Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




sunnudagur, ágúst 29, 2004

Við strákarnir vorum fyrir vestan um helgina. Það var "Þjóðgarðshátíð" á Bessó á laugardaginn sem var mjög skemmtileg. Ég var reyndar ekki lengi þar því að ég fór með Hinrik á Laugarbakka þar sem við gistum.
Er búin að æfa mig á fiðluna en tími númer tvö er á morgun.
Er ekki búin að skrifa dagbókina sem átti að skila á föstudaginn, í þessum pikkuðu orðum.
Fékk geðveikt flotta bolla hjá henni Þuríði á föstudaginn. Allir þeir sem eiga gamla og/eða sprungna kaffibolla, sem þeir vita ekki hvað þeir eigi að gera við, endilega látið mig fá þá því ég er að safna bollum.
Nóg í bili.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Alveg er thetta typiskt! Eg aetladi ad fara ad sofa kl 9 i kvold, komst reyndar ekki upp i rum fyrr en 9:30 en haldidi ad eg hafi sofnad strax? Nei ekki aldeilis heldur ligg eg her og longu haett ad vera threytt! Akvad thvi ad blogga um thad i von um samud fra einhverjum.
Þriggja barna móðir, háskólanemi og grasekkja, gekk yfir Vaðlaheiði í morgun. Var ferðin í tengslum við vettvangsnám konunnar er fylgdi elstu nemendum Giljaskóla ásamt kennurum skólans. Aðspurð sagðist hún aldrei hafa lent í annari eins lífsreynslu og taldi að ekki yrði leikurinn endurtekinn aftur fyrir jól. Er konan nú heimaliggjandi, nær dauða en lífi af þreytu og með stórt hælsæri á vinstri fæti. Ekki er vitað um framfarir í heimatiltekt í dag á heimili konunnar en drasl þar á bæ er víst í sögulegu hámarki.
Hér er mynd frá svaðilförinni miklu í morgun:

mánudagur, ágúst 23, 2004

Úff... þetta er nú meiri þeytidagurinn! Vaknaði um kl. 7 í morgun, klæddi Hinrik, vakti Marek og aðstoðaði hann við að klæða sig. Tók til allt draslið þeirra. Skellti á mig Lancome-inu. Fór svo með þá tvo út í bíl, Marek fór í leikskólann, Hinrik fór í pössun til Jónínu Sig. Þar stoppaði ég í 20 mín, því Hinrik hafði aldrei komið til hennar. Sem betur fer er hann mjög meðfærilegur. Jæja. Þá var að rjúka heim, skella smá jógúrt í sig, reka aðeins á eftir Eyþóri sem átti að vera alveg tilbúin en átti s.s. eftir að borða morgunmat. Svo fórum við tvö upp í Glerárskóla en hann var að byrja þar í morgun. Var hjá honum í 20 mín. Mundi svo eftir að hann vantaði nesti svo ég rauk út og í næstu sjoppu til að kaupa ABT-mjólk og Svala. Eftir að hafa farið með þetta upp í skóla var brunað í Giljaskóla. Þar var ég til hádegis. Á heimleið sótti ég Eyþór og við fórum á Glerártorg að kaupa inn restina sem hann vantaði fyrir skólann. Mundi svo allt í einu eftir því að ég á að mæta í fyrsta fiðlutímann í Tónlistarskólanum í dag kl. 4!!! Reddaði því pössun 1,2, og 10! Þegar heim kom var kl. orðin um 13:30 og við Eyþór ekkert farin að borða. Því var reddað með samloku. Svo ætlaði ég að fara að ryksuga sameignina en þá fékk ég sms um að Hinrik væri vaknaður hjá henni Jónínu svo ég fór til að sækja hann.
Er sem sagt nýkomin með hann heim, á eftir að þrífa sameignina, taka úr þvottavélinni, setja í hana aftur, ganga frá því sem virðist vera mánaðarskammtur af þvotti í sófanum en er það ekki, taka til í allri fokkings íbúðinni, gefa strákunum kvöldmat, hátta þá og koma þeim í rúmið. Guði sé lof fyrir að það þarf aldrei að svæfa þá.

Já, svona er að vera þriggja barna grasekkja sem er ekki enn komin með Au-pair!!!

