Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




fimmtudagur, september 30, 2004

Alveg er þetta merkilegt! Við erum með RÚV, Stöð 2, Popptíví, Skjá 1 og Aksjón og það er bókstaflega EKKERT í sjónvarpinu í kvöld!!! Óþolandi og ömurlegt. Þetta endar með því að ég fer snemma að sofa!!
Annars erum við Hinrik Elvar ein heima því hinir strákarnir fóru vestur með mömmu. Við Hinrik förum svo seinna um helgina. Gaman, gaman... ef það væri eitthvað í sjónvarpinu!!
GPRS sambandið er komið í lag á símanum mínum. Eftir að hafa pirrast útaf þessu í einn og hálfan dag, hringdi ég í þjónustusímann hjá Símanum og mér var sagt að endurræsa símann. Af þessu álykta ég að símar eru að verða eins og tölvur, geðvondir og með persónuleikaröskun!
Enn er ekki mikið að frétta af bílamálum. Ég keyri ennþá um á Space Star.
Æi, ég sem hélt að ég hefði svo mikið að segja en ég bara man ekki eftir neinu núna.

þriðjudagur, september 28, 2004

Afhverju í fjáranum get ég ekki náð GPRS sambandi á símann minn? Ha? Getur einhver sagt mér það?

sunnudagur, september 26, 2004

Jæja, ég er nú búin að gera heilmikið í dag! Fyrst las ég einn kafla um kynjafræði sem heitir "Becoming a man" eitthvað bla bla. Græddi ekki mjög mikið á honum. Svo steikti ég hamborgara handa okkur Marek. Núh, eftir að hafa vaskað upp sló ég í tvær jólakökur, horfði svo á síðustu 6 hringina í formúlunni, næst á Nágranna. Í kaffitímanum smökkuðum við Marek jólakökuna sem var ágæt, svo skellti ég læri í ofninn, hrísgrjónum í pott og bíð nú spennt eftir að Oprah Winfrey byrji! Úff... það er svo mikið að gera! Eftir að Oprah er búin, geri ég hrísgrjónasalat, brúna kartöflur, legg á borð og tek á móti restinni af familíunni sem er á leið heim! Ég lifi svo sérstaklega innihaldsríku lífi.

laugardagur, september 25, 2004

Ég gæti nú sagt frá mörgu sem er búið að gerast síðustu daga. Hmm... hvar á ég að byrja. Jú, Palli kom heim á sunnudagskvöldið, gaman, gaman! Þá var ég komin á broddskitugulan WW Golf til að prufukeyra. Mjög svo ágætur bíll. Hugmyndin er að við skiptum um bíl vegna þess að Galantinn okkar er enn fyrir sunnan, en eins og kannski einhver man eftir þá fór vélin í honum núna í sumar. Við fengum samt ekki að kaupa Golfinn nema að borga heilan helvítis helling á milli sem við kærðum okkur ekkert um. Þá er verið að skoða Runólf Lagúna - sem ég er algerlega ástfangin af - sem mögulegan skiptibíl. Fáum að vita fljótlega hvernig það fer. Best að krossa fingur, tær og fætur - eftir að Palli fer - og vona að við fáum hann. Núh. Við Paul fórum í bíó um daginn á myndina The Terminal með Tom Hanks. Ágæt mynd. Mjög fyndin á köflum og mun meira að gerast í henni heldur en ég bjóst við. Mæli með henni. Á eftir fórum við í dásamlegt kaffi og ís hjá Sollu og Gústa. Ég notaði tækifærið og veðjaði við Gústa um að hann gæti ekki verið alveg reyklaus næsta mánuðinn og var ein rauðvínsflaska lögð undir. Vona að ég vinni hana, það væri nú skemmtileg tilbreyting.
Við Marek erum ein heima um helgina. Eyþór fór vestur með mömmu síðasta miðvikudag og Palli og Hinrik fóru í gær. Þetta er mjög ljúft, við notuðum tækifærið og sváfum út í morgun. Dásamlegt.
Palli bjó til mjög fyndna talhólfskveðju handa mér. Hann er alveg einstaklega fyndinn hann Palli minn. Það er hægt að hringja í síma 8281323 til að heyra kveðjuna, og svo er líka hægt að fara inn á síðuna hann Palla og hlusta á símabloggið hans. Mjög skemmtilegt.
Já... nóg í bili. Bless.

