Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




föstudagur, apríl 30, 2004

Inni á Sweetheart Pet Name Generator, sló inn nafnið hans Palla og fékk þá að sjá þetta: "Páll Sigurður is my favorite poohbear". Nú ef ég sló inn mitt nafn kemur að ég sé "fluffy butt"!!! Ésso aldeilis rasandi bit!!!
Nú stendur yfir brjálaður próflestur. Fyrsta prófið er tölfræði á þriðjudag, svo er stærðfræði á fimmtudag sem ég VERÐ að ná ef ég ætla að útskrifast næsta vor. Á föstudag er landafræði og saga. í næstu viku er siðfræði á mánudag, enska á miðvikudag - bæði skriflegt próf og munnlegt. Síðasta prófið er svo listasaga á föstudaginn. Þá er maður búinn og getur horft á Eurovision á laugardagskvöldið! Ekki gleyma því!

mánudagur, apríl 26, 2004

Ég tók svona próf á netinu eftir að hafa lesið bloggið hennar Gullu áðan, til að athuga hver væri minn litur og fékk þetta út:

YELLOW



You are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.




Find out your color at Quiz Me!


sunnudagur, apríl 25, 2004

Ég er búin að sitja við tölvuna í allt kvöld og uppfæra Eurovision síðuna mína. Þetta er ekkert smáræðis vinna! Hverjum dettur svo í hug að hafa próf í háskólanum svona rétt fyrir Eurovision?? Mér er spurn? Maður hefur bara ekki tíma til að sinna hvoru tveggja! Og að reyna að muna eftir því annað slagið að maður eigi þrjú börn.
Ég fer sem sagt í síðasta prófið daginn fyrir Eurovision. Eru ekki allir farnir að hlakka til að horfa á? Til að stytta sér stundir, þá getur fólk farið inn á Eurovision síðuna og tekið Eurovision próf! Afskaplega gefandi.
Njótið vel :)

laugardagur, apríl 24, 2004

Útaf spurningu vikunnar hér fyrir neðan; að því er ég best fæ séð má skrifa þessi orð á báða vegu.

En hvað um það. Það er ferlega mikið að gera hjá manni núna, prófin fara að nálgast og ekki seinna vænna að fara að læra námsefnið! Mesti höfuðverkurinn er helvítis stærðfræðin en ég verð að ná prófinu í þetta skiptið. Það er ekkert val um annað.

Palli kom heim í gærkveldi og það var svo gott að fá hann heim!
Love Song

Í kvöldmatinn verður innbakað ærfile (!) og ætlar Sigga pigga kannski að koma í mat. Sjáum til hvernig eldamennskan tekst!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Spurning dagsins (jah... eða bara vikunnar): Skrifar maður tippi eða typpi, dygð eða dyggð?

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Hér er linkur inn á Elizu fyrir þá sem hafa lítið sem ekkert að gera.
Ojájá! Ésso aldellis hrædd ummþa!

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Ég var að koma heim úr bíói, fór að sjá Píslarsögu Krists með Ölmu og Hjálmari. úfff... þetta er hrikaleg mynd en ég samt mæli með henni, en bara á vídeói. Þá getur maður nefnilega spólað yfir það sem maður vill ekki sjá og svo getur maður grenjað í friði yfir henni!
Það besta við alla myndina er að það er bara töluð arameíska og latína, hvort tveggja alveg hrikalega falleg tungumal. Þeir sem vilja svo dunda sér við að læra arameísku geta gert það * HÉR *. Kannski maður dundi sér bara við það í sumar, það kostar allavega ekki flugmiða til Ungverjalands.

Jamm...

