þriðjudagur, mars 30, 2004
Bekkjarfélagar, ég vil minna á spilakvöldið á fimmtudag. Og munið eftir hinum eftirsóknarverðu verðlaunum; ristuðu brauði með mysing, apríkósumarmelaði og osti. Það er til mikils að vinna!
Það hefur ekkert gengið með að útvega spilið Party & Co, er einhver sem á það eða getur fengið það lánað?
Sjáumst.
Það hefur ekkert gengið með að útvega spilið Party & Co, er einhver sem á það eða getur fengið það lánað?
Sjáumst.
mánudagur, mars 29, 2004
Myndirnar frá söngvarakeppninni eru hér: ofoto.com
Ég var sko sofandi þegar hann elsku Palli minn skrifaði bloggið sitt og hann hefur örugglega haldið að ég væri súperkona sem gæti bloggað í svefni. Ég get nú margt en...
Allavega, farið á hans síðu til að sjá úrslitin, ég verð að láta þetta duga í bili, ég þarf víst að læra!
Ég var sko sofandi þegar hann elsku Palli minn skrifaði bloggið sitt og hann hefur örugglega haldið að ég væri súperkona sem gæti bloggað í svefni. Ég get nú margt en...
Allavega, farið á hans síðu til að sjá úrslitin, ég verð að láta þetta duga í bili, ég þarf víst að læra!

föstudagur, mars 26, 2004
Undirbúingur fyrir söngvarakeppnina er alveg að verða búinn - og þá meina ég auðvitað að við Elín erum alveg að verða tilbúnar. Við verðum sætari en venjulega enda ekki hægt annað þegar maður er með bleikar fjaðrir um hálsinn!! Bíðið spennt eftir myndum á sunnudag!
mánudagur, mars 22, 2004
Ég var bara fyrir stuttu að koma mér saman um að sækja um styrk til ungverskunáms í Ungverjalandi! Og hananú! Það yrði bara í 2 vikur núna í sumar. Ég þarf þá bara að redda flugfarinu, allt hitt verður borgað, allt uppihald, kvöldferðir og meira að segja vasapeningur líka! Væri ekki bara vitleysa að sækja ekki allavega um?? Ha? Er það ekki?
sunnudagur, mars 21, 2004
Andsk... er að þessu drasli?? Fyrst hurfu broskarlarnir mínir af kommendadraslinu og nú er músarsmells-flugeldarnir horfnir!! Hver stelur þessu dóti??
Ég ætlaði að vera svo dugleg að læra í dag fyrir stærðfræðiprófið sem er á morgun, og ekki veitir mér af því að læra!! En nei! Ég byrjaði á því í morgun að vekja Eyþór og Hinrik kl. 7:30 því Eyþór var að fara að keppa í blaki á Siglufirði. Þegar við Hinrik komum aftur heim fengum við okkur morgunmat og hann fór svo að sofa um kl. 9:30. Þá fór mín bara að horfa á vídeó! Reyndar er það tengt náminu því þetta var fræðslumyndaflokkur um Medici fjölskylduna sem réði ölli í Flórens á endurreisnartímanum. Þetta tengist sko listasögunni í HA. Svo vaknaði Hinrik aftur og ég ákvað að nota tímann sem hann myndi sofa eftir hádegi til að reikna nokkur dæmi. Gerði ég það? Ó nei! Ég ætlaði AÐEINS að kíkja á netið og það endaði með því að ég er búin að sitja hér fyrir framan tölvuna í rúmlega klukkutíma að uppfæra Eurovision síðuna mína! Og ég er ekki búin að því, enda ekkert smá verk, en nú ætla ég að taka mér pásu og halda áfram að horfa á videóið um Medici fjölskylduna áður en að Hinrik vaknar!
Já, og Marek átti afmæli í gær. Nú er hann orðinn 4 ára strákurinn!
Já, og Marek átti afmæli í gær. Nú er hann orðinn 4 ára strákurinn!
miðvikudagur, mars 17, 2004
Vá! Vikan er að verða búin! Það er allt á fullu við undirbúning söngvarakeppninnar, þetta fer allt saman að smella saman. Keppnin er 27. mars, ekki gleyma því.