fimmtudagur, september 23, 2004


#

Talskilaboð sendi Helga
Powered by Hexia

mánudagur, september 20, 2004


Er þetta ekki sæt mynd af sætu barni??
Myndina sendi Helga
Powered by Hexia

sunnudagur, september 19, 2004

Orðið langt síðan síðast! Ég er að vinna í svo leiðinlegu verkefni að meira að segja heimilisstörfin eru orðin spennandi og eftirsóknarverð!! Þá er það sko slæmt.
Það er annars fátt nýtt að frétta. Palli er á leiðinni heim í vikufrí! Jibbý!
Eyþór er að framkvæma töfrabröðg í þessum pikkuðu orðum. Hann er búinn að troða Marek ofan í pappakassa, lokar honum og stingur svo sverði (úr plasti!) í gegnum kassann!
Hef ekkert að segja... ætti eiginlega að halda mig við fj***ans verkefnið en er að bíða eftir að Stebba systir stilli hljóðnemann sinn svo strákarnir geti talað við hana. Hún er sko í Danmörku og strákarnir hafa ekki talað við hana síðan í sumar.
Bless í bili.

þriðjudagur, september 14, 2004

Ha! Þetta er geðveikt sniðugt. Sá þetta á síðu Eyglóar, kennara við HA, mömmu Gullu, tengdamömmu Daníels og tölvugúrú (hún hefur örugglega fleiri titla). Maður s.s. fer á Hexia.net, skráir sig og svo getur maður sent myndblogg, sms-blogg og email-blogg á bloggsíðuna! Er þetta ekki alger nauðsyn fyrir nútímabloggarann! Jú, ég er nú svei mér hrædd um það! En þá er auðvitað gott að eiga geðveikt flottan síma!

Önnur tilraun til þess ad senda inn mynd ùr sìmanum mìnum.
Myndina sendi ég
Powered by Hexia

sunnudagur, september 12, 2004

Akvad ad profa hvort eg geti sent myndir fra simanum minum inn a bloggid.

laugardagur, september 11, 2004

Söngvarakeppnin verður að öllum líkindum haldin þann 9. apríl 2005. Það verður ekkert þema. Keppnin verður auglýst síðar, einnig hvenær verður byrjað að taka á móti skráningum.

fimmtudagur, september 09, 2004

Á síðunn hans Daníels, skrifað onsdaginn 8. september, er áhugaverð lesning um kjör kennara. Hvet ykkur til að lesa hana. Hver vill svo verða kennari??? Er ekki nær að fara í lögfræði eða læknanám?

mánudagur, september 06, 2004

Það er frábært í þessum fiðlutímum í Tónlistarskólanum. Ég reyni auðvitað að vera mjög samviskusöm og reyni að æfa mig á hverjum degi. Það gengur nú misvel, eða öllu heldur misilla. Eyþór og Marek æpa að þetta sé svo leiðinlegt að hlusta á (reyndar eru þeir svo oft að horfa á sjónvarpið þegar ég æfi) og Hinrik æpir því hann vill líka spila! Ekki get ég æft eldsnemma á morgnana, og ekki heldur of seint á kvöldin! Ég hef því reynt að æfa 2-3 á dag, bara mjög stutt í hvert skipti.
Palli er hjá fyrrverandi elskulegri kærustu sinni. Ekki það að hún sé hætt að vera elskuleg. Hún er flutt hingað í menninguna frá Hvammstanga til að fara í HA í kennaradeildina. Meiri vitleysan! Hvern langar svosem til að verða kennari!?

Samþykkti í gær að taka að mér að skipuleggja söngvarakeppnina! Ég sem ætlaði ALLS EKKI að gera það, en hver getur sagt nei við hann Palla minn. Oft. Þetta verður fínt.

Og já, ég var að fá bréf frá konu í Íran um að hún vilji verða pennavinkona mín. Það er frábært!

laugardagur, september 04, 2004

Fínn dagur í dag. Ég byrjaði á að senda sms til næstum allra sem eru í símaskránni í símanum mínum, þar sem ég bað fólk um að senda Elínu Sveins sms í tilefni afmælisins. Hugmyndir var að drekkja henni í sms-um. Þetta virkaði líka stórvel, hún fékk skilaboð stanslaust í næstum allan dag frá fólki sem hún þekkti ekki baun! Hehehehehehe.
Við fórum svo í Miðfjarðarrétt í dag. Það var voða fínt. Strákarnir fengu að fara á hestbak og draga kindur og svoleiðis. Svo hitti maður fullt af fólki bæði sem maður þekkir og líka sem maður þekkir ekki! Voða gaman! Eyþór er alveg ákveðinn í að fara vestur í Víðidalsrétt um næstu helgi og er búinn að redda sér fari með henni Ólu frænku. Úff... ég nenni sko ekki. En ég er búin að ákveða að fara í stóðréttir í október og á stóðréttarball í Víðihlíð. Hakan, vinur okkar, ætlar að koma norður og fara í réttir og á ball í fyrsta sinn.
Og eftir réttir var farið í barnaafmæli á Bessastaði (í Hrútafirði, sko). Marek fór ekki því hann er á mótþróaskeiði og varð því eftir á Laugarbakka.
Palli er að fara að spila á ballinu í kvöld í félagsheimilinu Ásbyrgi en ég ætla ekki að fara, þrátt fyrir fjöldaáskorun. Mig bara langar ekki rassgat!