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

það er allt að byrja á fullu eftir sumarafslöppun. Skólinn byrjaði s.s. á mánudaginn, vettvangsnámið er svona næstum því byrjað. Það er að segja, við erum farnar að fara í grunnskólann en getum ráðið því þessa vikuna hversu mikið við förum. Búin að fara á einn starfsmannafund og svo er annar í dag. Og svo byrjar tónlistarskólinn á mánudaginn. Það verður brjálað að gera!
Það var litunar/plokkunar kvöld í gærkvöldi. Solla kom með hann Kára Hrafn með sér og við hinar slóumst um hann! Hann er svo mikil dúlla! Ég ætlaði að setja inn myndir af honum, sem voru teknar í gær, en þær voru svo dökkar að ég verð að gera það seinna.

Hmmmm... var ekki eitthvað fleira sem ég ætlaði að segja??

mánudagur, ágúst 16, 2004

Ohh... það er svo geðveikt gott að vera komin heim eftir að hafa verið í burtu í rúma viku. Mitt eigið drasl, mitt eigið rúm, mitt eigið bað (reyndar á ég ekki baðið en hver er svo smámunasamur), minn eiginn tannbursti (djók), get legið fyrir framan sjónvarpið á nærbuxunum einum ef mig langar til (og það er mjög mikilvægt að vita af þessum valmöguleika) eða sleppa þeim líka. Þetta er geðveikt!
Skólinn byrjaði í dag hjá okkur 3. árs nemum en við hættum líka í byrjun desember og þurfum ekki að taka nein próf. Alla þessa önn verðum við í grunnskólum að mestu, í vettvangsnámi og æfingakennslu.
Solla og Gústi eru búin að gefa drengnum nafn (reyndar fyrir löngu) en ég veit ekki hvort það megi auglýsa það hér á þessum vettvangi strax svo ég bíð með það.
Best að fara að sofa. Það er mjög erfitt að þurfa að fara í skóla og sitja frá 10 til 4 fyrsta daginn. Mér finnst að það hefði mátt venja okkur við með tveimur tímum í einu svona fyrsta daginn, 4 tímum þann næsta o.s.frv. Þvílíkt púl! Ég sem er búin að hafa það svo ljómandi rólegt í sumar!
Góða nótt!

laugardagur, ágúst 14, 2004

Ja, það er nú ekkert grín að vera gift tónlistarmanni. Held ég... Allavega er sko ekkert grín að búa með einum slíkum. Þetta þekkjum við Gwyneth Paltrow, Brynja hans Bubba og fleiri skutlur. Þeir þurfa endalaust að vera að stilla upp, æfa og endurraða hljóðfærum. Palli var s.s. að æfa í morgun og flytja hljóðfærin fram á Laugarbakka vegna ættarmótsins. Ég var með strákana í húsinu hans Þráins, en hann og mamma eru ekki heima nú um helgina. En eftir að hafa farið út, heimsótt Egil hennar Guðbjargar, og svo hitt hana í Bakka þá notaði ég tímann þegar Hinrik Elvar svaf til að skoða þessa líka rosa græju sem hann Palli minn gaf mér í sumargjöf. Hann gaf mér nefnilega alveg hrikalega flottan Nokia 6820 GSM, með öllum hugsanlegum möguleikum sem heimavinnandi, tæknivædd húsmóðir þarf á að halda. Ég hafði ekki gefið mér tíma til að skoða alla þá möguleika sem síminn bauð upp á fyrr en í dag. Það er bara hægt að gera ýmislegt; hringja í fólk, senda SMS, FÁ send SMS og margt, margt fleira. Hér er t.d. mynd af henni Sigríði frænku minni Klingeberg, sem var tekin fyrir utan Ali's Sportbar um verslunarmannahelgina, tekin á nýja gemsan. Svona sat hún nú eins og Prímadonna (sem hún er) alla helgina og seldi spáspil og spáprik.



Svo var hann Þráinn að kaupa þessar líka rosa græjur; geðveikt flotta tölvu, prentara og stafræna myndavél. Tölvan er geðveikt flott, var ég búin að segja það? Og hún er auðvitað með alskonar búnaði; póstforrit, Word, spilakapla og margt fleira!

