sunnudagur, júlí 25, 2004
Ef þið haldið að hún Solla sé búin að eiga, þá hafiði rangt fyrir ykkur. Hún er reyndar skráð í dag svo þetta bara HLÝTUR AÐ FARA AÐ GERAST!
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Nú nú, húsmæðraorlofið er búið. Ég sótti strákana í Varmahlíð í dag - alla þrjá. Það hitti ég Kiddý og Tóta, en þau voru á leið heim eftir vikudvöl í sumarbústað rétt hjá Akureyri! Nújá! (Nú verða sko gerðar breytingar á fyrra heimsóknarfyrirkomulagi mínu!)
Svo kom hann elsku hjartans Palli minn heim um 6-leytið. Ég bauð Sollu, Gústa og börnunum í mat og fljótlega eftir að þau voru farin gaf hann Palli mér SUMARGJÖF! Splunkunýjan gemsa með fullt af tökkum og möguleikum! Geðveikt flottur! Eyþór fær að kaupa minn gamla síma og nota.
Hún Sigríður frænka mín Klingeberg hringdi í mig í kvöld og pantaði gistingu um verslunarmannahelgina! Það var einkar ánægjulegt því ég hef ekki hitt þau síðan í fyrravor. Gerði reyndar tilraun til að heimsækja hana í fyrra sumar en þau voru þá í Vestmannaeyjum. Gaman gaman!
Svo kom hann elsku hjartans Palli minn heim um 6-leytið. Ég bauð Sollu, Gústa og börnunum í mat og fljótlega eftir að þau voru farin gaf hann Palli mér SUMARGJÖF! Splunkunýjan gemsa með fullt af tökkum og möguleikum! Geðveikt flottur! Eyþór fær að kaupa minn gamla síma og nota.
Hún Sigríður frænka mín Klingeberg hringdi í mig í kvöld og pantaði gistingu um verslunarmannahelgina! Það var einkar ánægjulegt því ég hef ekki hitt þau síðan í fyrravor. Gerði reyndar tilraun til að heimsækja hana í fyrra sumar en þau voru þá í Vestmannaeyjum. Gaman gaman!
mánudagur, júlí 19, 2004
Það er svo yndislegt að vera svona alein heima! Ég vakna seint, fer seint að sofa aftur eftir að hafa kanski lagt mig um miðjan daginn! Ég borða það sem ég vil, þegar ég vil. Horfi kannski á tvær vídeóspólur um miðjan dag ef mér sýnist. Í raun haga ég mér eins og ég sé atvinnulaus unglingur... nema kannski minna djamm (þar sem mitt djamm er í núlli). Ó þetta er sannkallað orlof!
laugardagur, júlí 17, 2004
Ég er búin að vera með ógeðslega hálsbólgu í fjóra daga!! Algjör viðbjóður! Þeir sem hafa prófað að kyngja rakvélarblöðum vita hvað ég er að tala um. Málið er að þessu fylgir ekkert kvef, og ekki hélt læknirinn að þetta væri streptókokkar heldur. Ég fékk samt pensilín svo vonandi fer þetta að skána!
Mamma kom og sótti strákana í dag, nokkuð sem hún var löngu búin að ákveða að gera. Svo nú er ég ALEIN heima! Og það er svo yndislegt, jah, gæti samt verið yndislegra ef ég væri ekki svona veik, en ég ætla að njóta þess í botn að vera ein þartil ég þarf að sækja þá á miðvikudaginn eða fimtudaginn. Palli kemur heim á fimtudaginn og svo er Papaball á Hvammstanga á laugardagskvöldið.
Mamma kom og sótti strákana í dag, nokkuð sem hún var löngu búin að ákveða að gera. Svo nú er ég ALEIN heima! Og það er svo yndislegt, jah, gæti samt verið yndislegra ef ég væri ekki svona veik, en ég ætla að njóta þess í botn að vera ein þartil ég þarf að sækja þá á miðvikudaginn eða fimtudaginn. Palli kemur heim á fimtudaginn og svo er Papaball á Hvammstanga á laugardagskvöldið.
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Ekki er nú mikið að frétta síðan síðast. Solla er enn ólétt, hún fór reyndar upp á fæðingadeild á sunnudaginn með mikla verki sem hættu svo bara um kvöldið! Ef þetta verður strákur þá hefur verið rætt um að hann verði nefndur Úlfur Úlfur Ágústsson!
Við Marek og Hinrik fórum upp í Kjarna í gær að grilla með Einari og Svövu og stelpunum þeirra. Það var mjög gaman og við vorum þar alveg heillengi. Ég komst að því að ég bý í hálfgerðu "Hvammstangi-look-alike" hverfi því hér er alltaf gola. Að vísu er ekki gola á Hvammstanga heldur norðan strekkingur en golan hér er nóg til að ég muni eftir því.
Það er stefnt á að fara í bíó í kvöld á Spiderman með Ólu og svo í grillveislu hjá Jóni Inga föðurbróður Palla annað kvöld. Þar verða einnig Einar og Svava, Barry-fjölskyldan og svo auðvitað heimilisfólkið Jón, Ásta, Bessi og Júrí.