föstudagur, september 03, 2004

Laugarbakki - réttir á morgun - Elín á líka afmæli á morgun.

Þangað til á morgun.

miðvikudagur, september 01, 2004

Hugheilar kveðjur til allra þeirra er glöddu mig á afmæli mínu í gær með sms, tölvupósti, símhringingum og heimsóknum. Einnig til þeirra er gerðu at í mér! Já ég sagði at, en Sigga Hreins og Elín voru víst heilarnir á bak við það. Þannig var að það hringdi einhver maður í mig og tilkynnti mér að mitt nafn hefði verið dregið í 1000 manna hóp þeirra er áttu kost á því að prufukeyra tungumálanámsefni. Ég varð auðvitað mjög spennt við að heyra þetta. En þegar leið á símtalið, og mér fannst maðurinn leggja svo mikla áherslu á ítölsku eins og hann vissi eitthvað um minn áhuga á henni, fór ég að hugsa um hvort þetta gæti verið djók. Ég samþykkti nú að taka þátt í þessu tilraunarverkefni en þá sagði maðurinn að hann myndi hringja aftur seinna um kvöldið til að láta mig vita. Hmm... nú? hugsaði ég. Jæja þá. Palli hringdi og ég spurði hvort hann hefði eitthvað verið að gera at í mér en hann kannaðist ekki við neitt. Þá datt mér í hug að slá númerinu í símaskrána og þá kom upp nafn fornmunasala í Reykjavík sem á antikbúð á Laugarveginum! Aha, hugsaði ég, Sigga Hreins þekkir fornmunasala á Laugarveginum. Ég ákvað að minnast ekkert á símtalið við Siggu þegar hún, Elín og hennar Sigga, Asia og Solla komu um kvöldið. Þær voru ekki búnar að vera lengi þegar maðurinn hringir aftur.
-Þú hefur verið samþykkt í þennan 1000 manna hóp svo þú ættir að fara að fá tilkynningu um þetta sent fljótlega, sagði hann. En ég gleymdi að segja þér frá því að það fylgir með ein auka bók eftir.... (eitthvað nafn sem ég man ekki lengur) en hann er einmitt giftur inn í Bush fjölskylduna. Bókin heitir Homus Lesbus og er um úrkynjun samkynhneigðar!
Ha?? Sagði ég, alveg steinhissa.
Jú, jú, bókin fjallaði um það hvað samkynhneigð er mikil úrkynjun og færð eru rök fyrir því í sögulegu samhengi, hélt maðurinn áfram.
Ertu ekki að djóka? spurði ég ekkert minna hissa.
Djóka! Nei, þetta er sko ekkert grín!
Ég gat ekki annað en skellt uppúr, því mér fannst þetta svo fáránlegt!
Hann hélt áfram: Það er einmitt önnur stúlka þarna í HA sem er í þessu úrtaki og hugmyndin er að fólk hittist eftir lestur þessarar bókar og ræði þessi mál.
Ég var orðin hálf-orðlaus en gat nú sagt honum að ég hefði bara engan áhuga á að eignast þessa bók.
Hvað segirðu? Þú þarft ekkert að borga fyrir hana. Ertu kannski ekki sammála þessu?
Nei! sagði ég staðfastlega og ég ætla nú bara að afþakka þessa bók.
Ja, hin stúlkan er nú alveg sammála því að samkynhneigð er úrkynjun.
Hvað heitir hún? skaut ég inn í.
Jah.. Sigríður minnir mig.
Já, Hreinsdóttir kannski? spurði ég.
Já... sagði hann og þar með var allt komið upp! Hehehehehehe
Nú verður höfuðið bara lagt í bleyti og reynt að upphugsa eitthvað sniðugt fyrir afmælið hennar Elínar næsta laugardag. Þeir sem eru með góðar hugmyndir mega endilega senda mér tölvupóst