Sìmablogg

Er ad prófa ad blogga med thvì ad senda bloggid ì tölvupósti ì gegnum gemsann minn! Oh, thad er svo gott ad eiga svona græjur!!

laugardagur, ágúst 07, 2004

Ég ákvað áðan að leggja af stað í ferðalag núna í dag. Planið er að Palli flýgur til RVK á þriðjudag og svo förum við að heimsækja Óla og Sillu á suðurlandi. Gistum þar í eina nótt og svo er ættarmót á Laugarbakka hjá föðurfólkinu hans Palla. Verðum að vera komin aftur á sunnudag því skólinn byrjar á mánudag (16.). Held ég!
Ég er búin að vera bissý í allan morgun við að brenna diska. 2 barnadiska fyrir strákana og svo 5 diska með World Song Festival keppninni. Nú á að hefjast handa við að hlusta og hlusta og mynda mér skoðun á öllum 89 lögunum!
Blogga aftur eftir viku. Hafið það gott þangað til.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Nýjasta dellan er að skoða Reyðarfjörð sem stað til að flytja á næst!!!

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Nú, nú! Myndirnar sjást á blogginu hér hjá mér, en ef það eru fleiri en Gulla sem sjá þær ekki, er hægt að skoða þær hér á þessari síðu og fleiri til.

Eftir að drengurinn var kominn í heiminn prófuðum við Solla að þukkla á hryggsúlunni á henni að framanverðu! Það var óhugnalegt. Sko, öll innyflin eru svo ofarlega útaf barninu að það er bara tómarúm strax eftir að það er farið út svo það er hægt að þreifa á hryggsúlunni að framanverðu! Gaman að prófa þetta!

Og ég gleymdi að segja frá því að ég tapaði rauðvínsflösku vegna þess að barnið var strákur en ekki stelpa eins og ég hélt! Ég ætti kannski að hætta að veðja. Yeah, right!
Jæja, þar kom að því að hann Úlfur Úlfur Ágústsson fæddist! Ég ætlaði að skreppa í kaffi til Sollu og Gústa fyrir hádegi en Gústi var einn heima með krakkana því Solla fór í skoðun. Ég ákvað að versla inn og koma svo við aftur á eftir. Gústi var enn einn heima og var nýbúin að setja á kaffivélina þegar Solla hringdi og sagði að það ætti að sprengja belginn. Gústi rauk til að hringja út og redda pössun, fyrir Hinrik líka, en náði ekki í neinn. Reyndar var eins og það svaraði einhver hjá Dísu systur hennar Sollu en síminn virtist vera bilaður. Við ákváðum því að taka sjensinn á að hún væri heima og keyrðum öll börnin þangað og skildum þau eftir. Þegar við komum upp á sjúkrahús var búið að sprengja belginn og Solla farin að fá sterka verki. U.þ.b. 50 mínútum seinna fæddi Solla þennan líka myndar dreng! Ó þetta var svo gaman!




sunnudagur, ágúst 01, 2004

Já Daníel, þér tókst að neyða mig til að blogga með því að klára kommentin hjá mér. Ég er búin að vera voðalega blogg-löt undanfarið. Bara í hálfgerðu sumarfríi.
Solla er ekki enn búin að eiga... maður nennir ekkert að ræða það neitt frekar.
Við strákarnir fórum niður í bæ í gær. Þvílík vitleysa! Það er bara næstum því stórhættulegt að vera með börn þarna... sko svona ung... því maður bara getur týnt þeim. Ég fékk reyndar þá stórgóðu hugmynd að fá Pétur frænda minn til að fara með Eyþór og Marek í leiktækin og á meðan sátum við Hinrik hjá Sigríði frænku minni Klingeberg og dóttur hennar fyrir utan Ali Sport bar. Þær tvær sátu í grænum Chesterfield stólum og litu út eins og prímadonnur sem áttu staðinn. Ég hefði sko viljað skipta um hlutverk við þær stundarkorn, þ.e. að vera barnlaus og geta setið eins og prímadonna og horft á fólkið!
Ég rölti aðeins um svæðið... ekkert mikið því það var eiginlega ekkert hægt þar sem ég var með Hinrik í kerru. Hitti slatta af fólki sem ég þekkti, þar á meðal hana Stínu (Ólafs) Jóhönnudóttur sem er nýflutt í Klettastíginn. Bara í göngufæri frá okkur.
Eyþór fór vestur í gær með pabba sínum. Hann ætlar að halda upp á afmælið sitt fyrir vestan á mánudaginn.

Ester átti afmæli í gær. Til hamingju með það Ester!