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Jæja, ég fer víst ekki til Ungverjalands í sumar. Ég var loksins að fá svar um að umsóknin mín var ekki samþykkt. Þeir skrifuðu að ég væri hálfviti að halda að ég kæmist og algjört fífl að halda að ég væri með þeim hæfustu og svo kölluðu þeir mig tus*u! Já, nei, þetta var nú bara smá grín til að hrista upp í ykkur. En allavega, ég bara finn mér eitthvað annað nytlaust til að gera í sumar og lifi sátt með að hafa allavega sótt um.
Sunburn

mánudagur, apríl 12, 2004

úbbs, ég gleymdi alveg að setja inn myndirnar frá spilakvöldinu. Hér eru þær:

Þær eru annars inni í albúmi sem heitir Apríl og er í valkassanum hér til hægri... nei... hægri... nei, nei... hin hægri... já þarna! Einmitt!

sunnudagur, apríl 11, 2004

Skoðið nýtt myndbrot af Hinrik Elvari sem var tekið fyrr í dag. Hann er svo duglegur strakur!


Og vonandi áttu þið gleðilega páska.

laugardagur, apríl 10, 2004

Þessa sögu fann ég á blogginu hennar Ellar Sifjar, frænku minnar. Hver veit svarið?

Maður var á göngu á vegi á leið til Bjarnþrúðar vinkonu sinnar. Allt í einu skiptist vegurinn í tvennt og hann vissi ekkert hvora leiðina hann átti að fara. Þá koma tvíburar að honum sem voru þekktir fyrir það að annar sagði alltaf satt en hinn laug alltaf. Maðurinn spurði þá til vegar, þeir töluðu við hann hann þakkaði fyrir sig og hélt áfram. Hvernig vissi hann hvor var að segja satt?

föstudagur, apríl 09, 2004

Enn engar fréttir af styrkinum!!
Punch Computer
Ég er orðin svolítið þreytt á að bíða, sko!

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Enn er ekkert að frétta af Ungverjalandsferðastyrknum!!

Ég er búin að setja inn linka fyrir öll myndaalbúmin mín sem eru á netinu. Linkarnir eru í boxinu til hægri, alveg neðst. Ég hef nú ekki verið mjög dugleg við að setja inn myndir af sonum mínum en það er auðvitað bara vegna þess að það er svo mikið að gera hjá mér í félagslífinu eins og sést!
Finnst ykkur þessi ekki frábær??:: Leaning Tower Of Pisa

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Enn er ekkert að frétta af Ungverjalandsferðarstyrknum! Arggggg..........

Og já... vorum við ekki annars að kaupa bíl? Ég hef nú bara eiginlega ekkert fengið að sjá hann! Vitiði afhverju?

mánudagur, apríl 05, 2004

Hann Runólfur minn er til sölu!! Samband okkar til fjögurra ára er nú senn að ljúka því í dag keyptum við Palli okkur Galant station! Sjá myndir á blogginu hans Palla. Þetta er hinn fínasti bíll, dökkgrænn og á 4 hjólum! En Runólfur stóð nú fyrir sínu, hann er yndislegur, vínrauður, mjúkur, hugulsamur og góður. Alltaf fór hann þangað sem ég vildi að hann færi. Ohh... Runólfur... huhuhuhu......Crying Into Tissue En allavega, þá kostar hann 250.000 sem er gjafverð fyrir svona fínan bíl.

Ég fæ að vita í þessari viku hvort ég fái styrkinn til Ungverjalands... krossa fingur... og tær... og fætur... jah... eða kannski ekki Goofy.

laugardagur, apríl 03, 2004

Ekki var nú hægt að kvarta yfir því að það hafi verið húsfylli á spilakvöldinu. Sennilega er betra að segja að rjóminn af bekknum hafi verið þarna saman komin. Mér fannst mjög gaman, þó ég hafi ekki unnið neitt. Og, já, verðlaunin eftirsóttu gengu ekki út og verða því geymt þar til seinna. Munið það, ristað brauð með mysingi, aprikósumarmelaði og osti!
Annars er það helst að frétta að ég er að fara vestur í dag að hitta elskuna mína sem er að fara að spila með Hjalta Júl í kvöld. Í fyrramálið förum við hjónaleysin suður til Selfosssss í fermingarveislu. Við komum aftur heim seint annað kvöld.
Alltílagibleeeeeeesssss!