekki að ræða þær hér, enda ekki mitt mál.
Verða teknar allavega tvær rauðvínsflöskur með í sumarbústaðinn, og þá er ég sko ekkert að tala um einstaklingsflöskur!
Dónó er svo félag sem makar Prjónómeðlima eru í, og er nú víst orðið skiptar skoðanir um hvernig inngöngureglurnar eru svo ég ætla ekki að ræða þær hér, enda ekki mitt mál.
Verða teknar allavega tvær rauðvínsflöskur með í sumarbústaðinn, og þá er ég sko ekkert að tala um einstaklingsflöskur!
fimmtudagur, október 21, 2004
Jæja, viljiði nú heyra nýjustu delluna? Nú er verið að pæla í að flytja til Danmerkur! Ó já! Ég var orðin svo upptjúnnuð að hitta alla þessa Skandinava á ráðstefnunni og svo smitaðist ég af áhuganum hennar Jennyar en hún er að fara að flytja út til Danmerkur eftir áramót svo ég hringdi í hann Palla minn. Og það var ákveðið að taka þetta inn sem einn möguleika til að athuga betur. Reyðarfjörður er sko dottinn út sem möguleiki.
þriðjudagur, október 19, 2004
Ég var á geðveikt skemmtilegri ráðstefnu í dag, og fer aftur á morgun. Ráðstefnan er fyrir verkefni sem kallast TALE og er fyrir enskukennara og kennaranema. Við Jenny skólasystir fórum saman og erum búnar að skemmta okkur konunglega. Og svo erum við líka búnar að læra alveg helling á hvað hægt er að gera í kennslu! Ógeðslega skemmtilegt. Nú í kvöld var svo snittuhlaðborð og vín og fínerí. Ekki sakar hvað við Jenny hlægjum mikið þegar við erum saman! Ég hlakka bara til að fara aftur á morgun.
Svo í kvöld komu Sigrún og Unnur til mín að föndra jólakort. Ekki seinna vænna að fara að byrja að föndra! Ef það er eitthvað sem ég hef lært af fyrri mistökum þá er það að byrja ekki að föndra jólakortin á ÞORLÁKSMESSU!!!
Annars er ég bara búin að vera ferlega löt við að blogga. Líka, þó að það sé kennaraverkfall og við þannig "atvinnulausar" þá er bara búið að vera brjálað að gera. Í sjónvarpsglápi, tónlistarskóla (og próf í tónfræði á fimmtudaginn), í líkamsrækt, í stelpna-rauðvínssöturkvöldum, á kynningum á hinu og þessu og margt fleira. Ó já, og í lokaritgerðarhugleiðingum! Hvernig fer ég að þegar verkfall leysist (ef það leysist)?
Svo í kvöld komu Sigrún og Unnur til mín að föndra jólakort. Ekki seinna vænna að fara að byrja að föndra! Ef það er eitthvað sem ég hef lært af fyrri mistökum þá er það að byrja ekki að föndra jólakortin á ÞORLÁKSMESSU!!!
Annars er ég bara búin að vera ferlega löt við að blogga. Líka, þó að það sé kennaraverkfall og við þannig "atvinnulausar" þá er bara búið að vera brjálað að gera. Í sjónvarpsglápi, tónlistarskóla (og próf í tónfræði á fimmtudaginn), í líkamsrækt, í stelpna-rauðvínssöturkvöldum, á kynningum á hinu og þessu og margt fleira. Ó já, og í lokaritgerðarhugleiðingum! Hvernig fer ég að þegar verkfall leysist (ef það leysist)?
föstudagur, október 15, 2004
miðvikudagur, október 13, 2004
Æ, hvað það er gott að vera komin heim aftur! Ferðin suður tókst alveg stórslysalaust að mestu. Ég tognaði á þumalfingri fyrir sunnan en það er allt að verða gott aftur. Við gerðum heilmikið miðað við stuttan tíma. Á laugardaginn fór ég með Marek og Eyþór í Þjóðleikhúsið að sækja miðana okkar á sýninguna sem var daginn eftir. Þá fékk ég þessa líka snilldarhugmynd að heimsækja Hakan og mömmu hans en ég hef ekki farið til hans í tvö ár. Við stoppuðum þar í klukkutíma og þegar við vorum að fara þaðan datt mér í hug að reyna að stríða gaurnum sem Sigga lét hringja í mig og gera at í mér. Hann á antíkbúð á Laugarveginum. Við strákarnir fórum þangað inn og þegar ég sá manninn fór ég til hans og sagðist vera að leita að bók sem héti Homus Lesbus. Hann hugsaði sig augnablik um en sagði svo að hann ætti hana ekki til. Ég spurði þá hvort hann hefði ekkert heyrt um hana en hann hélt ekki. Ég þóttist vera mjög vonsvikin og sagði að þessi bók væri um úrkynjun samkynhneigðar. Hann virtist voða hissa en svo áttaði hann sig og rétti mér höndina til að heilsa mér! Hehehehehe...