Við Marek og Hinrik fórum upp í Kjarna í gær að grilla með Einari og Svövu og stelpunum þeirra. Það var mjög gaman og við vorum þar alveg heillengi. Ég komst að því að ég bý í hálfgerðu "Hvammstangi-look-alike" hverfi því hér er alltaf gola. Að vísu er ekki gola á Hvammstanga heldur norðan strekkingur en golan hér er nóg til að ég muni eftir því.
Það er stefnt á að fara í bíó í kvöld á Spiderman með Ólu og svo í grillveislu hjá Jóni Inga föðurbróður Palla annað kvöld. Þar verða einnig Einar og Svava, Barry-fjölskyldan og svo auðvitað heimilisfólkið Jón, Ásta, Bessi og Júrí.
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Það tilkynnist hér með að ég er opinberlega móðguð út í ónefnda vinkonu mína þar sem ég frétti frá annari ónefndri sameiginlegri vinkonu að sú fyrri væri hér í bæ og væri víst búin að vera hér í einhverja daga. Hafa sumir sumsé ekki haft fyrir því að segja mér frá því og er ég því greinilega ekki á "hitt-listanum". Já, þetta mun geymt en ekki gleymt!
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Við Palli fórum í bíó í gærkveldi á myndina "Around the world in 80 days". Hún var bara nokkuð góð og mjög fyndin á köflum. Á meðan ég horfði á myndina ákvað ég að ég ætla að fara til Tyrklands - fyrr en seinna! Og náttúrlega helst að læra tyrknesku áður.
Solla er enn ólétt!!!
Solla er enn ólétt!!!
sunnudagur, júlí 04, 2004
Þetta er nú búið að vera meiri letidagurinn! Ég fór fram með Hinrik kl. 8 í morgun, gaf honum hafragraut og setti hann svo aftur upp í rúm um kl. 9. Hann er hálf slappur, með kvef og mjög mikið hor í nefinu og í morgun var hann alveg sérstaklega þreyttur. Nú ég lagði mig auðvitað líka. Eftir hádegi horfði ég á formúluna sem var þokkalega spennandi þangað til Schumacher náði 1. sætinu og útlit fyrir að hann myndi vinna. Strax á eftir löbbuðum við Hinrik og Marek yfir á Glerártorg og versluðum pínulítið. Hinrik fékk svo að drekka þegar við komum heim og svo fór hann aftur upp í rúm. Ég lagði mig líka í stofunni! Meira letilífið. Nú er bara að bíða eftir úrslitaleiknum í fótboltanum. Ég held með Portúgölum og þá náttúrlega hljóta þeir að vinna. Ekki fer maður að halda með tapliði!
Það er enn ekkert nýtt að frétta af Sollu svo ég legg mig bara aftur!

Það er enn ekkert nýtt að frétta af Sollu svo ég legg mig bara aftur!
laugardagur, júlí 03, 2004
Það er eitthvað bögg í gangi með bloggið mitt, eða fartölvuna. Þegar ég ætla að opna bloggsíðuna tekst það ekki fyrr en í ca. 4. tilraun því það kemur alltaf "Cannot open this page" drasl og svo opnast einhver "search the web" síða. Og svo þegar ég loks get opnað bloggið þá sé ég að síðustu skrif koma ekki inn! Weird, ekki satt?!
Það er allavega búið að gera ýmislegt í dag s.s. að brjóta saman þvottafjallið
ryksuga
baka pönnukökur
og auðvitað endurnýja kynnin við fartölvuna.
Það er allavega búið að gera ýmislegt í dag s.s. að brjóta saman þvottafjallið



Þetta er búinn að vera mjög spennandi dagur. Solla hringdi í mig um fimm leytið í dag og sagðist vera með smá verki, svo kom hún, og fór, og kom svo aftur rétt fyrir 9 í kvöld, enn með verki. Við tókum tímann á milli verkja og enduðum svo heima hjá henni til að sækja eiginmann og dót og svo var ekið upp á sjúkrahús. Þar var hún sett í monitor og skoðuð en því miður endaði þetta á því að hún ákvað að fara heim að sofa! Nú er bara að fara að sofa og það með alla síma heimilisins við rúmið!
Palli minn fór vestur í bústörf; skítadreyfingu, heyskap og ég veit ekki hvað og hvað!
Og ég tapaði einni rauðvínsflösku í dag í veðmáli. Júlíus frændi átti von á sínu fyrsta barni og við Óla systir hans veðjuðum um hvort kynið það yrði. Ég sagði strákur og tapaði. En til hamingju samt með stelpuna Júlíus og Sirrý!!!
Kominn tími til að fara að sofa núna! GN.
Palli minn fór vestur í bústörf; skítadreyfingu, heyskap og ég veit ekki hvað og hvað!
Og ég tapaði einni rauðvínsflösku í dag í veðmáli. Júlíus frændi átti von á sínu fyrsta barni og við Óla systir hans veðjuðum um hvort kynið það yrði. Ég sagði strákur og tapaði. En til hamingju samt með stelpuna Júlíus og Sirrý!!!
Kominn tími til að fara að sofa núna! GN.