Um mig

Ég heiti Helga, er sambýliskona Palla, mamma Eyþórs, Mareks og Hinriks. Ég er kennari að mennt, vinn á leikskólanum Kiðagili og er með sjúklega tölvudellu!



Mah BlogRings

<$Blogrings$>


Mah Calendar

<$Calendar$>




laugardagur, febrúar 28, 2004

Brynja átti afmæli á föstudaginn!!! Enn og aftur til hamingju með árin 30, Brynja! Það var auðvitað haldið þvílíkt stuð partý með öllu tilheyrandi; bjór, bollu og tónlist. Margar óvæntar uppákomur voru um kvöldið. M.a. kom fram í fyrsta skiptið hljómsveitin Spinnegal sem hafði stundað stífar æfingar frá því kvöldið áður. Hér er mynd af hljómsveitinni:

Mun hljómsveitin taka að sér að leika í hinum ýmsu afmælisveislum og halda uppi fjöri í nokkrar mínútur.
Myndir úr afmælinu er hægt að skoða HÉR. Þeir sem eiga stafrænar myndir sem mættu fara inn á þetta myndaalbúm mega endilega senda mér þær í tölvupósti.

laugardagur, febrúar 21, 2004

Við Hinrik Elvar erum bara tvö heima í huggulegheitum :-) það er svo gott annað slagið.Palli fór sko vestur á Hvammstanga með Eyþór og Marek. Í kvöld ætla ég bara að poppa og horfa á sjónvarpið. Ég var að kaupa DVD mynd me? Jennifer Lopez sem heitir Enough og á eftir a? horfa á hana. Hinrik er auðvitað farinn að sofa, hann er svo hrikalega vel upp alinn drengurinn að það er nú ekkert normalt!

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Vegna fjölda áskoranna ákvað ég að fara að skrifa meira um hið daglega amstur hér á blogginu. Í fréttum er þetta helst: Ég er komin í hljómsveit sem er reyndar enn ósýnileg, en það er bara svo flott að segjast vera í einni! Hehehehe... Nú! Ég hef líka skráð mig við aðra konu í söngvarakeppnina miklu. Hin konan heitir Elín Sveinsdóttir og er ætlunin að brillera á keppninni.
Var ég búin að segja að ég væri flutt? Æ, ég man það ekki en við allavega búum núna steinsnar frá Glerártorgi eða í Skarðshlíð 2.
Þar sem ég er með einbeitingarbrest og á afskaplega erfitt með að lesa langt blogg, læt ég staðar numið hér en held ótrauð áfram á morgun að skrifa um hið daglega amstur.
Verið sæl að sinni.

sunnudagur, febrúar 15, 2004


Hann Hinrik Elvar vaknaði klukkan 6 í morgun! Ég hélt ég yrði ekki eldri. Við Palli skiptumst yfirleitt á að fara með hann fram á morgnana og í gær fékk ég s.s. að sofa lengur. Hann vaknaði líka ekki klukkan 6 þá heldur um kl. 8!! Hann er ekki mikið að hugsa um að hún móðir hans þarf á sínum bjútíslíp að halda. Klukkan er að verða hálf átta svo við förum að fara upp í rúm aftur. Zzzzzzzzz......

laugardagur, febrúar 07, 2004

Var ég nokkuð búin að segja ykkur að ég á fiðlu??

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Hér er hægt að sjá öll löndin sem ég hef farið til. Þetta virðist vera svo agalega mörg lönd, allavega er svo mikið rautt!


create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Við erum flutt í stærra húsnæði og ég á fiðlu! Og þá er bara að reyna að finna út hvernig maður spilar "when the devil went down to Georgia"! Stefnan er s.s. tekin á það lag. Gangi mér vel :-)