Ég fór ekki til spákonu, ég auðvitað gleymdi að athuga hvort ég fengi tíma. Á sunnudeginum fórum við s.s. í leikhúsið að sjá Dýrin í Hálsaskógi og á eftir sýninguna fórum við í pönnukökur til Röggu Bjarna. Næst fórum við til Þórunnar systur vestur í Dali (eða eitthvað) og gistum þar í tvær nætur.
Ef einhvern langar í flottar og ódýrar gjafir þá er hún Þórunn að búa til keramikflísar sem er hægt að skoða HÉÉRRRRR. Ég er líka með nokkur eintök hér heima fyrir þá sem vilja skoða.
Svo er það eitt: Á EINHVER FISKABÚR MEÐ ÖLLU HANDA OKKUR? Ekki mjög stórt, ekki of lítið. Endilega ef einhver man eftir einhverjum sem þekkir einhvern annan sem á fiskabúr sem hann er ekki að nota, viljiði athuga það og láta mig vita!?
Ég fór ekki til spákonu, ég auðvitað gleymdi að athuga hvort ég fengi tíma. Á sunnudeginum fórum við s.s. í leikhúsið að sjá Dýrin í Hálsaskógi og á eftir sýninguna fórum við í pönnukökur til Röggu Bjarna. Næst fórum við til Þórunnar systur vestur í Dali (eða eitthvað) og gistum þar í tvær nætur.
Ef einhvern langar í flottar og ódýrar gjafir þá er hún Þórunn að búa til keramikflísar sem er hægt að skoða HÉÉRRRRR. Ég er líka með nokkur eintök hér heima fyrir þá sem vilja skoða.
Svo er það eitt: Á EINHVER FISKABÚR MEÐ ÖLLU HANDA OKKUR? Ekki mjög stórt, ekki of lítið. Endilega ef einhver man eftir einhverjum sem þekkir einhvern annan sem á fiskabúr sem hann er ekki að nota, viljiði athuga það og láta mig vita!?
fimmtudagur, október 07, 2004
Ég fékk þessa líka brilliant hugmynd í dag að skreppa til Reykjavíkur - eða eins og SUMIR segja "Borg Dauðans"! Ég sem ætla sennilega að flytja þangað. Ætli ég drepist strax? Allavega, kom ég mér saman um þetta, að skella okkur suður! Hringdi suður og pantaði miða í leikhús á sunnudaginn, á Dýrin í Hálsaskógi. Ég á samt alveg eftir að útvega okkur gistingu en það hlýtur að reddast. Nú er bara að drífa þessa f***dans dagbók af fyrir hádegi á morgun því hugmyndin er sú að leggja af stað þá. Úfff... og þeir sem þekkja mig vita vel að ég geri aldrei neitt verkefni fyrr en á síðustu stundu! Hrikalega er erfitt að halda sig við efnið og reyna að rumpa þessu af! Ó, já... ég á alveg eftir að athuga hvort ég komist ekki til spákonu um helgina, því hún Guðfinna vinkona mín gaf mér tíma hjá spákonu í jólagjöf síðustu jól, en ég hef ekki getað nýtt mér hann fyrr en þá vonandi núna.
Blogga aftur eftir helgi.
Blogga aftur eftir helgi.
þriðjudagur, október 05, 2004
Gleðilegan vetur segi ég nú bara! Það er allt orðið grátt úti af snjó og ekki geðslegt útivistarveður. Ég fann fyrir jólafíling og er að hugsa um að fara að föndra jólakortin! Best að nýta þetta blessaða kennaraverkfall, því það kostar okkur örugglega æfingakennslu fram að jólum og stutt frí fyrir jólin. Sigrún Dögg stakk upp á því um daginn að við myndum hittast, við tvær og Unnur Sigrún, og föndra kort. Ég er að hugsa um að hóa í þær fljótlega.
Við fórum vestur á sunnudaginn til að vera við skírn Kára Hrafns þeirra Sollu og Gústa. Marek kom með í kirkjuna og var svo ánægður að fá að kveikja á kertunum. Hann ákvað svo að verða eftir á Laugarbakka á meðan ég fór í veisluna sem var á Hvammstanga. Ég ætlaði sko að fara á föstudaginn en Hakan ákvað að koma ekki norður svo ég ákvað að fara ekkert fyrr en á sunnudag. Við Hakan ætluðum sko í stóðréttir og á ball saman. Ég var nú eiginlega dauðfegin að hann hætti við því ég var ekki í neinu stuði fyrir ball!
Jæja, best að fara að finna einhvern hádegismat handa strákunum.
Við fórum vestur á sunnudaginn til að vera við skírn Kára Hrafns þeirra Sollu og Gústa. Marek kom með í kirkjuna og var svo ánægður að fá að kveikja á kertunum. Hann ákvað svo að verða eftir á Laugarbakka á meðan ég fór í veisluna sem var á Hvammstanga. Ég ætlaði sko að fara á föstudaginn en Hakan ákvað að koma ekki norður svo ég ákvað að fara ekkert fyrr en á sunnudag. Við Hakan ætluðum sko í stóðréttir og á ball saman. Ég var nú eiginlega dauðfegin að hann hætti við því ég var ekki í neinu stuði fyrir ball!
Jæja, best að fara að finna einhvern hádegismat handa strákunum.