Við förum vestur um helgina, Marek á afmæli á laugardaginn og við ætlum að halda veislu á Laugarbakka fyrir hann. Nú, við Elín Sveins ætlum að æfa fyrir margumrædda söngvarakeppni á laugardagsmorgun, það verður fyrsta æfingin okkar. Ja, nema auðvitað að við reynum að hittast í kvöld eða á morgun til að renna yfir textann. En eins og allir vita þá er mikilvægara að líta stórvel út heldur en að syngja eins og stórsöngkona! Ekki satt?
Við förum vestur um helgina, Marek á afmæli á laugardaginn og við ætlum að halda veislu á Laugarbakka fyrir hann. Nú, við Elín Sveins ætlum að æfa fyrir margumrædda söngvarakeppni á laugardagsmorgun, það verður fyrsta æfingin okkar. Ja, nema auðvitað að við reynum að hittast í kvöld eða á morgun til að renna yfir textann. En eins og allir vita þá er mikilvægara að líta stórvel út heldur en að syngja eins og stórsöngkona! Ekki satt?
laugardagur, mars 13, 2004
Ég ætla að prófa að setja inn videomynd af Hinrik Elvari, sem var tekin á Canon græjuna okkar (sem er reyndar til sölu því við þurfum endilega að fara að fá okkur NÝJA!). Jæja, þá er að athuga hvort þetta virkar: Smellið hér til að skoða myndbrotið.
föstudagur, mars 12, 2004
Jahá! Nú kann ég heil þrjú lög á fiðluna. Þetta stefnir bara í heilt prógramm og jafnvel tónleika, hver veit. Fyrst Öddi málari gat haldið tónleika þá hlýt ég að geta það líka. Fyrir þá sem vita ekki um Ödda málara þá er hann s.s. málari sem bjó á Tanganum og á styrktartónleikum fyrir sunddeildina í haust spilaði hann á munnhörpu. Gott mál. Flestir heyrðu hvaða lag hann var að spila svona í byrjun, svo varð maður að nota ímyndunaraflið til að fylgja honum. Til að létta okkur áheyrendum, fór hann aftur inn á laglínuna annað slagið og svo allt í einu var lagið bara búið og næsta lag var kynnt.
Um leið og ég kann að spila 6 lög skal ég með glöðu geði spila á styrktartónleikum einhverstaðar. Hvernig lýst ykkur á það?
Um leið og ég kann að spila 6 lög skal ég með glöðu geði spila á styrktartónleikum einhverstaðar. Hvernig lýst ykkur á það?
miðvikudagur, mars 10, 2004
Jóna Magga, ætlar þú ekkert að fara að byrja að blogga? Þú kannski hefur ekkert að segja því það gerist aldrei neitt á þessu skítapleisi sem þú býrð á? Nema auðvitað söngvarakeppnin... allir muna eftir henni! En annars, nei... og bíddu... hvaða matvöruverlsun er aftur opin á sunnudögum?? Nettó er örugglega opið á sunnudögum á Akranesi líka. Svo er stutt til Reykjavíkur... og bíó, er ekki bíó á Akranesi. Hvað eru aftur mörg bíó á Hvammstanga? Nei, ég get sagt þér það að Akranes er alls ekki slæmur kostur!
þriðjudagur, mars 09, 2004
Fréttir!!!! Við, þessi fimm manna fjölskylda, erum að spökulera í að flytja á Akranes þegar ég klára þetta blessaða nám! Gott mál. Það ætti allavega að vera auðveldara fyrir Little Paul að fá vinnu þar heldur en hér á þessum líka Guðsvolaða stað!
sunnudagur, mars 07, 2004
Jæja, þá er árshátíð HA búin. Hún var mjög skemmtileg, maturinn frábær og Paparnir frábærari! Mér fannst samt eiginlega best að vita það að ég yrði nánast ekkert þunn daginn eftir. Mér fannst mjög ósmekklegt að sjá mjög fínar stelpur, í flottum síðkjólum með uppsett hár, vera pissfullar og ekkert dömulegar! Ég bara skil ekkert í hvað það er gaman að vera svona fullur. það var alveg ótrúlega margt fólk komið á trúnó-stigið. En allavega, hér getið þið skoðað myndir, bæði úr partýinu hjá Öllu og frá árshátíðinni.